Viðar - 01.01.1942, Blaðsíða 39
Viðar]
Jónas Baldursson:
Utsýni frá Laugarvatni.
Höfundur þessarar ritgjörðar, Jónas Baldursson, er frá
Lundarbrekku í Bárðardal í Suður-ÞIngeyjarsýslu. Hann
settist í eldri deild Laugarvatnsskóla haustið 1934 og lauk
þaðan prófi vorið 1935. Ritstj.
Laugarvatn er einskonar óskaland æskunnar. Þangað
liggja leiðir margra úr foreldrahúsum í fyrsta sinn. Þangað
fer unga fólkið glatt og hlakkandi til þess að njóta þess,
að það er ungt, reyna kraftana, efla getuna, eignast áform,
marka sér lífsstefnu. Þangað kemur æskan úr draum-
sæjum heimum bernskunnar, óráðin, en ákveðin í því að
láta eitthvað til sín taka. Þaðan fer hún svo aftur meira
og minna vonsvikin, meira og minna hugdjörf. Hversu
misjafnar sem minningar nemenda kunna að vera og áhrif-
in, sem þeir hafa orðið fyrir í skólanum, þá eiga þó allir,
sem þar hafa dvalizt, sameiginlega eina og hina sömu mynd
af útsýninu á Laugarvatni.
Það er haustdagur. Einn þessara daga, þegar hvorki er
sól né regn, heldur áhrifalaust blíðviðri, þegar náttúran
eins og stendur á öndinni og bíður eftir komu vetrarins.
Vestan brautina að Laugarvatni renna bílar með litlu
millibili. Þeir eru að flytja nemendur í skólann. Brátt mor-
ar allt af mönnum, körlum og konum, norðan við skóla-
húsið í kringum innganginn.
Forvitin og spurul augu hinna nýkomnu gesta hvarfla
frá einum til annars, líta yfir Laugardalinn. Hvað er það þá,
sem þau sjá? Auðvitað eins og víða annarsstaðar: fjöll,
vötn og skóga, graslendi og berar klappir. Starsýnast mun
þó flestum í bili á hinn reisulega skóla, sem býður alla vel-
komna og veitir mikið af þægindum og listisemdum. Skól-