Viðar - 01.01.1942, Blaðsíða 174
172
REYKHOLTSSKÓLI
[Viðar
Stcirfslið skólans.
Sú breyting varð á starfsliði skólans, að cand. theol. Kristinn Stef-
ánsson lét af skólastjórn, en við tók Jóhann Frímann frá Akureyri.
Að öðru leyti voru kennarar hinir sömu og áður og einnig ráðs-
kona mötuneytisins og umsjónarkona með ræstingu og þvottum.
Ráðsmenn mötuneytisins voru þeir Benedikt Franklinsson og Þor-
valdur Hjálmarsson.
Námsgreinar og námsbœkur.
Kennslu var hagað mjög á sama hátt og undanfarin ár og kennslu-
bækur hinar sömu. Vísast til fyrri skólaskýrslna um það. Handa-
vinnukennsla var þó aukin nokkuð bæði pilta og stúlkna. Smíða-
kennsla fór fram í hinum nýbyggða smíðaskála, og var því mun rýmra
um nemendur en áður hafði verið og afköst þess vegna meiri.
Próf.
Eins og að undanförnu höfðu kennarar skrifleg skyndipróf öðru
hvoru, eftir því sem þeir töldu ástæður til. Auk þess var prófað
í öllum námsgreinum, öðrum en erlendum málum, að afloknu jóla-
leyfi. Vorpróf hófst 6. apríl og var lokið 19. s. m. Skólaslit fóru fram
22. apríl.
Stjórnskipaðir prófdómendur voru þeir séra Björn Magnússon.
Björn Jakobsson og Friðrik Þorvaldsson.
Félagslíf.
Skólafélagið hélt venjulega fundi annaðhvort laugardagskvöld. Blað
félagsins, Mímir, kom út emu sinni í mánuði. Þau laugardagskvöld,
sem málfundir voru ekki haldnir, var skemmt sér á einn eða annan
hátt, oftast með dansi. Oft lásu nemendur og kennarar upp á
kvöldum og keppni í sundi og handknattleik var alltíð. Fylgdust
nemendur með því af miklum áhuga. Fullveldisdagsins, 1. des., var
minnzt með samkomu fyrir heimafólk og sömuleiðis bindindisdagins
1. febr. Báða þessa daga komu nokkrir gestir, sem tóku þátt i sam-
komunum með heimamönnum. Opinber samkoma var haldin síðari
hluta vetrar. Farið var í skemmtiferð skömmu eftir að skóli hófst.
Var ekið í bifreiðum fram að Kalmanstungu og síðan gengið í
Surtshelli og Stefánshelli, og þeir skoðaðir. Skíði og skautar voru
notaðir, þegar færi gafst, og nokkrar gönguferðir farnar um nágrenni
Reykholts.
Allmargir gestir heimsóttu skólann og skemmtu heimamönnum og
fræddu þá. í nóv. heimsóttu Jón Bergsve-nsson erindreki og Leifur
Auðunsson íþróttakennari skólann, á vegum Slysavamarfélags ísl.