Viðar - 01.01.1942, Page 23

Viðar - 01.01.1942, Page 23
Viðar] ÞÁTTUR ÚR SÖGU REYKHOLTS 21 sem almennast er, bæ5i að líkamlegu og andlegu atgjörvi, Þótti unun að hlýða á öll hans prestverk, og búsýslumaður var hann að sama skapi. Lék honum hér allt í lyndi, fjár- hagsleg velmegun, virðing og vinsældir. Hann endurreisti hér fallin hús og jók við nýjum, eftir því sem fénaði fjölg- aði. í Norðurlandinu byggði hann sauðahús, þar sem engin voru fyrr. Hann byggði nýja kirkju, sem kallaðist stór og vegleg eftir hætti þeirrar tíðar. Hún var með timburgöfl- um og timburþaki, en útveggir úr torfi. Loft var yfir allri framkirkjunni. Þar voru sæti fyrir unglinga og litilsmetin vinnuhjú. Um þau sæti var hver og einn sjálfráður, en öðru máli var að gegna með sætin niðri í kirkjunni. Þar var hverjum búandi manni í sókninni jafnt konum sem körlum úthlutað sæti eftir mannvirðingum. Prestur réð einn þessari sætaskipun og skrifaði nafn hvers sóknar- barns þar, sem því bar að sitja. Þannig löguð sætaskipun var þá alþekkt hér á landi og hlýddu henni allir umyrða- laust. Því var lengi við brugðið, hve Þorsteinn Helgason hreif hugi sóknarmanna sinna og allra áheyrenda, þegar hann vígði þessa kirkju, sem hann hafði látið reisa. Væntu þess þá allir, að þeir mættu lengi búa að þessu óviðjafnan- lega mikilmenni. Samt fór það á annan veg. Hann fórst ofan um ís á Reykjadalsá ásamt hesti sínum 7. marz 1839. Þeim atburðum hef ég nánar lýst í Prestafélagsritinu. Jónas skáld Hallgrímsson var skólabróðir séra Þorsteins og aldavinur. Við lát hans orti hann hið fagra og alkunna kvæði: Hvarmaskúrir, harmurinn sári. Hér í kirkjunni er spjald með grafletri, sem Reykdælingar gáfu til minja um séra Þorstein, þann prest, sem þeir hafa mest dáð og dýrkað. Spjald þetta ber þess vott, að það hefur verið vel vandað, því að enn er það sem nýtt, þótt það sé nú 93 ára gamalt. Eftir fráfall séra Þorsteins fölnaði hinn mesti blómi staðarins um langt skeið. Þá komu hingað prestar einn eftir annan, sem voru þá búnir að lifa sitt fegursta, en voru þó í eðli sínu mætir menn og vel gefnir. Séra Jónas, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Viðar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Viðar
https://timarit.is/publication/717

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.