Bankablaðið - 01.12.1942, Blaðsíða 35
BANKABLAÐIÐ
Aðalfundur
Sambands íslcnzkra bankamanna
Aðalfundur S. í. B. var haldinn í
samkomusal Útvegsbankans 29. okt.
síðastliðinn.
Forseti sambandsins, Bjarni Sig-
hvatsson, setti fundinn og bauð fundar-
menn velkomna. Fundarstjóri var kos-
inn Adolf Björnsson og fundarritari
Björn Ólafs.
Forseti flutti skýrslu stjórnarinnar
og fer hún hér á eftir:
Á starfsárinu hefir stjórn sambands-
ins haldið sjö fundi, en sambandsfundir
hafa engir verið haldnir, nema aðal-
fundurinn.
Á þessu tímabili hefir sambands-
stjórn ekki ráðist í neitt nýtt, heldur
lagt áherzlu á að halda í horfinu, enda
ekki hægt um vik vegna ríkjandi styrj-
aldarástands og óvissrar framtíðar.
Verðlagsuppbótarmálið.
Eitt af því fyrsta, sem kom til kasta
stjórnarinnar, var að skrifa stjórnend-
um bankanna ítarlegt bréf, þar sem hún
fór fram á, að þeir tiltölulega fáu starfs-
menn bankanna, sem ekki fá fulla upp-
bót á grunnlaunin eða þeir, sem hafa
hærri grunnlaun en kr. 650.00 um hvern
mánuð, fengju leiðréttingu mála sinna.
Var sýnt með ljósum rökum fram á, að
hér væri um misrétti að ræða, sem leið-
rétta þyrfti, enda ekki um „princip-
mál“ að ræða, þar sem dæmi voru til
þess, að ýrnsir menn, sem taka laun eða
þóknun hjá bönkunum, en fá aðallaun
sin annars staðar frá, hafa yfir kr.
650.00 í grunnlaun á mánuði saman-
lagt, en fá samt greidda fulla verðlags-
uppbót af launum sínum úr hvorum
stað, og einnig hægt að benda á stofn-
anir, þar sem starfsmönnum er greidd
full verðlagsuppbót án áðurnefndrar
takmörkunar.
Bréf þetta var sent fulltrúaráði Út-
vegsbankans og bankaráðum Lands-
bankans og Búnaðarbankans. Svaraði
bankaráð Landsbankans þessari mála-
leitan neitandi, en fulltrúaráð Útvegs-
bankans og bankaráð Búnaðarbankans
gáfu ekkert formlegt svar. Leiðrétting
fékkst þó nokkur á þessu seinna í sam-
bandi við grunnkaupshækkanir, sem
seinna voru veittar, og fá þessir menn
nú fulla verðlagsuppbót af 10.000 kr.
árslaunum.
Bankablaðið'.
Sambandsstjórn fól Þorsteini Jóns-
syni, bankafulltrúa, Landsbankanum, að
gegna aðalritstjórastörfum við Banka-
blaðið á starfsárinu, en hann gegndi
því starfi einnig síðastliðið starfsár.
Gjaldkerastarfið var falið Adolf Björns-
syni, Útvegsbankanum, sem einnig
gegndi því starfi síðastliðið ár.
Aðeins eitt blað hefir komið út á ár-
inu og mun það stafa af vanheilsu aðal-
ritstjórans, sem hefir ágerzt eftir því
sem liðið hefir á árið. Annars gerði
sambandsstjórn ráðstafanir til að stuðla
að því, að Bankablaðið kæmi reglulega
út, bæði með því að ýta undir ritstjór-
ann og aðra starfsmenn bankanna að
senda blaðinu greinar.