Bankablaðið - 01.12.1942, Page 37

Bankablaðið - 01.12.1942, Page 37
BANKABLAÐIÐ 9 aðra launþega, þó ýmsir fengju hærra og þá einkum þeir, sem seinna sömdu. Bandalagsmálið. Þá var eitt merkilegt mál á döfinni á starfsárinu, en það var stofnun banda- lags starfsmanna ríkis og bæja. f þetta bandalag hafa nú gengið flest starfs- mannafélög þeirra launþega í landinu, er hafa föst laun. Hefir bandalagið mjög látið til sín taka í launa- og hags- munamálum meðlima sinna og er eng- inn efi á, að það hefir haft mikil áhrif á gang hagsmunamála launþega og þá einkum launamálin. Enn þá standa starfsmannafélög bankanna utan þessa bandalags, en það hefir sýnt mjög mik- inn áhuga á því, að fá þau í það, og hefir stjórnum starfsmannafélaganna meðal annars borist bréf frá því, þar sem félögunum eða sambandi ísl. banka- manna er boðin þátttaka í nefndu bandalagi. Sambandsstjórn hefir tekið þá af- stöðu í málinu, að hún telur eðlilegast, að hin einstöku félög ræði málið fyrst og taki sínar ákvarðanir í því og hefir hún skorað á stjórnir bankastarfs- mannafélaganna að kalla hið fyrsta saman fund í félögunum til að taka af- stöðu til málsins, enda voru fulltrúar frá félögunum mættir á stofnþingi bandalagsins. Eftir því sem sambandsstjórn veit bezt, hefir starfsmannafélag tJtvegs- bankans haldið einn fund um málið síð- an starfsmannafélögunum barst nefnt bréf og fól sá fundur stjórn félagsins að undirbúa málið og rannsaka, svo að félagið gæti tekið ákvörðun sína í því við fyrsta tækifæri. Starfsmannafélög hinna bankanna munu hins vegar ekki enn þá hafa hald- ið fund um málið síðan bréfið barst þeim. Vill sambandsstjórn hér með skora á félögin, að kalla saman fundi um málið hið fyrsta og taka ákvarðanir í því eins fljótt og unnt er. Sambandsstjórn skipaði þrjá menn í nefnd til að undirbúa og standa fyrir knattspyrnukeppni milli bankanna, en keppnin hefir enn þá ekki farið fram. Þá las gjaldkeri sambandsins upp reikninga þess og Adolf Björnsson reikninga Bankablaðsins. Voru þeir samþykktir. Samþykkt var að hækka tillög til sambandsins í kr. 5.00 á hvern félags- mann. Ennfremur var samþykkt að skora á félögin í sambandinu að hækka félagsgjöld í a. m. k. 1/2% af grunn- launum. í stjórn voru kosnir: Haukur Þorleifs- son, sem verður forseti sambandsins á næsta starfsári, Bjarni Sighvatsson, Jón Grímsson, Þorgils Ingvarsson og Þormóður Ögmundsson. I varastjórn voru kosnir: Baldur Sveinsson, Hjálm- ar Bjarnason, Eiríkur Einarsson, Þór- hallur Tryggvason og Björn Ólafs. Endurskoðendur voru kosnir: Björn Björnsson og Magnús Þorsteinsson, til vara Guðm. Einarsson. Tillaga kom fram frá Sveini Þórðar- syni, að S. í. B. stofnaði til kynningar- kvölds. Var hún samþykkt. Fráfarandi stjórn voru þökkuð störf á liðnu ári. Skortur á ritvélum til hersins í Ame- ríku er svo mikill, að allir bankar og kaupsýslumenn verða að afhenda a. m. k. fimmtu hverja vél, sem eru yngri en sjö ára. Óseldar birgðir síðan 1935 full- nægja ekki nema helming þarfanna.

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.