Bankablaðið - 01.12.1942, Síða 37

Bankablaðið - 01.12.1942, Síða 37
BANKABLAÐIÐ 9 aðra launþega, þó ýmsir fengju hærra og þá einkum þeir, sem seinna sömdu. Bandalagsmálið. Þá var eitt merkilegt mál á döfinni á starfsárinu, en það var stofnun banda- lags starfsmanna ríkis og bæja. f þetta bandalag hafa nú gengið flest starfs- mannafélög þeirra launþega í landinu, er hafa föst laun. Hefir bandalagið mjög látið til sín taka í launa- og hags- munamálum meðlima sinna og er eng- inn efi á, að það hefir haft mikil áhrif á gang hagsmunamála launþega og þá einkum launamálin. Enn þá standa starfsmannafélög bankanna utan þessa bandalags, en það hefir sýnt mjög mik- inn áhuga á því, að fá þau í það, og hefir stjórnum starfsmannafélaganna meðal annars borist bréf frá því, þar sem félögunum eða sambandi ísl. banka- manna er boðin þátttaka í nefndu bandalagi. Sambandsstjórn hefir tekið þá af- stöðu í málinu, að hún telur eðlilegast, að hin einstöku félög ræði málið fyrst og taki sínar ákvarðanir í því og hefir hún skorað á stjórnir bankastarfs- mannafélaganna að kalla hið fyrsta saman fund í félögunum til að taka af- stöðu til málsins, enda voru fulltrúar frá félögunum mættir á stofnþingi bandalagsins. Eftir því sem sambandsstjórn veit bezt, hefir starfsmannafélag tJtvegs- bankans haldið einn fund um málið síð- an starfsmannafélögunum barst nefnt bréf og fól sá fundur stjórn félagsins að undirbúa málið og rannsaka, svo að félagið gæti tekið ákvörðun sína í því við fyrsta tækifæri. Starfsmannafélög hinna bankanna munu hins vegar ekki enn þá hafa hald- ið fund um málið síðan bréfið barst þeim. Vill sambandsstjórn hér með skora á félögin, að kalla saman fundi um málið hið fyrsta og taka ákvarðanir í því eins fljótt og unnt er. Sambandsstjórn skipaði þrjá menn í nefnd til að undirbúa og standa fyrir knattspyrnukeppni milli bankanna, en keppnin hefir enn þá ekki farið fram. Þá las gjaldkeri sambandsins upp reikninga þess og Adolf Björnsson reikninga Bankablaðsins. Voru þeir samþykktir. Samþykkt var að hækka tillög til sambandsins í kr. 5.00 á hvern félags- mann. Ennfremur var samþykkt að skora á félögin í sambandinu að hækka félagsgjöld í a. m. k. 1/2% af grunn- launum. í stjórn voru kosnir: Haukur Þorleifs- son, sem verður forseti sambandsins á næsta starfsári, Bjarni Sighvatsson, Jón Grímsson, Þorgils Ingvarsson og Þormóður Ögmundsson. I varastjórn voru kosnir: Baldur Sveinsson, Hjálm- ar Bjarnason, Eiríkur Einarsson, Þór- hallur Tryggvason og Björn Ólafs. Endurskoðendur voru kosnir: Björn Björnsson og Magnús Þorsteinsson, til vara Guðm. Einarsson. Tillaga kom fram frá Sveini Þórðar- syni, að S. í. B. stofnaði til kynningar- kvölds. Var hún samþykkt. Fráfarandi stjórn voru þökkuð störf á liðnu ári. Skortur á ritvélum til hersins í Ame- ríku er svo mikill, að allir bankar og kaupsýslumenn verða að afhenda a. m. k. fimmtu hverja vél, sem eru yngri en sjö ára. Óseldar birgðir síðan 1935 full- nægja ekki nema helming þarfanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.