Bankablaðið - 01.12.1942, Side 42
14
BANKABLAÐIÐ
DROPAR
Heiðló á Heiði horfði hugfangin á
litla drenginn sinn í vöggunni. Ljúfar
minningar og unaðslegir draumar hrifu
sál hennar hátt yfir hversdagsleikann.
Og glókollurinn baðaði út höndunum
og brosti, svo að litla andlitið ljómaði
af fögnuði. Skildist henni að hann væri
að breiða út faðminn móti lífinu, ljós-
inu og móðurástinni.
Heiðló hafði alizt upp á Heiði hjá for-
eldrum sínum, og var hún elzt af fimm
systkinum. — Umhverfi hennar var
heiðin og háfjöllin. Hún elskaði frels-
ið og hreinleikann, og undi sér hvergi
betur en þar, sem víðsýnið og fegurðin
blöstu við augum hennar.
En nú var vetur, og fannbreiðan
hjúpaði fjöllin og heiðina. Og yfir fann-
breiðunni glitraði stjörnudýrð nætur-
himinsins í allri fegurð sinni. Og yfir
hyggðum mannanna hvíldi helgi jóla-
næturinnar.
En svo gerðist það, að myndir úr
unaðslegu ævintýri gægðust fram í
hugarheimi Heiðlóar. Það ævintýri
hafði gerzt þegar konungssonurinn
hennar kom frá fjarlægum löndum, og
dvaldi hjá henni mestan hluta sumars-
ins. Þá var hún kóngsdóttir, eins og
hann var kóngssonur. Og þau byggðu
sér fagra og skrautlega höll í landi
drauma sinna, og lifðu þar í dýrðleg-
um fagnaði. Og konungssonurinn mál-
aði fagrar myndir af fjöllunum hennar,
og sagði henni ótal ævintýri og sögur,
og hann brá upp myndum frá fjarlæg-
um löndum. Hann hafði farið um allar
álfur heims og verið þar í flestum
stærstu borgunum. Og allt þetta var
henni unaðslegt og heillandi. — Og
tíminn leið eins og flygi hann á þönd-
um vængjum. — Og svo kom haustið,
með hret og kulda, og skuggarnir færð-
ust yfir heiðina og fjöllin. — Og kon-
ungssonurinn varð að yfirgefa ástmey
sína. En með honum gat hún ekki far-
ið, því að rammar taugar bundu hana
við heiðina og fjöllin heima. — En að
skilnaði hétu þau hvort öðru órjúfandi
tryggðum.
En svo var það einn góðan veðurdag,
að henni varð ljóst, að þriðja persónan
mundi halda innreið sína í konungshöll
draumalandsins, og þá varð þar svo
unaðslega bjart og fagurt á ný. Og
jafnvel höllin sjálf varð stærri, —
hærra til hvelfingar og víðara til
veggja.
Og þegar hún virti fyrir sér hina un-
aðslegu gjöf lífsins, henni til handa, þá
birtist henni undursamlegri draumsýn
en nokkru sinni áður. Og í þeirri sýn
sá hún litla drenginn sinn sem undur-
fagran ofurlítinn guð. 1 augum hennar
varð hann svo ákaflega líkur myndum,
sem hún hafði séð af Jesúbarninu.
En við það breyttist litla baðstofan
á Heiði, og varð að undurfögru musteri.
En um musterið svifu ofurlitlar skín-
andi verur, sem svo skipuðu sér um-
hverfis vögguna. Og hún heyrði unaðs-
lega tóna, sem ómuðu um musterið, og
hcfu sál hennar í æðri heima unaðar
og friðar.
En að stundu liðinni breyttist sýnin.
Musterið hvarf og við henni blasti heið-
in og háfjöllin, þar sem hún þekkti
hverja hæð og hvern hnjúk. Og það var