Bankablaðið - 01.12.1942, Síða 57
BANKABLAÐIÐ
29
Áramótahugleiðingar
Önnur heimstyrjöld hefir staðið
meira en þrjú ár. Ekkert virðist benda
enn til þess, að hún verði hinni fyrri
skemmri. íslenzka þjóðin hefir engan
mátt og engan vilja til þátttöku í hin-
um ægilega hildarleik. En hún hefir
þó ekki komist hjá því að verða her-
numin, og land hennar aðsetustaður
erlendra herja. Saga íslands er þegar
skráð í sögu heimsstyrjaldarinnar.
Þjóðin er komin undir „smásjá tveggja
stórvelda“. Þar er hún og land hennar
margfallt stærra og þýðingarmeira en
séð verður með berum augum okkar
sjálfra.
Athygli beinist nú að landi og þjóð
meir en nokkru sinni fyr. Á íslendinga
er oft litið öfundaraugum, af því að vér
erum friðsöm þjóð og hötum ófrið og
allt fargan, sem í hjólfar hans fer.
Vér getum verið stoltir.— En eigum
vér skilið að heita friðsöm þjóð þó að
vér séum vopnlaus þjóð?
íslenzka þjóðin hefir aldrei aflað
jafn mikils fengs og á árinu 1942. Hún
hefir ausið gull úr g'reipum Ægis.
íslenzkir sjómenn hafa siglt með afla
skipa sinna um hættusvæði sjóorust-
anna miklu á Atlandshafi. Þeir hafa
dregið björg í bú. Ekki hafa þessar
ferðir verið farnar án mannfórna."
Margir íslenzkir sjómenn hafa frá
stríðsbyrjun orðið að taka síðustu hvílu
á mararbotni. Sorg og dimmir dagar
hafa orðið hlutskipti margra sjómanna-
heimila. En sjómaðurinn hefir ekki
æðrast og siglir enn. Sjómennzkan er
honum í blóð borin og hann er trúr
sinni köllun.
En á æðri stöðum í innanlandsmál-
um hefir allt logað í eldi ósamlyndis og
ósátta frá upphafi til ársloka 1942.
Aldrei hefir í manna minnum jafnoft
í ræðu og riti verið talað um lýðræði,
allt fi'á stofnun þess fyrir meira en
1000 árum! Þrisvar á þessu ári hafa
kjósendur verið keyrðir og kallaðir á
kjörfundi. En þrátt fyrir alla þessa
umhyggju fyrir lýðræðinu á ófriðar-
tímum er Alþingi í lok ársins algjörlega
ráðþrota að skipa ríkisstjórn. Aðra
menn verður að sækja í önnur störf til
þess að taka við forystu og framkvæmd
þjóðmálanna.
Dýrtíðin, er versti vágestur, sem sótt
hefir íslenzku þjóðina heim í núverandi
styrjöld. Meðan allar þjóðir halda verð-
laginu í föstum skorðum er allt um þau
mál látið reka á reiða. Engum til ágætis
en öllum til áhyggju. Taumlaus dýrtíð
er vel á veg komin að eyðileggja at-
vinnumöguleika alls almennings með
stöðvun framleiðslustarfanna.
Verðgildi peninganna er margskert.
Ekki kemur það sízt á herðar aldraðra
manna og kvenna, sem hafa árum sam-
an safnað nokkru fé til elliáranna.
Þeirra hagur er nú lélegur orðinn.
Þjóðin hefir aflað mikils fjár og eytt
miklu. Hún er líka nýkomin frá fá-
tækt og kreppu og hefir vanhagað um
margt. Styrjöldin hefir bætt efnahag
vorn a. m. k. til þessa. En oss hefir
skort manndóm og nógu sterk bein til
þess að þola góða daga. Vér erum á
góðri leið að daga uppi með fullar hend-
ur prentaðra seðla, en svo að segja
kaupmáttarvana peningaseðla.