Bankablaðið - 01.12.1944, Síða 22

Bankablaðið - 01.12.1944, Síða 22
34 BANKABLAÐIÐ 1694 - 27. JÚLÍ - 1944 ENGLANDSBANKI 250 ÁRA í júlímánuði síðast liðnum voru tvö hundruð og íimmtíu ár liðin frá stofnun Englandsbanka. Var afmælis þessa minnzt á margan hátt, enda er Englandsbanki ein- hver voldugasta bankastofnun í víðri ver- öld og mun forráðamönnum hans hafa verið ljúft og skylt í senn að minnast þess- ara merku tímamóta í sögu bankans með virðulegum hætti. Hið fræga brezka blað „The Financial News“, sem eins og nafn þess gefur til kynna, fjallar fyrst og fremst um fjármál og viðskipti, minntist afmælis þessa fimmtudaginn 27. júlí og birti meðal annars sögu bankans frá stofnun hans til afmælisdagsins. Er liún að vonum langt mál og merkilegt. Verður hér í grein þess- ari stuðzt við þessa ítarlegu sögu bankans, enda þótt aðeins verði stiklað á stóru rúmsins vegna. Mun mega vænta þess, að þeir íslendingar, sem fjalla um fjármál og viðskipti, telji nokkurs um það vert að kynnast í stærstu þáttum sögu Englands- óanka hefur að geyma, eigi erindi til ar, sem flestir fulltíða íslendingar munu liafa heyrt að einhverju getið, en fæstir hins vegar aflað sér haldkvæmrar þekking- ar um. Leikur það vart á tveim tungum, að fróðleikur slíkur sem saga Englands- banka, þéssarar voldugu fjálmálastofnun- margra, hver svo sem lífsstaða og lífstrú þeirra annars kann að vera. Stóra-Bretland er móðurland bankavið- skipta nútímans. Hníga að því margar og merkar orsakir. Bretaveldi hefur á liðnum öldum borið höfuð og herðar yfir önnur stórveldi heims. Valda því mjög hin geysi- legu náttúruauðæfi landsins, en þó fyrst og fremst verzlun og viðskipti Breta. Það gefur því að skilja, að bankaviðskiptin hafi hlotið að eiga sér mikla sögu í Bretlandi, enda hefur líka sú orðið raunin. Bretar standa eigi aðeins flestum öðrum þjóðum framar á vettvangi bankaviðskiptanna. Þá má með sanni telja brautryðjendur og ný- sköpunarmenn um margt á því sviði, enda hafa aðrar þjóðir margt og merkilegt af þeim lært um þessa starfsemi. Saga Eng- landsbanka ber stórhug og framsýni brezkra frömuða fjármála og viðskipta glöggt vitni, sem lengi mun verða vitnað til, þegar um slíkt er rætt eða ritað. Efalaust eru hin tvö hundruð og fimm- tíu ár, sem liðin eru frá stofnun Eng- landsbanka, eitthvert glæsilegasta framfara- tímabil veraldarsögunnar. Aldrei hefur tækni og vísindum fleygt svo mjög fram sem á þessu tímabili. Seglskipin hafa vikið um set fyrir eimknúnum skipum. Eimlest- irnar, bifreiðirnar og flugvélarnar hafa leyst hestinn, kerruna og flutningavagninn af hólmi. Hér hefur verið um að ræða aldir rafmagnsins, loftskeytanna og símans. Framfarirnar á vettvangi atvinnulífs og viðskipta hafa verið svo stórfelldar, að veraldarsagan kann ekki skil á nokkru því, er lagt verði að líku við þær framfarir. —
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.