Bankablaðið - 01.12.1944, Síða 26

Bankablaðið - 01.12.1944, Síða 26
38 BANKABLAÐIÐ honum. Árið 1780 gerði lýðurinn í Lun- dúnum árás á bankann, en herinn var kvaddur á vettvang, og dreifði hann mann- fjöldanum og tókst að firra vandræðum. En eftir það var sá siður upp tekinn að láta sérstaka herdeild gæta bankans um nætur. Einnig steðjaði hætta að bankanum árið 1792 af völdum ólgu þeirrar, sem þá átti sér stað í Lundúnum og átti rætur sínar að rekja til frönsku byltingarinnar. Um sömu mundir urðu margir bankar gjaldþrota, sem orsakaðist af því, að þeir höfðu meira seðlamagn í umferð en verð- gildi gullforða þeirra nam. Einnig steðj- aði nokkur hætta að bankanum, þegar ófriðurinn við Frakkland hófst árið 1797, en henni var vísað á bug með skjótum og öruggum hætti. Um þessar mundir voru líka nýir seðlar teknir í umferð, einkum eins og tveggja sterlingspunda seðlar og var það einkum gert til þess að auka smá- mynt, sem í umferð væri. Þá voru og teknir í umferð á Bretlandi spanskir silfurdalir, sem brjóstmynd af Georg þriðja hafði ver- ið mótuð á. Englandsbanki rnætti ýmsum erfiðleik- um á öndverðri nítjándu öldinni. Var þar um að ræða áhrif iðnbyltingarinnar, sem hafði það í för með sér, að bankaviðskipti og fjárvelta óx að miklum mun. En um þessar mundir voru {)að lög á Bretlandi, að enginn félagsskapur skipaður fleiri en sex mönnum, nema Englandsbanki, mætti reka bankastarfsemi á Bretlandi. En marg- ir kaupmenn og viðskiptafrömuðir í borg- um og þorpum landsins virtu þessi ákvæði að vettugi, stofnuðu smábanka og gáfu út seðla. En smábankar þessir börðust að sjálfsögðu í bökkum, enda var til þeirra efnt af lítilli fyrirhyggju, og árið 1825 urðu ekki færri en níutíu þeirra gjaldþrota. Langa hríð hafði verið lögð mikil áherzla á það, að Englandsbanki yrði að stofna útibú úti um land, og árið 1826 tilkynnti ríkisstjórnin bankastjórninni, að það væri brýn nauðsyn bankans og landsins að horf- ið yrði að þessu ráði hið fyrsta. Var þá þegar hafizt handa um framkvæmd þessa og útibú stofnuð í helztu borgum lands- ins. Fyrsta útibú Englandsbanka var stofn- að í Manchester árið 1826. Alls voru fjórtán útibú stofnuð á næstu árum. Þess var líka skammt að bíða, að menn sann- færðust um það, að þetta væri liin skyn- samlegasta ráðstöfun. Hér var um tvíþætt- an ávinning að ræða: Peningaveltan náði nú um gervallt landið og það auðveldaði að miklum mun allan atvinnurekstur og viðskipti utan höfuðborgarinnar, og við- skipti bankans ukust að sjálfsögðu að miklum mun. Nú hefur bankinn þó að- eins starfandi útibú í Liverpool, Manchest- er, Birmingham, Leeds, Newcastle, Ply- mouth, Bristol, Southampton og að Law Courts í Lundúnum. Um þessar mundir var það orðin almenn skoðun meðal ráðamanna á Bretlandi, að nauðsyn bæri til þess að efnt væri til mik- illa nýmæla á vettvangi bankastarfseminn- ar. Sú aðferð, að margir smábankar gæfu út seðla, var talin ófær. Menn voru komnir mjög á þá skoðun, að seðlaútgáfan ætti að vera í höndum einnar stofnunar, er starfaði í náinni samvinnu við ríkisstjórn- ina. Þau rök, sem færð voru að þessari kenningu, voru einkum þau, að tryggja bæri verðgildi peninganna sem mest og láta ekki fleiri seðla vera í umferð en tryggðir væri af gullforðanum. Að sönnu var mikið deilt um mál þetta, en eigi að síður sigraði þessi skoðun að lokum og var nýjung þessari á komið með bankasamn- ingnum árið 1844. Verður það ár talið einhver hin merkilegustu tímamót í sögu Englandsbanka. Það var ríkisstjórn Sir Robert Peel, hins fræga og mikilhæfa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.