Bankablaðið - 01.12.1944, Page 33

Bankablaðið - 01.12.1944, Page 33
BANKABLAÐIÐ 45 betra að sleppa alveg borðhaldi heldur en að hafa það með eins lítilli þátttöku og var í fyrra. Fráfarandi sambandsstjórn skýtur þessu til þeirrar stjórnar, sem kosin verður á þessum fundi, til athugunar. 4. Knattspyrnukeppni. Kappleikarnir fóru fram i júní s. 1. Landsbankinn sigraði Búnaðarbankann og Útvegsbankann, en kappleikurinn milli Búnaðarbankans og Útvegsbankans féll niður, vegna þess að ekki var unnt að halda hann áður en sum- arfrí byrjuðu. Landsbankinn hefur nú unnið „silfurvíxilinn“ samtals fi sinnurn. Samkvæmt reglugerð fyrir „silfurvíxilinn“ skal hann árið 1946 afhentur til eignar knattspyrnuflokki þess banka, sem oftast hefur innleyst hann á undanförnum 10 árum. 5. Önnur rnál. Fátt annað er að segja um starfscmi sambandsstjórnarinnar á síð- astliðnu starfsári. Hún fékk engin launa- mál til meðferðar. Á Alþingi því, sem nú stendur yfir, hefur verið lagt fram frum- varp til laga um laun starfsmanna ríkisins. Samkvæmt því eiga hin almennu launa- lög ríkisins að ná til starfsmanna Lands- bankans og Búnaðarbankans, en launamál Útvegsbankans eiga eftir sem áður að vera í höndum yfirstjórnar bankans. Mál þetta snertir mjög aðstöðu og hagsmuni starfs- manna hinna tveggja fyrrnefndu banka, en þar sem Útvegsbankinn á hér ekki hlut að máli var talið eðlilegast, að sambandið hefði ekki afskipti af því. Starfsmannafé- lög Landsbankans og Búnaðarbankans héldu hvort um sig fundi um málið og létu bankastjórnum sínum í té rökstudd álit, þar sem skorað var á þær að beita sér fyrir því, að ekki yrði gerð breyting á þeirri skipun launamála bankanna, sem verið hefur til þessa. Fjárhagsnefnd efri deildar Alþingis sendi bankastjórnum Landsbank- ans og Búnaðarbankans frumvarpið til um- Byggingarfélag bankamanna Eins og segir í skýrslu forseta S.Í.B., var Byggingarfélag bankamanna stofnað 6. okt. s.l. — Stjórn þess skipa: Jón Grímsson, formaður, Tryggvi Pétursson, ritari, Bjarni Guðbjörnsson, gjaldkeri, Andrés Ásmundsson og Helgi Magnússon meðstjórnendur. sagnar og lögðu þær í svörum sínum ein- dregið á rnóti því, að hin almennu launa- lög ríkisins verði látin ná til starfsmanna bankanna. Nú mun vera ákveðið, að launafrumvarpið verði samþykkt á þessu þingi, en líkur eru fyrir Jrví, að ákvæðin um Landsbankann og Búnaðarbankann verði felld niður úr því. Getur Jrví áður en langur tími er liðinn komið að Jdví, að sambandsstjórnin fái launamál til með- ferðar. Engar umræður urðu um skýrslu stjórn- arinnar. Því næst las gjaldkeri Sambandsins upp reikninga þess og ritstjóri Bankablaðsins las upp reikninga Bankablaðsins. Voru hvorir tveggja santþykktir. Samjrykkt var, að árgjald félaganna til Sambandsins skyldi haldast óbreytt, 2 kr. fyrir hvern félagsmann. í stjórn Sambandsins voru kosnir Jressir menn: Henrik Thorarensen, Jón Grímsson, Klemens Tryggvason, Páll Briem og Þor- móður Ögmundsson. Á fyrsta fundi sínum skipti stjórnin þannig með sér verkum: Henrik Thoraren- sen forseti, Jón Grímsson varaforseti, Þor- móður Ögmundsson bréfritari, Páll Briem gjaldkeri og Klemens Tryggvason ritari.

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.