Bankablaðið - 01.12.1944, Side 35

Bankablaðið - 01.12.1944, Side 35
BANKABLAÐIÐ 47 Eftirlaunasjóður starfsmanna Búnaðarbanka ís- lands tók til starfa i. nóvember' síðastliðinn. Á fundi bankaráðs Búnaðarbankans h. 17. okt. s.l. var samþykkt að stofna eftir- launasjóð lianda starfsmönnum bankans, er veiti svipuð réttindi og eftirlaunasjóður Landsbankans veitir nú. Stofntillag bank- ans er 116 þúsund krónur, er miðast við það, að sjóðurinn geti veitt öllum þeim starfsmönnum, sem fyrir eru, að einum undanteknum, full eftirlaun, miðað við aldur og starfstíma, samkvæmt regluni sjóðsins. Reglugerð hefur þegar verið samin, og er lnin staðfest á fundi bankaráðsins 17. nóv. s.l. Samkvæmt lienni eiga sæti í stjórn sjóðsins þrír menn: Bankastjóri og einn rnaður kosinn af bankaráði og einn kosinn af sjóðfélögum. Fyrstu stjórn sjóðsins skipa þessir menn til 31. des. 1945: Hilmar Stefánsson, bankastjóri, Þor- steinn Þorsteinsson, sýslumaður, kosinn af bankaráði, og Haukur Þorleifsson, kosinn af sjóðfélögum. Sjóðurinn tók til starfa 1. nóv. s.l. Nýr starfsmaður i Búnaðarbanka íslands: Haraldur Ólafsson, er áður var póstfull- trúi á ísafirði. STARFSMANNA- ANNÁLL Landsbanka íslands 1944. 29/4 Hrafnkatla Einarsdóttir, Reykjavík. 18/5 Ragnheiður Hermannsdóttir, Rvík. Maí Haukur Benediktsson, ísafirði. 1 /6 Sighvatur Jónasson, Reykjavík. 6/6 Ólafur F. Gunnlaugsson, Reykjavík. 22/9 Arni Þorvaldsson, Reykjavík. Hœtt störfum: 11/5 1944 Guðný Matthíasdóttir, ísafirði. Aðrar breytingar: Guðmundur Hjálmarsson, starfsmaður í endurskoðunardeild bankans, fór til Ame- ríku í júlí s. 1. og starfar í banka í Minneapolis, Minnesota. — Hann fær styrk úr námssjóðnum, hálf laun í 6 mán- uði og frí frá störfum í eitt ár. Sveinn Elíasson, starfsmaður í útibúinu á ísafirði, fór til New York í október s. 1., með styrk úr námssjóðnum og hálfum launum í 6 mánuði. Hann hefur fengið frí frá störfum í hálft ár og starfar í National City Bank of New York. Erlendur Einarsson, starfsmaður í endur- skoðunardeild bankans, fór til New York í október s. 1. Hann hefur fengið frí frá störfum í 6 mánuði og fær hálf laun þann tíma. — Hann starfar í National City Bank of New York. Kristinn Júlíusson, bókari útibúsins á Eski- firði, hefur haft frí frá störfum frá því á haustinu 1943. Hefur hann verið settur sýslumaður í Suður-Múlasýslu.

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.