Bankablaðið - 01.12.1944, Side 38

Bankablaðið - 01.12.1944, Side 38
50 BANKABLAÐIÐ starfstíminn er 6—10 ár er hinn árlegi líf- eyrir 20% af meðalárslaunum en 25% eftir 10 starfsár og hækkar síðan fyrir hvert starfs- ár um 1% af meðalárslaununum, unz há- markinu, 50% af meðalárslaunum er náð eftir 35 ára starfstíma. Hafi hinn eftirlifandi maki verið meira en 10 árum yngri en hinn látni, lækkar líf- eyrir hans um 1% af meðalárslaununum, fyrir hvert ár, sem aldursmunurinn nemur umfram 10 ár. Nú hefur sjóðfélagi gengið í hjónaband, eftir að liann var orðinn 60 ára, eða á þeim tíma, er hann naut lífeyris úr sjóðnum eða liann er lagstur banaleguna, og nýtur þá eltirlifandi maki hans eigi réttar til lífeyris úr sjóðnum. Réttur til lífeyris samkvæmt þessari grein fellur niður, ef liinn eftirlifandi niaki gengur í hjónaband að nýju. Barnastyrkir hafa verið ákveðnir með hverju barni, sem starfsmaður er frá fellur lætur eftir sig, kr. 175,00 en hækkar nú upp í nærri eitt þúsund krónur. Ákvæði þar um eru í 11. grein reglugerðarinnar sem er á þessa leið: 11. gr. — Börn eða kjörbörn, sem sjóð- félagi lætur eftir sig, er hann andast, og yngri eru en 17 ára, skulu ia árlegan lífeyri úr sjóðnum þar til þau eru fullra 17 ára að eldri, enda hafi hinn látni séð um fram- færslu þeirra að nokkru eða öllu leyti. Sama gildir um börn eða kjörbörn, er sá maður lætur eftir sig, er naut elli- eða örorkulíf- eyris úr sjóðnum er hann andaðist. Ef barnið á foreldri eða kjörforeldri á lífi, er sér um framfærzlu þess, er lífeyrir þess 50% hærri en meðalmeðlag það, er fé- lagsmálaráðherra hefur ákveðið með barni á sama aldri í Reykjavík á þeim tíma sem lífeyrinn á að greiðast, að öðrum kosti er lífeyririnn tvöfallt meðalmeðlag þetta. Sama rétt öðlast börn og kjörbörn sjóð- félaga, er hann verður öryrki, þó svo, að lífeyrir þeirra skal þá nema jafnmiklum hundraðshluta af lífeyrisupphæð þeirri, sem greinir í 2. málsgr. þessarar greinar, sem örorka sjóðsfélagans er metin. Meðalmeðlagskostnaður í Reykjavík er nú kr. 658,00. Þessi eru helztu nýmæli reglugerðarinnar. Þau eru mikilvæg frá sjónarmiði sjóðfélaga. Öryggi þeirra, sem í bankanum starfa er stóraukið og dregið úr fjárhagslegum erfið- leikum nánustu aðstandenda, ef starfsmað- ur fellur frá. Börnum þeirra er tryggt upp- eldi og menntun. Það er einnig stór sigur og mikilvægt menningaratriði. Við getuni leginsamlega fagnað hinni nýju reglugerð. An efa er nú Eftirlaunasjóður starfsmanna Útvegsbanka íslands lengst kominn á sviði tryggingarstarfseminnar í landinu. Hann er fremstur allra sílkra sjóða um góð kjör. Væntanlega eiga aðrir þjóðfélagsþegnar eftir að njóta svipaðra kjara, og er þá vel séð fyrir þeim þætti þjóðfélagsstarfsem- innar. Um leið og ég lýsi ánægju minni yfir þeirn árangri sem fengist hefur við endur- skoðun reglugerðarinnar þakka ég öllum þeim, er það mál hafa stutt og eiga eftir að styðja. Stjórn sjóðsins skipa þrír menn, Helgi Guðmundsson bankastjóri, sem er formað- ur stjórnarinnar, Stefán Jóhann Stefánsson fulltrúaráðsformaður og Einar E. Kvaran aðalbókari og er hann bókhaldari sjóðs- ins. Er sérstök ástæða til að geta þess að Helgi Guðmundsson bankastjóri hefur sem formaður sjóðsins allt frá stofnun haft mjög vakandi áhuga á eflingu sjóðsins, beitt sér fyrir framlögum bankans til hans og látið sér einnig mjög annt um að sjóð- urinn væri vel ávaxtaður. Má þess geta hér að sjóðurinn er nær allur ávaxtaður með 6% vöxtum p. a. Hann hefur einnig drengi-

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.