Bankablaðið - 01.12.1944, Page 40

Bankablaðið - 01.12.1944, Page 40
52 BANKABLAÐIÐ menn að baki sér. Hér er annað dæmi. Stúlka, sem er hér í Landsbankanum núna, var áður búin að vera 7 ár hjá einu úti- búi Útvegsbankans, en hefur verið síðast- liðin tæp 15 ár í Landsbankanum og fór eitt ár utan til framhaldsnáms með leyfi bankans, komst ekki fyrr en á seinustu ára- móturn í hæstu laun í 2. aðstoðarmanns- flokki. Ekki bendir skipting starfa í bankanum á, að stúlkurnar séu ver að sér og athyglis- vert er, að þær eru 28% skrifstofufólksins, þrátt fyrir sterka andstöðu við ráðningu þeirra til bankans. Þessi tala gefur mér til- efni til að spyrja ykkur, góðir hálsar, sem álítið að konan taki vinnuna frá ykkur með því að ganga inn í flestar atvinnu- greinar þjóðfélagsins, hvora álítið þið skæðari keppinaut ykkar á vinnumarkaðn- um, þá konu, sem er jöfn ykkur í kaupi, eða hina, sem tekur allt að helmingi lægri laun fyrir sömu störf? Annars er það leiðin- leg firra í þjóðfélagi, sem talar eins mikið um frelsi og jafnrétti, jafnvel bræðralag, eins og við íslendingar gerum, að tæpur helmingur þjóðarinnar skuli skoða sig sem sérréttindastétt, sem hinn helmingurinn taki eitthvað frá, ef liann gerir kröfur til jafnréttar í lífsgæðunum. Ýmsar fleiri ástæður, en fyrr eru nefnd- ar, eru gefnar fyrir því, að launa kvenfólk lægra en karlmenn, svo sem, ,,að alltaf sé venja að gefa karlmönnum tækifæri til að safna í sarpinn," og að því er mér skilst, fyr- ir stofnun væntanlegs heimilis. Nú er slíkt fyrirtæki stofnað af tveinr, en sú skoðun virðist ríkjandi, að karlmaðurinn einn stofni heimilið; það er nógu gott fyrir sálarheill konunnar að ganga þar inn slypp og snauð, sneydd þeirri ánægjutilfinningu, að hafa lagt sinn skerf til stofnunar heim- ilisins. En núverandi launafyrirkomulag ætlar konunni að hafa rétt í sig og á og lengi framan af ekki einu sinni það og hafi hún einn eða fleiri á framfæri sínu, sem er mjög algengt, hefur lífið heldur smátt að bjóða lienni. Nú er ekki svo að skilja, að verið sé að hafa á móti því, að fólk, sem stofnar til hjónabands og á sín börn í fullri sátt við siðsama borgara, njóti þess í hærri laun- urn, en að gefa ógiftum karlmönnum „tæki- færi til að safna í sarpinn“ frekar en ógiftu kvenfólki, sé ég ekki ástæðu til, því að, mér vitanlega, er það óþekkt fyrirbrigði að lána út á loforð um stofnun fyrirtækis, og er hér jafnvel ekki einu sinni loforð fyrir hendi, enda oft ekki framkvæmt það, sem mér skilst að til sé ætlazt. Um framtakssemi unga mannsins, al- mennt, í fyrrnefndri söfnun, leyfi ég mér að efast. Ég hef nú reynt að taka til athugunar þau „rök“, sem færð eru fyrir misræmi í launum kynjanna. Þegar slíkt er kallað rök er verið að misbjóða mannlegri skynsemi. Raunar er ekki að vænta, að þau séu hald- betri, kröfur tímans um almenn mannrétt- indi eru miklar, en ríkjandi ástand í þess- um málum á rætur sínar svo langt aftur í tímanum. Ég fyrir mitt leyti er ekki í neinurn vafa um lyktir þessa máls málanna okkar kven- fólksins og þess er skylt að geta, að þeir menn eru ekki allfáir, sem viðurkenna hinn sjálfsagða rétt konunnar til sömu launa fyrir sömu vinnu, en hefðbundnar venjur eru alltaf erfiðastar viðfangs og svo rótgróið er það álit fjölda fólks, að konan sé manninum óæðri og eftirbátur hans um flest, að jafnvel okkar eigin kynsystur, marg- ar hverjar, fást ekki til að endurskoða or- sakir þessa álits. Því ánægjulegra er að sjá þann skilning á málunum, sem nýi for- sætisráðherrann okkar lrefur sýnt nú ný- verið, með því að skipa kvenfulltrúa í

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.