Bankablaðið - 01.12.1944, Side 43

Bankablaðið - 01.12.1944, Side 43
BANKABLAÐIÐ 55 r Bankamanna-ANNALL VIGGÓ BJÖRNSSON 55 ÁRA Bankamaður í fjörutíu ár Útibússtjóri í Viggó Björnsson útibússtjóri. Enginn íslendingur hefur unnið jafnlengi í banka og Viggó Björnsson útibússtjóri Útvegsbankans í Vestmannaeyj- um, þó er hann aðeins fimm- tíu og fimm ára gamall. Viggó réðist 14 ára að aldri í þjón- ustu íslandsbanka í Reykjavík, 1. júlí 1904. Það var þrem vik- um eftir opnun bankans. Mán- aðarlaun hans voru fimrn krón- ur fyrsta árið. En mjór er mikils vísir. Hinn ungi vikadrengur óx að árum og áliti. Aðeins þrítug- um að aldri var honum falið að fara til Vestmannaeyja og opna útibú fyrir bankann á af- mælisdegi sínum, 30. október '9’g- Fyrir 25 árum var það óvenju- legt að jafn ungum manni væri falið slíkt trúnaðarstarf. En Viggó hafði sýnt dugnað í störf- um og hæfileika, sem vöktu at- hygli yfirboðara hans. Viggó liefur heldur ekki brugðizt bankanum. Hann hefur verið röggsamur útibússtjóri og í miklum metum meðal Vest- mannaeyinga. Um Viggó má segja, að hann hafi nær allt sitt uppeldi hlotið í Islandsbanka. Hann var eitt ár í Latínuskólanum í Reykja- vik. En í tómstundum nam hann erlend mál og stærðfræði. A vegum íslandsbanka var hann í nokkra mánuði í Privat- banken i Kjöbenhavn A.S. árið i909- Viggó Björnsson hefur í mörg ár átt sæti í bæjarstjórn Vest- mannaeyja og gegnt þar fleiri trúnaðarstörfum. tuttugu og fimm ár 30. október síðastliðinn, á hinu þrefalda afmæli Viggós, þá var hann 55 ára gamall, búinn að starfa í 40 ár í banka og verið 25 ár útibússtjóri, hélt hann starfsfólki bankans í Vest- mannaeyjum samsæti og var þar gleðifundur mikill. Aðalbank- inn sendi kveðjur og gjafir í tilefni af 25 ára afmæli úti- búsins. Bankablaðið óskar Viggó til hamingju með hið þrefalda af- mæli og þakkar honum þann sóma, sem hann hefur unnið bankamannastéttinni með fram- komu sinni og trúmennsku í störfum.

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.