Bankablaðið - 01.12.1944, Page 45

Bankablaðið - 01.12.1944, Page 45
BANKABLAÐIÐ 57 STARFSAFMÆLI Halldór Stefánsson bankaritari. Elías Halldórsson forstjóri Fiskveiðasjóðs Islands. Helgi Eiríksson skrifstofustjóri. í síðastliðnum aprílmánuði voru 25 ár liðin síðan Halldór gerðist starfsmaður í útibúi Landsbankans á Eskifirði, en þar starfaði hann í mörg ár, en síðan varð hann starfsmaður aðalbankans í Reykjavík og nú síðustu árin bókari við útibúið við Klapparstíg. Halldór er dulur í skapi, ómannblendinn og lítið fyrir það gefinn, að á honum beri, en hann er traustur starfsmað- ur, enda er samvizkusemi, gáfna- far og menntun í bezta lagi. Hann hefur vakið á sér at- hygli sem rithöfundur og vænta þeir sér mikils af honum, sem á því hafa vit. Samstarfsmenn Halldórs í Landsbankanum óska honum til hamingju með aldarfjórð- ungs starfsafmælið og þakka góða viðkynningu í daglegum störfum. Elías Halldórsson forstjóri Fiskveiðasjóðs Islands átti 25 ára starfsafmæli 12. maí s.l. Hann er fæddur í Dýrafirði 4. maí 1901. Lauk prófi frá Unglingaskóla ísa- fjarðar 1916. Stundaði eftir það skrifstofustörf á ísafirði til 1919 að hann réðist til íslandsbanka 12. maí það ár. Tók við útibús- stjórastarfi á Seyðisfirði 1. sept. 1929 og var þar til 1. marz 1931. Hefur síðan unnið í Utvegs- bankanum í Reykjavík og verið forstjóri Fiskveiðasjóðs og Iðn- lánasjóðs. Elías er vandvirkur og snyrti- menni í störfum, yfirlætislaus og prúður í framkomu. Elias átti sæti í fyrstu stjórn S.Í.B. og í ritstjórn Bankablaðs- ins í 2 ár. Hann hefur auk þess starfað í ýmsum félögum utan bankans, bæði á ísafirði og eftir að hann kom til Reykjavíkur. Helgi Eiríksson skrifstofu- stjóri í Útvegsbanka íslands h.f. í Reykjavík á 25 ára starfsaf- mæli 16. þ. m. Hann er fæddur í Reykjavík 21. maí 1900. Lauk prófi frá Verzlunarskóla íslands 1918. Hann liefur unnið í bank- anum í Reykjavík allan starfs- tímann eða frá 16. desember 19J9- Helgi hefur verið endurskoð- andi í félagsskap bankamanna í mörg ár. A yngri árum var Helgi einn af fræknustu íþróttamönnum landsins, bæði í knattspyrnu og frjálsum íþróttum. Hann var lengi íslandsmeistari í hástökki og fleiri íþróttagreinum. Golf- meistari íslands var hann árið >938. Helgi Eiríksson er vel metinn af starfsfólki bankans, enda er hann gagnhollur í þess garð og hinn bezti drengur.

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.