Bankablaðið - 01.12.1944, Side 46

Bankablaðið - 01.12.1944, Side 46
58 BANKABLAÐIÐ 25 ARA STARFSAFMÆLI VINSÆLL [ FÉLAGI Margrét Steindórsdóttir bankaritari. Fyrir 25 árum var fátítt að kvenfólk veldist til starfa i bönkunum. Þegar frú Margrét Steindórsdóttir kom í íslands- banka, 2. janúar 1920, var þar engin kona fyrir, en nú eru þær tuttugu, Frú Margrét er fædd í Siglu- firði 6. september 1900. Hún tór í Kvennaskólann í Reykja- vík 1916. Frú Margrét hefur lengst af fært víxlaskrá bankans og leyst störf sín af hendi með ntesta dugnaði. Vafalaust hefur slíkur dugnaður einstakra kvenna fyrir aldarfjórðungi átt drjúgan þátt í að opna fleiri stúlkum aðgang að störfum í bönkum og skrif- stofunt en áður var. Frú Margrét er gift Axel Böðvarssyni, sent einnig hefur starfað i Útvegsbanka íslands h.f. í Reykjavík í tuttugu og fimm ár. Axel Böðvarsson vixlabókari. Axel Böðvarsson víxlabókari í Útvegsb. ísl. átti 25 ára starfs- afmæli 1. ]). m. Axel gekk í þjón- ustu íslandsbanka 1. desember 1919. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1911. Eftir það lagði hann stund á nám við læknadeild Há- skóla íslands til 1913. Eftir það vann Axel skrif- stofu- og verzlunarstörf til 1919- Axel er fæddur á Akranesi 28. júlí 1890. Axel stjórnaði lengi spari- sjóðsdeild bankans, en hefur unnið við víxlabókhald bank- ans hin síðustu ár. Axel kynnir sig vel í hópi samstarfsfélaga sinna og er raungóður félagi. Enda þótt Axel liafi ekki til þessa átt sæti í stjórn Starfs- mannafélagsins, hefur hann allt- af fylgzt vel nteð málum Jiess og lagt því lið, er til góðs hefur orðið. Sigfús Halldórsson bankaritari. Sigfús Halldórsson er nýfar- inn til Englands til þess að læra leiktjaldamálun. Áður en hann fór af landi burt, héldu félagar Sigfúsar í Útvegsbankanum hon- unt kveðjusamsæti. Formaður starfsmannafélagsins hélt ræðu, Pétur A. Jónsson söng nokkur liig og Alfreð Andrésson og Jón Aðils skemmtu með útvarpsþætti og gamanvísum. Síðan var dans stiginn fram eftir nóttu. Sigfúsi er margt til lista lagt, hann syngur, leikur á margskon- ar hljóðfæri og málar laglega. Sigfús hefur starfað i Útvegs- bankanum í 11 ár og komið sér vel. Hann hefur verið fljótur til og viljugur að skemmta með söng og hljóðfæraleik í sumar- ferðum og innskemmtunum bankafólksins. Að launum ætlar starfsfólk Útvegsbankans að styrkja Sigfús til námsins í eitt ár.

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.