Bankablaðið - 01.12.1944, Síða 49

Bankablaðið - 01.12.1944, Síða 49
BANKABLAÐIÐ 61 —, en 7 eru enn starfandi í útibúinu, þar með talinn endurskoðandinn. A fertugasta afmælisdegi útibúsins sátu starfsmenn þess ásamt nokkrum gestum, alls 18 manns, miðdegisverð í boði útibús- stjóra. Hann setti hófið með nokkrum orð- um, minntist tilefnisins og bauð gesti og starfsfólk velkomið. Undir borðum kvaddi Kristján Jónsson frá Garðstöðum sér hljóðs og talaði um útibúið og starfsfólk þess á víð og dreif frá sjónarmiði utanbanka- manns, þar sem hann væri eiginlega starfs- maður bankaráðsins. Jón Auðunn Jónsson talaði um fyrri daga útibúsins og ýmislegt í sambandi við starfið á umliðnum árum. Útibússtjóri þakkaði ræðurnar og minnt- ist stuttlega starfsmanna útibúsins bæði fyrr og nú, og sérstaklega tveggja látinna starfs- manna, Guðmundar Jónssonar og Kristín- ar Jónsdóttur. Óskaði hann þess, að úti- búið ætti alltaf jafn vandaða og samvizku- sama starfsmenn og þau hefðu verið. Sem gamall starfsmaður útibúsins vil ég óska því til hamingju með fertugsafmælið og láta í ljós þá von, að jiað megi aukast og eflast og verða atvinnuvegunum á Vest- fjörðum og hvers konar heilbrigðu fram- taki jiar sama lyftistöngin sem jiað liefur verið til þessa. Ján G. Maríasson. Svona er ástandið þar! í ársskýrslu þjóðbankans í íran fyrir árið 1322 (22. marz 1943 til 20. marz 1944), sem nýlega hefur borizt Landsbankanum, er komizt þannig að orði um verðlagsástand- ið jiar í landi: „Það verður að teljast rangt að nota orðið „inflation" um iranska gjaldmiðil- inn, og með tilliti til hinna óhagstæðu áhrifa, sem það orð hefur á hugarástand fólksins, er óskað eftir jiví, að opinberir aðilar og aðrir láti sér það ekki um munn fara í sambandi við gjaldmiðil landsins. Þeir, sem dreifa út áróðri eins og þessum, sem enginn fótur er fyrir, munu verða fyrir fjárhagslegu tjóni.“ Hér skal sú skýring gefin, að árið 1941 var meðalvísitalan í íran 153, en í desem- ber 1943 var hún komin upp í 778, sam- kvæmt heimild Þjóðabandalagsstofnunar- innar í Princeton. Elztu bankar Fyrsti banki sem sögur fara af var stofn- aður í Genúa á Ítalíu og hét St. Georgs banki. Hann var stofnaður 1407. Bancco di Rialto í Feneyjum var stofn- aður 1587. Bankinn í Amsterdam 1609 og í Hamborg var banki settur á stofn 1619. Á Norðurlöndum var fyrsti banki stofn- aður í Stokkhólmi 1659, Palmstruchs banki. Það er talið að sá banki liafi fyrstur allra banka tekið í notkun peningaseðla. Ástæða þess var sú, að kopar var aðalmynt lands- ins en þótti að vonum nokkuð ójiægileg í meðferð þegar um stórar upphæðir var að ræða. Var t. d. altítt að menn yrðu að aka í kaupstað hjólbörum eða vagnhleðslu af koparmynt til þess að kaupa inn nauðsynj- ar. Bankinn fann ráð við jiessu með því að gefa út pappírspeninga, sem síðan liafa l'engið útbreiðslu í öllum löndum heims. Forsíðumyndin er af brimsogi í dröngum, tekin af Páli Jónssyni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.