Bankablaðið - 01.12.1944, Síða 52
64
BANKABLAÐIÐ
býlishátt fyrri altla og seinna komizt til
þeirra framfara og menningar, sem hún
hefur aflað sér á þessari öld.
Sögu íslandsbanka lauk með lokun hans
1930, eins og áður segir. Þau úrslitaátök,
er þá urðu um bankann, eru að sjálfsögðu
lesendum Bankablaðsins enn í fersku
minni. Hins vegar munu færri þekkja 40
ára gömul skrif um íslandsbanka. Einn
af helztu og öflugustu talsmönnum að
stofnun íslandsbanka var Björn Jónsson
fyrrverandi ráðherra. Hann skrifar í blað
sitt daginn eftir að bankinn hóf starf-
rækslu í Reykjavík á þessa leið:
„Loks rann sá dagur upp, í gær, að
bankinn tæki til starfa, sjálfan afmælis-
dag laganna um stofnun hans; þau eru
dags. 7. júní 1902. Hlutabankinn hefur
hann verið kallaður lengst í ræðu og riti,
þótt íslandsbanki sé hann skráður í lög-
unum. Nafnið það er látið halda sér eftir
að horfið var frá að láta hann vera hinn
eina banka landsins. En óhentugt er það,
með því að það má heita samnefni við
Landsbankann. Hinu villist enginn á.
Það er skýr aðgreining, að kalla annan
bankann Landsbanka og hinn Hluta-
banka.
Langt mál, langa sögu mætti rita, um
stofnun þessa banka. Hún er fróðleg að
mörgu leyti, en ekki þar eftir ánægjuleg
allskostar. Llitt er mest um vert, að sú
saga fór þó allvel á endanum til þess að
gera.
Rétt sögð yrði sagan mest um það,
hversu þar liafa höggvið þeir, er hlífa
skyldu. Hversu mjög hefir verið lagt á
móti stofnun þessari af þeirra hálfu ein-
mitt, er hún horfir til hagsældar aðal-
lega. Hversu mikið kapp var á lagt, að
láta hagsmuni landsins lúta í lægra haldi
fyrir sönnurn eða ímynduðum hagsmun-
um örfárra einstakra manna. Hversu
nærri lá, að drottnunargirni og valda-
fíkn yrði stofnun þessari að fjörlesti í
sjálfri fæðingunni.
Hér hefir þess nýlega verið minnzt há-
tíðlega og fagnaðarsamlega, er verzlun
landsins losaðist úr gömlum ánauðar-
fjötrum fyrir hálfri öld liðinni.
En eins og lítil not verða frelsisins
þeim manni, sem er úti á öræfum stadd-
ur, eins hefur sú þjóð verzlunarfrelsisins
lítil not, sem skortir nauðsynleg tæki til
að hagnýta sér það til hlýtar.
En þeirra tækja er nægjanlega öflug
og hagfelld peningastofnun í landinu
sjálfu einna nauðsynlegust.
Vér áttum kost á henni fyrir mörgum
árum.
Vér megum allar þjóða sízt við mikilli
þarfleysu-töf við hvert framfararspor, er
vér eigum kost á að stíga.
Þvi hraparlegri er slysnin og skamm-
sýnin, er slíkt kemur þar niður, sem sízt
skyldi.
Það eru tvö mein aðallega, sem hinni
nýju peningastofnun eru ætluð að græða
fyrst og fremst.
Það er annars vegar vöruskipta- og
lánsverzlunin, sem svo afar mikið illt
fylgir, og hins vegar hin afar kostnaðar-
mikla útlenda umboðsmennska við vöru-
útveganir kaupmanna vorra og varnings-
sölu.
Bót þeirra rneina á að verða og hlýtur
að verða bein áhrif hennar, ef rétt er
með farið og allt gengur skaplega.
En óbeinu áhrifin verða ekki tölum
talin. Og þó að liér sé helzt talað um
verzlunarstétt vora og tilætluð bein áhrif
bankans á hennar atvinnu, og þar með
óbein áhrif á hagi allra landsmanna, þá
er hitt jafn sjálfsagt, að viðskipti Hluta-
bankans nái til allar stétta í landinu.
Verzlunin er aðeins höfð þar fremst í