Bankablaðið - 01.12.1944, Side 66

Bankablaðið - 01.12.1944, Side 66
78 BANKABLAÐIÐ UM PAPPÍRSPENINGA í grein hér að framan er sagt frá því að Palmstruchsbanki hafi fyrstur allra banka tekið pappírspeninga í notkun. Þó að svo sé, þekktust pappírspeningar í viðskiptum manna miklu fyrr og löngu áður en bankar koniu til sögunnar. Notkun pappírspeninga var kunn í Kína á níundu öld, og fróðleg og skemmtileg er frásögn Marco Polo, er liann kom í borg stórkhansins Kambalik. Lýsir hann myntsláttu stórkhansins á þá leið, að hann verði ekki yfirstíginn í gull- gerðarlist, því að hann kunni að búa tif peninga sem hér segir: Hann lætur fletta af hýðinu, sem er milli barkarins og viðar- ins á móberjatrénu. Hýðið er bleytt og því næst steytt í keri, unz það er orðið eins og grautur. Úr grautnum er búinn til pappír, og hann er skorinn niður í hér um bil ferhyrnd blöð. Gildi sumra seðl- anna er hið sama og feneyskra silfurpen- inga, en annarra á við 1, 2, 5 og 10 byzan- tínskra gullpeninga. Skreyting þessara jxippírspeninga er gerð með sömu umönn- un og vandvirkni eins og peningar úr skíru gulli og silfri. Á hvern seðil ritar ákveðinn fjöldi sérstakra embættismanna nafn sitt, og setja þeir við hann innsigli sín. Þegar þessu er lokið, eftir settum reglum, drepur æðsti myntsláttustjóri keisarans sérstöku innsigli, sem honum er afhent, í sinnóber- rauðan lit og innsiglar seðilinn. Ef ein- hverjir reyna að eftirmynda seðla þessa, varðar það dauðarefsingu. Peningaseðlar þessir voru í umíerð hvar- vetna um ríki stórkhansins, og enginn þorði að neita þeini viðtöku af ótta um líf sitt. Þegar kaupmenn komu með stórar lestir af dýrmætum varningi, var þeim greitt með jDajjpírsjJeningum, og höfðu þeir ekkert við þá að athuga, Jjví að fyrir seðlana gátu jaeir keypt hverjar jiær vörur, sem þeir {jurftu fyrir markaðinn í heimalandi sínu. Seðlar Jæssir voru innleysanlegir með gulli, ef jaess var krafizt. Þurfti þá að fara í mynt- sláttu keisarans, og mátti þar fá gull eða silfur, jjerlur eða skartgrijn fyrir pappírs- jjeninga. Allur her keisarans fékk mála sinn greiddan í seðlum, sem komu þeim að sama gagni og gull eða silfur. Stórkhaninn í Kambalik var á sínum tíma voldugasti einvaldsherra í heiminum. Á aðalfandi Landssambands útvegsmanna, sem er nýafstaðinn, var samþykkt áskor- un til Alþingis og ríkisstjórnar, að hlutast til um að Landssambandið fái rétt til að tilnefna 2 fulltrúa í bankaráð Útvegsbank- ans. Ennfremur að öll stofnlán til starfsemi útgerðarinnar verði sameinuð á einn stað í Fiskveiðasjóði íslands og honum verði jafn- an séð fyrir nægjanlegu rekstursfé. BANKABLAÐIÐ ÚTGEFANDI: Samband íslenzkra bankamanna. RITSTJÓRI: ADOLF BJÖRNSSON PRENTSMIÐJAN ODDI H.F.

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.