Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 4

Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 4
NÝIR KJARASAMNINGAR SlB OG BANKANNA Eins og kunnugt er, hafa tekist kjarasamningar milli SÍB og bankanna, og voru nýir samningar undirritaðir hinn 1. nóvember sl. — á allra heil- agra messu. Samningarnir voru síðan samþykktir með yfir- gnæfandi meirihluta í allsherjaratkvæðagreiðsiu bankamanna og einnig af hálfu bankanna. Bankablaðinu þykir rétt að lýsa í stuttu máli gangi samningamálanna og ekki síst að gera grein fyrir ýmsum nýmælum, sem kjarasamningurinn hefur að geyma. í síðasta tölublaði var birtur sér- stakur samningur um trúnaðarmenn, sem undir- ritaður var 8. sept. sl. Gangur samningamála. Sá tími sem leið frá því að undirbúningur kröfugerðar hófst, þar til kjarasamningar voru undirritaðir, varð æði langur. Undirbúningur að kröfugerð SIB að nýjum kjarasamningi hófst í upphafi árs og á þingi SIB, sem haldið var 23.—25. mars sl. voru lögð fram drög að krofugerð sambandsins, sem rædd voru ítarlega á þinginu. Kjarasamningum var síðan sagt upp 31. mars sl. með þriggja mánaða fyrirvara og var þá lögð fram kröfugerð að nýjum kjarasamn- ingi. Kröfugerðin var jafnframt send til allra félagsmanna SÍB, sem er nýlunda hjá samband- inu, og reyndar hefur það almennt ekki tíðkast hjá stéttarfélögum á íslandi að kröfugerðin sé send til allra félagsmanna. Bar nú heldur fátt til tíðinda af samninga- málum, þar til í byrjun júní, en fyrsti fundur samninganefndar SÍB og bankanna var haldinn 3. júní sl. Á þessum fundi var skipað í undir- nefndir, textanefnd, lífeyrissjóðsnefnd og vakta- vinnunefnd. í aðalsamninganefnd SÍB voru: Sólon R. Sigurðsson, formaður, Landsbanka; Guðmundur Gíslason, Útvegsbanka; Sveinbjörn Hafliðason, Seðlabanka; Jón G. Bergmann, Iðnaðarbanka; Sigurborg Hjaltadóttir, Búnað- arbanka; Helgi Bachmann, Landsbanka og Gunnar Eydal, SÍB. Auk framangreindra störfuðu að samningun- um af hálfu SÍB þeir Böðvar Magnússon, Bún- aðarbanka og Björn Gunnarsson, Reiknistofu bankanna. í aðalsamninganefnd bankanna voru: Björgvin Vilmundarson, formaður, Lands- banka; Guðmundur Hjartarson, Seðlabanka; Ármann Jakobsson, Útvegsbanka; Hannes Páls- son, Búnaðarbanka og Pétur Erlendsson, Sam- vinnubanka. Auk framangreindra störfuðu að samninga- gerð af hálfu bankamanna þeir Björn Trvggva- son, Seðlabanka; Ari Guðmundsson, Lands- banka; Þór Gunnarsson, Sparisjóði Hafnar- fjarðar; Sverrir Sigfússon, Búnaðarbanka; Stef- án Þórarinsson, Seðlabanka; Reynir Jónasson, Útvegsbanka; Gunnlaugur Kristjánsson, Lands- banka; Kristján Oddsson, Verzlunarbanka; Valur Valsson, Iðnaðarbanka og Kristján Ólafs- son, Alþýðubanka. Að nafninu til stóðu samningaviðræður yfir allt síðastliðið sumar, þó oft liði langt á milli funda. Þó mikið starf hafi verið unnið í undir- nefndunum voru bankarnir mjög tregir til að leggja fram gagntilboð, sem jafnframt næði yfir launaliði samningsins. 4 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.