Bankablaðið - 01.12.1977, Page 6

Bankablaðið - 01.12.1977, Page 6
Kynningarjundir um kjarasamninga. Samkvæmt ákvörðun síðasta þings SÍB skal fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla allra félags- manna SÍB um nýgerðan kjarasamning. Áður en félagsmenn gætu tekið afstöðu til samnings- ins, varð að sjálfsögðu að kynna hann á sem rækilegastan hátt. Haldnir voru almennir fund- ir í einstökum starfsmannafélögum og út um land. Voru haldnir alls 18 fundir, þar af 9 í Reykjavík og nágr., en auk þess á Akranesi, Stykkishólmi, ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Eskifirði, Vestmannaeyjum, Selfossi og Kefla- vík. Bankamenn mættu mjög vel á þessa fundi, en fundarmenn voru alls um 840, eða tæplega helmingur allra félagsmanna SÍB. Þessi fundarsókn ber ánægjulegt vitni um þann almenna áhuga, sem ríkir meðal banka- manna á kjarasamningunum og gefur góð fyrir- heit um starf SÍB og starfsmannafélaganna í framtíðinni, en samband stéttarfélagsins við hinn almenna félagsmann er að sjálfsögðu veiga- mesta atriðið í starfi stéttarfélags. Allsherjaratkvæðagreidsla. Allsherjaratkvæðagreiðsla fór fram um kjara- samninginn dagana 9. og 10. nóvember, og sáu einstök félög og trúnaðarmenn um fram- kvæmd atkvæðagreiðslunnar undir stjórn yfir- kjörstjórnar, sem skipuð var þeim Benedikt Guðbjartssyni, Landsbanka; Moritz Sisurðs- syni, Búnaðarbanka og Karli H. Sigurðssyni, Utvegsbanka. Bankar og sparisjóðir greiddu einnig atkvæði um kjarasamninginn fyrir sitt leyti og var hann samþykktur af þeirra hálfu. Við aukum afgreiðslutímann Afgreiöslutími þriggja aðsetra okkar breytist nú og verður eftirleiðis þannig: Aðalbanki, Bankastræti 5 kl. 9.30 til 16.00 og 17.30 til 19.00 Útibú, Laugavegi 172 kl. 13.00 til 18.30 Útibú, Umferðarmiðstöðinni kl. 13.00 til 18.30 AÐALBANKINN BANKASTRÆTI 5 SÍMI 27200 BREIÐHOLTSUTIBU ARNARBAKKA 2 SIMI 74600 0TIBUIÐ GRENSASVEG113 SIMI 84466 UTIBUID LAUGAVEG1172 SÍMI 2 0120 AFGREIÐSLAN UMFERÐARMIDSTÖÐ SÍMI 2 2585 Við bjóðum bankaþjónustu ALLAN DAGINN. Sértu viðskiptamaður Verzlunarbankans færð þú þig afgreiddan hvenær dags sem er í einhverri afgreiðslunni. Meðfylgjandi tafla sýnir þér hvar opið er á hverjum tíma dags Velkomin til viðskipta -allandaginn V€RZLUNflRBflNKINN 6 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.