Bankablaðið - 01.12.1977, Side 7

Bankablaðið - 01.12.1977, Side 7
Kjarasamningar - helsiu nýmæli Form og uppsetning. Kjarasamningurinn er í nokkuð breyttu formi frá því, sem áður var. Hann skiptist í þrettán kafla og er uppsetning samningsins í samræmi við tiltekið form eða staðal, sem aðilar vinnu- markaðarins hafa komið sér saman um. Kafla- skipting á að vera skýrari og auðveldar á að vera fyrir starfsmenn að fletta upp í samn- ingnum. Er þar sérstaklega vakin athygli á efnisyfirlitinu fremst í samningnum. Mánaðarlaun (gr. 1.1.2.—1.1.3.). Mánaðarlaunin 1. júlí hækkuðu almennt um tæplega 18%, en launaflokkar 7 og 9 fengu þó nokkuð meiri hækkun eða um 20 og 19%. Launatöflur eru birtar á öðrum stað í blaðinu. Þar að auki koma eftirfarandi hækkanir: 4% 1. desember 1977, þó eigi lægri fjár- hæð en kr. 5.000. 3% 1. júní 1978, þó eigi lægri fjárhæð en kr. 5.000. 3% 1. september 1978, þó ekki lægri fjár- hæð en kr. 4.000. 3% 1. apríl 1979. 3% 1. júlí 1979. Launaflokkar — launaþrep (gr. 1.1.5.— 1.1.7.). Við röðun í launaflokka skal taka tillit til starfsaldurs og menntunar og jafngildir eitt ár í starfi einu þrepi í launaskala. Fyrri starfs- aldur er ákveðinn með hliðsjón af eftirfarandi reglum: a) Bankastörf reiknast að fullu. b) Fullgild skrifstofustörf hjá ríki og sveitar- félagi reiknast að fullu. c) Við ákvörðun starfsaldurs skal tekinn til greina starfsaldur hjá öðrum atvinnurek- endum, eftir því sem sú starfsreynsla kemur að notum í viðkomandi starfi. Hér er um nýjar reglur að ræða, þar sem starfsaldur skal metinn eftir ákveðnum lág- marksreglum. Slíkar reglur voru ekki fyrir hendi áður, og höfðu því bankarnir mun frjálsari hendur en nú er við röðun í launaflokka. Það skal tekið fram, að hér er um lágmarksréttindi að ræða, þannig að starfsmenn geta verið í hærri launaflokki eða þrepi en þessar reglur segja til um. Þeir starfsmenn, sem telja sig eiga starfsaldur til góða í samræmi við ofangreindar reglur, þurfa að skila vottorðum þar um frá fyrri atvinnurekend- um. Vakin er athygli á, að starfsaldur skiptir ekki aðeins máli við röðun í launaflokka, heldur einnig varðandi lengd orlofs og rétt til launagreiðslna í veikindum. Þá eru í gr. 1.1.6.—1.1.7. reglur um til- færslur milli þrepa og launafl. Þegar starfsmaður hefur náð 5 ára starfs- aldri, á hann rétt á launum, ekki lægri en samkvæmt launaflokki 6.3. Þá segir, að starfsmaður skuli hækka um minnst eitt launaþrep um hver áramót, þar til launaflokki 7.3. er náð. í þessu felst, að til þess að ná launaflokki 7.3., getur þurft allt að 8 ára starfsaldur, en eins og áður segir, getur starfsmaður náð hámarkslaunum mun fyrr. Hækkun eftir 10 og 15 ára starf (gr. 1.1.8.). Eftir að hafa starfað 10 ár í banka, hækka mánaðarlaun um 5% og eftir 15 ára starf hækka mánaðarlaunin um 6%. Hér er miðað BANKABLAÐIÐ 7

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.