Bankablaðið - 01.12.1977, Page 16

Bankablaðið - 01.12.1977, Page 16
IN MEMORIAM Pórður Benediktsson, útibússtjóri á Egilsstöðum Með Þórði frænda mínum Benediktssyni féll í valinn góður drengur, dugmikill kjarkmaður og samvizkusamur þjóðfélagsþegn, sem hvergi lét sinn hlut eftir liggja. Bankablaðið hefir beðið mig minnast hans örfáum orðum og er það mér mjög ljúft. Raunar voru persónuleg kynni okkar frænda svo mikil, að persónan sjálf, hinn einlægi og hjartahlýi maður stendur mér eðlilega miklu nær en hinn trausti og atorkusami bankamaður. Kynni okkar hófust, þegar ég var barn og hann átti í raun sitt annað heimili hjá systur sinni, móður minni. Af einstakri eljusemi brauzt hann til náms, vann eins og þjarkur öll sumur, en vinnusemi var eitt helzta aðalsmerki hans. Hann var gæddur ágætum námsgáfum og við námið naut hann þess hæfileika að vinza úr aðalatriðin, finna kjarna hvers málefnis og mynda sér heilstæða skoðun á því, sem máli skipti. Hann hafði áður en hann fór í Kennara- skólann kennt nokkuð og fallið það vel og hafði farizt það mæta vel úr hendi. Kennslan var aðalstarf hans í hartnær 20 ár. Hann var traustur og farsæll skólamaður, virtur og vel látinn af nemendum sem foreldr- um. Egilsstaðaskóla mótaði hann á fyrstu árum þess skóla og lengi býr að fyrstu gerð. Þar var hvergi kastað til höndum, handahóf og kæruleysi þekktust ekki í verkum Þórðar, hann var heill og óskiptur í hverju verki, alúð hans var næm og einlæg. Stærðfræði var sú grein, er honum féll bezt að kenna og lét bezt að fá nemendur til að skilja. Ágæt tölvísi hans og glöggskyggni í þeirri grein, urðu honum án efa drjúgt veganesti í starfi bankamannsins. En í því starfi var hann ekki maður hinna köldu staðreynda einna, sálarlausra talna, hann hlaut þar sem annars staðar að láta eðliskosti 16 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.