Bankablaðið - 01.12.1977, Side 19

Bankablaðið - 01.12.1977, Side 19
Frétfir frá starfsmannafélögunum Fréttabréf úr Búnaðarbanka Aðalfundur starfsmannafélagsins var haldinn 22. febrúar. Fundurinn var vel sóttur og um- ræður töluverðar um hin ýmsu hagsmunamál starfsfólks. 8. janúar var haldin í Aðalbankanum jóla- trésskemmtun fyrir börn starfsmanna bankans. Eins og venjulega var þetta vel sótt skemmtun og skemmtu gestir sér vel. 26. febrúar var árshátíð starfsmannafélags- ins haldin í félagsheimili Fóstbræðra við Lang- holtsveg, Færð var óvenju góð um þetta leyti um allt land og notuðu félagsmenn utan af landi sér það vel. Um 50 manns utan af landi komu á samkomuna. Húsfyllir var og nutu gestir góðrar skemmtunar. Skemmtinefnd stóð fyrir tveim spilakvöld- um á árinu og voru þau mjög vel sótt. Spiluðu menn með spekingslegum svip, rétt eins og þeir væru að sigra heiminn, og höfðu bæði gagn og gaman af. Verðlaun voru veitt sigur- vegurum af báðum kynjum, en ekki hef ég á reiðum höndum, hverjir hrepptu þau, og er það skaði. í nóvember sl. var haldinn dans- leikur í samkomusal aðalbankans. Aðsókn var feiknagóð. Stigu menn dansinn fram eftir nóttu við mikla kátínu. Sumarbústaðanefnd hefur unnið bæði mikið og gott starf að undanförnu. Keyptur var norskur sumarbústaður, sem stóð við Hafnar- fjarðarveg og hýsti blómaverzlun Alaska. Húsið var innréttað og lagfært að utan á staðnum, en síðan flutt austur í Þjórsárdal og sett þar niður á steyptan kjallara, sem þar var tilbúinn. Þetta er fyrsta varanlega húsið, sem þarna rís, en fyrir voru tvö ensk hjólhýsi, er keypt voru fyrir þremur árum og hafa þjónað tilgangi sínum prýðilega. Rafmagnsveitur ríkisins lögðu rafstreng að húsunum í sumar. Batnar aðstaða til dvalar mjög við það. Mest öll vinna, sem þarna hefur verið framkvæmd, er unnin í sjálf- boðavinnu af starfsfólki bankans, en á eng- an jer hallað, þó sagt sé, að þar hefur Sig- urður Kristjánsson unnið mest og best. Einnig var farið vestur í Breiðuvík á Snæfellsnesi og húsið þar yfirfarið og byggður kofi yfir vatns- dælu. Nýting húsanna hefur alltaf verið mjög góð á sumrin, en við tilkomu rafmagnsins ætti ekki síður að vera hægt að nýta þau á vetrum. Eins og öllum bankamönnum er kunnugt, hefur skáklíf alltaf verið með miklum blóma í Búnaðarbankanum og margir fræknir skák- menn prýtt starfslið stofnunarinnar. Hinn árlegi riddaraslagur fór fram í október. Stefán Þ. Samtaka nú! BANKABLAÐIÐ 19

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.