Sindri - 01.10.1922, Page 12

Sindri - 01.10.1922, Page 12
114 FITUHERÐSLA SINDRF legast. ]eg skal í þessu sambandi nefna sterin og glycerin, sem engir sjerlegir tekniskir örðugleikar eru á að vinna úr feiti. Flest sápugerðarhús kljúfa feitina sundur í glycerin og feitar sýrur og sjóða síðan sýrurnar með sóda. Þá er auðveld- ara að vinna glycerinið úr glycerinsvatninu, en þegar feitin sjálf er soðin með lút og nota verður venjulegt salt (klor- natrium), til þess að skilja glycerinið frá sápunni, glycerin- vatnið verður þá saltblandið og minna virði en annars. Að endingu vil jeg svo drepa á aðalatriðin í því, sem jeg nú hefi sagt, en þau eru: Það er til gnægð af fljótandi fituefnum og það er ávinn- ingur að geta gert þau föst, en það má gera með því að þrýsta vatnsefni gegnum feitina, sem verður að vera vel hreins- uð, blönduð tengi (Katalysator) og hæfilega heit. Feiti sem hert hefir verið má meðal annars nota til sápu- gerðar, og sje hún vel hreinsuð, til smjörlíkisgerðar. Enn fremur má vinna úr henni sterin og glycerin. Vonandi er, að vjer Islendingar, sem sjálfstæð þjóð getum í þeim iðnaðargreinum sem hjer að lúta, og sem flestum öðr- um, orðið ekki að eins sjálfum oss nógir, heldur einnig miðlað öðrum. Títanhvíta. Upp á síOkastiÖ hefir verið raelt og ritað allmikið um svonefnda títan- hvítu, sem byrjað var að búa til í Noregi fyrir 3 árum. Títanhvítan er notuð í málningu og hún hefir rutt sjer mjög til rúms, svo að full ástæða er að minnast hennar hjer. Það, sem á eftir fer, er útdráttur úr ritgerð, sem stendur í Teknisk Ukeblad. Titanhvíta er unnin úr steintegundinni ilmenit, líka kallað titanjárn, sem er samband af ferrooxydi og titanoxydi (FeTiOa). Hreint ilmenit inni- heldur rúmlega 50°/o titanoxyd (TÍO2), en venjulega er það meira eða minna blandað járnoxydi (FesOa). Ilmenit finst víða í öllum heimsálfum nema Evrópu, þar er það að eins í Noregi og Uralfjöllunum.

x

Sindri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.