Sindri - 01.10.1922, Síða 21

Sindri - 01.10.1922, Síða 21
SINDRI STEINSTEYPA 123 líkindum nægir þó að grafa 50—75 sm. djúpa gryfju, þar sem beðurinn skal vera, fylla hana af grjóti og möl og nota þetta sem undirstöðu. Ef steypan er síðan járnbent, ætti hún að þola, þó hún hreyfðist eitthvað í frosti. Mótið er gert að öllu sem einfalt veggjamót, veggþyktin um 10 sm. jjárning er nægileg nokkrir hringir af sljettum garða- vír, sjerstaklega efst í steypunni og neðst. Gaddavír er líka ágætur. Fallbeinn járnteinn í hverju horni er til styrktar. Ef gluggar skulu vera á hjörum að ofanverðu, þarf að setja þar kengi í steypuna. Gróp í upprendur veggja fyrir glugga er auðveldast að gera með sand-sementsblöndu þegar steypan er storknuð og mótið slegið utan af. Vegna þess hve steypan er hlýindalítil getur komið til tals að gera lítinn snydduvegg utan veggjanna til hlýinda. 27. JURTAPOTTAR. Einfalda jurtapotta má auðveldlega gera úr steinsteypu- og járnbenda ef þeir eru stórir, en nokkur vandhæfni er á að smíða mótið úr trje. Ytra mótið er þá gert úr 2 vænum við- arkubbum og hvolft innan úr báðum, svo að nákvæmlega svari hálfum pottinum á hvorum. Þegar kubbarnir eru lagðir saman á þá alt holið að svara til utanmáls pottsins. Ef mótið á að vera stórt verður að gera það úr smástöfum, sem negldir eru innan á 2 hálfhringa, sem kringdir eru úr borði og tegldir svo vandlega til, að mótið verði jafn, reglulegur sívalningur, nokkru víðari að ofan en í botninn og með hæfilega þykkri, laglegri bryggju við efri brún. — Irmra mótið er gert á sama hátt úr vandlega tegldum spítukubb, helst rendum en annars vandlega telgdum eftir hringmáti (sirkli), eða ef stórt er úr stöfum, sem negldir eru utan á 2 sljetta botna. A botnendann (mjórri) miðjan er svo negld hæfilega þykk, kringlótt plata (lítið eitt mjórri efst), sem afmarkar gatið á botninum. Skorður eru nú settar á þrjá vegu milli mótanna svo innra mótið sje nákvæmlega í miðju. Þær eru svo teknar burtu, þegar búið er að steypa neðst í mótið. Rakri blöndu er nú fylt í bilið milli mótanna og hún slegin vandlega saman og

x

Sindri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sindri
https://timarit.is/publication/729

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.