Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 3

Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 3
Fonjstugrein 3 Yngvi Örn Kristinsson, formaður SÍB: Umbrotatímar í bankakerfinu Nú fara í hönd umbrotatímar í íslensku bankakerfi og á ís- lenskum fjármagnsmarkaði. Langt tímabil stöðnunar eða hægfara þróunar er að baki. Sú endurskipulagning sem lengi hefur verið á dagskrá virðist nú vera að komast til framkvæmda. Skammt hefur reynst stórra högga á milli á þessu ári. Um mitt ár voru kunngerð kaup þriggja einka- banka á hlut ríkissjóðs í Utvegsbanka sem sameina munu rekstur sinn í nýjum íslandsbanka um næstu áramót. Næsti áfangi var síðan að Landsbankinn keypti hlut Sam- bands íslenskra samvinnufélaga í Samvinnubankanum. Þau kaup eru þó enn ófrágengin þar sem þau bíða sam- þykkis yfirvalda. Ef allt þetta gengur eftir hafa á skömmum tíma orðið stórfelldari breytingar í bankaheiminum en nokkur hefði þorað að spá fyrir ári síðan. Eftir munu standa fjórar heildir: Landsbanki, íslandsbanki, Búnaðarbanki og spari- sjóðirnir, sameinaðir að hluta í Lánastofnun þeirra. Enginn vafi leikur á að þessar breytingar má fyrst og fremst rekja til bankalöggjafarinnar frá 1986 og þess aukna frjálsræðis sem skapast hefur á grundvelli þeirrar löggjaf- ar og vaxtalaganna sem sett voru 1987 í framhaldi af þeim. Þessi löggjöf hefur magnað þörfina fyrir stærri og hag- kvæmari einingar í bankarekstri og knúið fram skipulags- breytingar sem þó voru ef til vill löngu þarfar. Engin ástæða er til að Ieyna því að afstaða bankamanna og samtaka þeirra við þessum breytingum er blendin. Engar forsendur eru til þess að leggjast gegn því að hag- kvæmni og styrkleiki innlendra fjármálastofnana verði aukin. Þvert á móti er líklegt að slíkt muni, þegar til lengdar lætur, auka starfsöryggi bankamanna. Ekki síst þegar til þess er litið að á næstu árum má búast við vax- andi samkeppni af hendi erlendra fjármálastofnana hér á landi. Traustar og hagkvæmar fjármálastofnanir eru for- sendur þess að fjármálaþjónustan verði ekki flutt úr landi. Hins vegar skiptir megin máli hvernig að þessum miklu breytingum verði staðið og mikilvægt að ekki verði rasað um ráð fram. Afstaða Sambands fslenskra bankamanna er að þessum breytingum verði hrundið í framkvæmd á nokkrum árum þannig að komast megi hjá uppsögnum starfsfólks. Mikilsvert er að staðið verði við ákvæði kjara- samnings um samvinnu við starfsmannafélögin og Sam- band íslenskra bankamanna um allar skipulagsbreytingar þegar á undirbúningsstigi. Leitað verði allra úrræða til að tryggja starfsfólki áframhaldandi atvinnu þrátt fyrir skipu- lagsbreytingar. í því sambandi er ástæða til að minna á ákvæði kjarasamningsins um rétt starfsfólks til þjálfunar vegna nýrra starfa í tengslum við skipulagsbreytingar og að leitast skuli við að tryggja sambærilega tekjumögu- leika. Sú reynsla sem þegar hefur fengist af samvinnu um skipulagsbreytingar í tengslum við stofnsetningu fslands- banka er á margan hátt jákvæð. Góð samvinna hefur tek- ist um endurskipulagningu stoðdeilda bankanna fjögurra. Hins vegar varpa ótímabærar og einhliða yfirlýsingar stjórnenda íslandsbanka um Bankamannaskólann nokkr- um skugga á þetta samstarf að mati Sambands íslenskra bankamanna. Að mati Sambandsins er Bankamannaskól- inn mikilvægt félagslegt réttindamál bankamanna og Frh. á næstu síðu. Yngvi Örn Kristínsson, formadur SÍB, kynnir kjarasamninginn á fjölmennum fundi SlB í Súlnasal Hótels Sögu í vor.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.