Bankablaðið - 01.12.1989, Page 28

Bankablaðið - 01.12.1989, Page 28
28 Norrænt snmstarf Trúnaðarmannanámskeið NBU: Ógleymanleg vika í sól og sumaryl Trúnaðarmannanámskeið Norræna bankamannasambandsins, NBU, var haldið níunda árið í röð dagana 11.- 16. júní 1989 að Kobæk Strand á Sjá- landi í Danmörku, á dásamlega falleg- um stað við strönd Stóra-Beltis. Prír þátttakendur voru frá íslandi auk leiðbeinanda. Pað voru þær Harpa Jósefsdóttir Amin, frá Verslunarbank- anum í Mosfellsbæ, Ragna Halldórs- dóttir frá Búnaðarbanka í Vesturbæ og Sigríður Kristjánsdóttir frá Búnaðar- bankanum, Melaútibúi auk Evu Örn- ólfsdóttur fræðslufulltrúa SÍB, sem var leiðbeinandi á námskeiðinu. Alls tóku þátt um 40 trúnaðarmenn frá öll- um Norðurlöndunum. Þátttakendur dvöldu á eins konar ráðstefnuhóteli og hafði hver sitt her- bergi með baði auk annarra þæginda sem gerast á góðum hótelum. Dag- skráin á námskeiðinu var ansi strembin. Unnið var frá morgni til kvölds og byrjað hvern morgun á trimmi kl. 7. Okkur fslendingunum fannst þetta full snemmt svona fyrst í stað, því eftir íslenskum tíma var klukkan ekki nema fimm, en við vönd- umst þessu fljótt og mættum hvern morgun. Hver haldið þið að hafi svo unnið trimmkeppnina? Auðvitað við og feng- um verðlaun fyrir. Klukkan 8 var morgunmatur og síðan hófst vinnan á fullu. Hún fór mest fram í hópum og var tekið fyrir efni sem var búið að á- kveða fyrirfram. Það var „trúnaðar- maðurinn og starfsmannafélagið", „breytingar á bankastarfinu", „mennt- un bankamanna" og auðvitað „launa- kjör og launastefna". í hópvinnu sem þessari vakna að sjálfsögðu ýmsar spurningar og nýjar hugmyndir. Eins og t.d. hvort starfs- mannafélög verði enn við lýði árið 2010 eða hvort trúnaðarmenn eigi að fá hærri laun, þeir eiga jú að vera „sér- fræðingar". Fjallað var um innihald vinnunnar, breyttan vinnutíma, sam- einingu banka og menntun banka- manna, en hún er æði misjöfn. Sum- staðar fylgir námskeiðum og banka- skóla launahækkun og einnig getur starfsmaður sem unnið hefur í nokkur ár í banka fengið auglýsta stöðu eftir próf úr bankaskóla. Kjörin virðast best í Svíþjóð. Athyglisverð skoðun kom fram í einum hópnum, en það var að laun til ungs fólks hækki fljótt en hæg- ar þegar fólk eldist og vinnuframlag minnkar. Áður en námskeiðið hófst máttum við velja okkur eitt af fimm verkefnum til að vinna með í hópvinnu. „Ragna, þú valdir þér launamál, hvað fannst þér athyglisverðast í þessum hópi?" „Mér fannst erfitt að ræða um laun ís- lenskra bankamanna vegna þess að þau eru einkamál hvers og eins og því erfitt fyrir mig að fræða hina í hópnum um hvernig okkar kerfi virkar. Það er rætt miklu frjálslegar um þetta í Sví- þjóð. Svíar virðast gera mest og best fyrir sitt starfsfólk." „Harpa, þú varst í hópi sem ræddi um afgreiðslutíma og vinnutíma. Eru einhverjar nýjar hugmyndir í gangi varðandi þetta mál?„ „Það var rætt um sveiganlegan vinnu- tíma, en það er erfitt að koma honum við í öllum deildum. Það var almennt álitið að ekki væri þörf á að hafa banka opna á laugardögum vegna þess að fólk getur notað tékka og hrað- og tölvu- banka. í Noregi mega bankar vera opnir til kl. 20 á hverju kvöldi, en eru í reynd opnir sex daga á ári til kl. 21. Beðið eftir flugi. F.v. Sigríður, Harpa, Eva og Ragna. Ragna útskýrir hvað við fengum út úr þessu námskeiði.

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.