Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 47

Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 47
Frá starfsmannafélögunum 47 Iðnaðarbankinn: Þróttmikil starf- semi, sameining framundan „Á heimleið", fundur í Iðnaðarbankanum á Akureyri sl. vor. Starfsmenn Iðnaðarbankans hafa haft í ýmsu að snúast varðandi félagslífið síðastliðna mánuði. Metaðsókn var á árshátíðina '88 og þó heldur væri þröngt um mannskapinn var glatt á hjalla. Kvöldstund eina í desember bauðst fólki síðan að föndra fyrir jólin með hjálp leiðbeinanda og barnajóla- ball með öllu tilheyrandi var haldið milii jóla og nýárs við góðar undirtekt- ir. íþróttafólk okkar tók þátt í afmælis- móti Landsbankans og stóð sig þar með sóma. Stelpurnar unnu þar fræki- legan sigur í handknattleik og strák- arnir stóðu sig einnig vel. Því miður höfum við ekki haft góða aðstöðu varð- andi boltaæfingar þar sem flestir salir virðast uppteknir nema þegar nálgast miðnættið. Hins vegar stunduðum við Iíkamsæfingar með þreki og teygjum í Héðinshúsinu og hjá Dansstúdíói Sól- eyjar. Þá tókum við þátt í árlegu íþróttamóti SÍB og unnu stúlkurnar okkar gullverðlaun í körfubolta mörg- um að óvörum og strákarnir unnu gull- ið í fótboltanum. í keilumóti SÍB unnu stúlkurnar í Iðnaðarbankanum í Hafn- arfirði en strákarnir úr Firðinum urðu í öðru sæti karla. Rétt er að minna á að stigahæsti maður mótsins er starfs- maður á rafreiknisviði okkar. í haust var sett á laggirnar íþróttanefnd ís- landsbanka og voru teknir á leigu salir í Gerpluhúsinu og leikfimisal Verslun- arskólans. í byrjun febrúar var lagt af stað í skíðaferð, en vegna veðurs urðum við að snúa við hjá Litlu kaffistofunni. Við lögðum aftur í hann í aprílbyrjun og komumst þá alla leið á skíðasvæðið í Henglinum. Aðstöðu fengum við í skíðaskála Víkings og þar gátum við hitað súkkulaði og slakað á. Aðalfundurinn var að venju haldinn í lok febrúar og var stjórnin endurkjör- in utan þess að varagjaldkeri gaf ekki kost á sér. Á aðalfundinum kom til at- kvæðagreiðslu um samning við bank- ann þess efnis að fram til loka júní- manaðar skyldi frí tekið á móti yfir- vinnu. Nokkrar umræður spunnust um þetta mál en svo fór að meirihlut- inn samþykkti. Eina kvöldstund í apríl fengum við Heiðar Jónsson snyrti til að koma í heimsókn. Margir mættu og varð úr þessu hin besta skemmtan. Heiðar las stjörnumerki fólks úr fatavali og fram- komu viðkomandi og hitti iðulega naglann á höfuðið. Fyrirlestur hans var bráðfyndinn og hrundu mörg hlátur- tárin þetta kvöld. Ymsir kvörtuðu yfir harðsperrum í andliti daginn eftir en þó er fólk hér vant ýmsu gamni innan- húss. Skömmu fyrir sumardaginn fyrsta fór stjórnin til Akureyrar til þess að þrífa íbúðina við Melasíðuna. Þá heimsótti stjórnin einnig útibú Iðnað- arbankans þar og var svo heppin að lenda á „Heimleiðafundi". Skemmti- legar umræður spunnust og kom með- al annars í ljós að skemmtanalíf starfsmanna þar er mjög blómlegt. Haldnar eru grillveislur og skemmtanir fyrir börn og fullorðna og fólk er einnig mjög duglegt að mæta á árshátíðina. Því miður komst stjórnin ekki til þess að heimsækja Selfossútibú, en þaðan er allt hið besta að frétta. Útibú- ið þar, eins og reyndar flest útibú Iðn- aðarbankans, er yfirleitt með einhverj- ar skemmtanir á eigin vegum. Starfs- menn þar halda til dæmis alltaf þorra- blót og einnig hafa þeir þann skemmti- lega sið að kveðja sumarstarfsfólkið sitt með því að fara eitthvað saman, til dæmis út að borða. Árlegur vorfagnaður okkar var hald- inn að Garðaholti í lok maí. Að þessu sinni bar hann yfirskriftina „Blóma- ball" og var fólk beðið um að mæta í hippafötum. Valinn var hippi kvölds- ins og reyndist það erfitt val því margir voru skrautlegir. Fyrirhugað var að fara í sumarferð til Vestmannaeyja en þar sem þátttaka var Iítil þegar upp var staðið var hætt við þá ferð. í lok sumarsins færði bankastjórn Iðnaðarbankans starfsmannafélaginu gjöf. Um var að ræða sumarbústað bankans í Húsafelli og var þetta gert í þakklætisskyni fyrir góðan stuðning starfsmanna í sparnaðarátaki bankans. Þess má geta að bankinn efndi til hug- myndasamkeppni vegna sparnaðar- átaksins og veitti verðlaun fyrir tillögur starfsmanna. Nokkuð hefur verið um að félagið hafi fengið ágætis tilboð varðandi miða- verð í leikhús og hafa þó nokkrir starfsmenn nýtt sér það. Þegar þetta er ritað er undirbúning- ur fyrir árshátíðina í fullum gangi. Hún verður haldin í Broadway þann 25. nóvember og þar sem þetta er síð- asta árshátíð félagsins verður allt lagt í sölurnar til að gera hana sem vegleg- asta. Þá segja raddir fólksins okkur að búast megi við dúndur mætingu. Á þessum tímamótum sameiningar íslandsbanka hrærist margt í hugum fólksins. Við í Iðnaðarbankanum erum ánægð með bankann okkar og vonum að andi hans verði til staðar innan ís- landsbanka. Er það ósk okkar í Starfs- mannafélagi Iðnaðarbankans að sem best samvinna náist milli bankanna fjögurra. Að lokum sendum við bestu jóla- og nýárskveðjur til allra félagsmanna og sér í lagi stjórnar og starfsmanna SÍB með von um velgengni í komandi samningamálum. Elísabet Einarsdóttir ritari Starfsmannafélags Iðnaðarbankans.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.