Bankablaðið - 01.12.1989, Síða 23
orgel. Ég var farinn að stelast í orgelið
heima 10 ára gamall. Harmonikkan
hefur samt alltaf verið mitt aðal hljóð-
færi, en í hljómsveitum hef ég einnig
spilað á hljómborð, píanó, trommur og
gítar.
- Fórst þú í tónlistarnám?
- Nei, það má segja að ég sé sjálf-
menntaður. Það eina sem ég lærði var
hjá bónda á næsta bæ sem kenndi mér
að þekkja nótur á orgel.
Fyrsta lagið til á tölti.
- Fórst þú snetnma að semja lög og
texta?
- Ég var 14 ára þegar ég samdi fyrsta
lagið. Það var lagið „Komdu í kvöld".
Þá var ég að fara á milli bæja á hesti og
varð takturinn til eftir tölti hestsins.
Þegar ég var kominn bæjarleiðina var
lagið tilbúið.
- Hvernig ferð þú að því að semja
- hvaðan kotna hugmyndirnar?
- Lögin sem ég oft þegar ég er að
leika mér á hljóðfæri og er orðinn leið-
ur á því sem ég er að spila. Þá fer ég að
gutla eitthvað frá sjálfum mér og þá
kemur þetta af sjálfu sér. Nú, ef mér
finnst laglínan þess virði að gera
eitthvað við hana, þá sem ég texta líka
og reyni svo að gleyma því ekki. Yfir-
leitt verða lögin til fyrst og er það
sennilega vegna þess að ég hef gert svo
marga texta við erlend og innlend lög
frá öðrum. Oftast reyni ég að láta text-
ann segja einhverja sögu eða ná ákveð-
inni stemmningu.
Betri bragur á skemmtunum í dag.
- Hvenær byrjaðir þú svo að spila á
dansleikjum og finnst þér vera munur á
þeim og fólkinu sem sækir þá í dag og þegar
þú varst að byrja að spila?
- Ég byrjaði að spila um fermingu og
má segja að ég hafi verið að síðan.
Fyrst spilaði ég á orgel á böllum innan
sveitarinnar, síðan spilaði ég á tvöfalda
hnappaharmonikku og svo stækkaði
þetta smátt og smátt. Mér finnst tölu-
verður munur á skemmtunum í dag og
áður. Ég held að fólk hafi skemmt sér
mikið betur áður fyrr. Dansleikir voru
sjaldan og því töluverður viðburður að
fara á ball og þá þekktist ekki ráp milli
skemmtistaða. í sveitunum voru vega-
lengdirnar oft miklar og erfiðar en fólk
lagði það á sig að ganga oft 3 til 4 tíma til
að mæta á böllin. Mér finnst vera annar
og skemmtilegri bragur á dansleikjum
í dag því oft voru slagsmál og læti sem
sjást varla lengur. Unga fólkið okkar í
dag er afar myndarlegt upp til hópa,
annars er nú ekki mikill munur á því.
Tónlistin hefur hins vegar mikið
breyst. Það þótti ágætt ef það voru 1 til
2 nikkur og ef tromma var með þótti
þetta stórhljómsveit.
„Komdu í kvöld".
- Nú hefur verið í gangi dagskrá á Broad-
way, sem hefur verið tileinkuð þér. Getur
þú lýst fyrir okkur tildrögum hennar?
- Ólafur Laufdal var búinn að tala
um þetta fyrir nokkrum árum, en þá
varð ekkert af því. Svo í haust var
þessi dagskrá sett upp í tilefni af 50 ára
tónlistarafmæli mínu. Sýningin er færð
upp þannig að eingöngu eru spiluð lög
með textum eftir mig og svo á ég einnig
nokkur lög sjálfur. Ég er mjög ánægð-
ur með hvernig til hefur tekist, enda er
ég með úrvals lið með mér. Búið er að
vera fullt hús allar helgar síðan í sept-
emberbyrjun og nú eru 4 helgar full-
bókaðar á Akureyri í nóvember.
- Veistu hvað mörg lög þú hefur samið?
- Nei, það get ég nú ekki sagt ykkur,
en það hafa komið út um 15 lög eftir
mig á hljómplötum. En svo á ég mörg
lög sem ekki hafa komið út ennþá. Það
stendur til að gefa eitthvað af þeim út á
næstunni og þá ásamt eldri lögum.
Fyrsta lagið sem kom út á plötu var
„Komdu niður" sungið af Soffíu og
Önnu Siggu.
- Hefur þú haft ánægju af því að
starfa við tónlistina?
- Já, ég hef haft mikla ánægju af
þessu, en þetta er mikið erfiði og vökur
sem fylgja þessu. Ég vil Iíka segja það,
að það heldur þetta enginn út svona
lengi nema með algerri reglusemi. Það
er líka alltaf dálítið spennandi að heyra
lögin sín þegar þau eru komin í fullan
hljómsveitarbúning með góðum söngv-
ara.
- Nú hefur þú samið tnarga rótnantíska
texta, ert þú rómantískur maður?
- Já, það hlýtur að vera, en þó er
ekki öll sagan sögð þó textarnir bendi
til þess, því oft kalla lögin á róman-
tíska texta.
- Er eitthvert lag sem þér þykir vænst
utn afþínum lögutn?
- Nei, en þó gæti ég nefnt lítinn
vals, „Júlínótt" sem Haukúr Morthens
söng á plötu í sambandi við danslaga-
keppnina á Hótel Borg, en sem heyrist
sjaldan.
- Áttu þér einhver önnur áhugamál en
tónlistina?
- Ég er allsherjar dellumaður. Til
dæmis hef ég mjög gaman af að ferðast
og hef gert mikið af því hér innalands
í sambandi við spilamennskuna. Svo
hef ég gaman af því að veiða á stöng.
- Ætlar þú að halda áfram að semja um
ókomna framtíð?
- Já, eflaust eigið þið eftir að heyra
eitthvað nýtt eftir mig.
Og það vonum við svo sannarlega, en nú
er kominn tími til að kveðja og þakka fyrir
okkur.
Þegar hélt ég heitn til tnín,
í húmið stjörnubjarta,
þá lögin öll og Ijóðin þín
léttu tnér um hjarta.
„Þad heldur þetta enginn út svona
lengi nema meö algerri reglusemi."
■I