Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 5

Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 5
5 Stjórn SÍB Banka blaöió 55. árgangur, desember 1989. Útgefandi: Samband ísl. bankamanna. Ritstjóri: Einar Örn Stefánsson. Ábm.: Yngvi Öm Kristinsson. Ritnefnd: Eva Örnólfsdóttir, Hanna Stefánsdóttir, Helga B. Bragadóttir, Ingi- björg Ögmundsdóttir, Júlíus Aðal- steinsson, Snærún Bragadóttir og Þóra Þorsteinsdóttir. Ljósmyndir (flestar): Róbert Ágústsson. Aðsetur: Tjarnargötu 14, Reykjavík. Símar: 26944 og 26252. Bankablaðið er prentað í 4500 eintökum og sent öllum félagsmönnum SÍB. Umbrot og filmuvinna: Repró. Setning og prentun: Prentsmiðjan Rún. Samband íslenskra bankamanna stofnað 30. janúar 1935. Aðildarfélög em 20. Félagsmenn em 3700. Skrifstofa: Tjarnargötu 14, 101 Rvík. Formaður: Yngvi Örn Kristinsson. Aðrir í stjórn og varastjóm: Friðbert Traustason, Anna G. ívarsdóttir, Sigur- jón Gunnarsson, Páll Kolka ísberg, Anna Kjartansdóttir, Áslaug E. Jóns- dóttir, Auður Eir Guðmundsdóttir, Sól- mundur Kristjánsson, Smári Þórarins- son og Lilja Eyþórsdóttir. Starfsmenn: Einar Örn Stefánsson, framkvæmda- stjóri. Eva Ömólfsdóttir, fræðslufulltrúi. Elsa S. Þorsteinsdóttir, skrifstofumaður. Forsíðumyndin er af fjórum starfs- mönnum Islandsbanka fyrir framan höfuðstöðvar hans, Hús verslunarinn- ar. Talið frá vinstri: Guðbjörg Gissurar- dóttir úr Iðnaðarbanka, Jóhann Sigurðs- son úr Útvegsbanka, Sigríður Jósefs- dóttir úr Verslunarbanka og Bragi Vil- hjálmsson úr Alþýðubanka. Stjórn og varastjórn Sambands íslenskra bankamanna, sem kjörin var á þingi SlB 14. apríl 1989, ásamt framkvæmdastjóra sambandsins. Sitjandi frá vinstri: Páll Kolka ísberg ritari, Anna G. Ivarsdóttir 2. vara- formaður, Yngvi Öm Kristinsson formaður, Friðbert Traustason 1. varaformaður, Sigurjón Gunnarsson gjaldkeri. Standandi frá vinstri: Einar Örn Stefánsson framkvæmdastjóri, Lilja Eyþórsdóttir, Áslaug E. Jónsdóttir, Sólmundur Kristjánsson, Anna Kjartansdóttir, Auður Eir Guðmundsdóttir og Smári Þór- arinsson. Hverjir eru í stjórn SÍB? Yngvi Öm Kristinsson er formaður stjórnar SÍB. Hann er 33 ára hagfræðingur, mennt- aður í Bretlandi, og starfar sem forstöðu- maður peningamáladeildar gagnavinnslu- deildar Seðlabankans, en í Seðlabankanum hefur hann starfað í 10 ár. Hann situr í eftir- farandi nefndum og ráðum á vegum SÍB: Samninganefnd, stjóm NBU, fulltrúi í starfi FIET, stjórn RB, kjaranefnd, starfsréttinda- nefnd og samráðsnefnd stjómvalda um EB og EFTA. Hann átti áður sæti í stjóm SÍB 1985-87 og var kjörinn á ný í stjórn 1989. Yngvi var varaformaður Starfsmannafélags Seðlabankans um þriggja ára skeið. Hann er stjórnarformaður Húsnæðisstofnunar ríkis- ins, hefur setið í framkvæmdanefnd um húsbréf og ýmsum nefndum á vegum stjómvalda og Seðlabankans. Yngvi er kvæntur og á þrjá stráka á aldrinum 4ra til 8 ára. Helstu áhugamál: Blak, fluguveiði, sveitabúskapur og fjallaferðir. Friðbert Traustason, 1. varaformaður SÍB, er 35 ára kerfisfræðingur hjá Reiknistofu bankanna, en þar hefur hann starfað í 11 ár. Menntun: Stúdentspróf. Friðbert er formað- ur Starfsmannafélags RB og sat áður í stjóm SÍB 1983-87. Hann var kjörinn á ný í stjóm 1989. Friðbert situr í samninganefnd, kjara- nefnd, tækni- og öryggismálanefnd, stjóm NBU, trygginganefnd og sem áheyrnarfull- trúi í nefnd á vegum Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins vegna fæðingar- orlofs. Kvæntur og tveggja barna faðir. Áhugamálin em félagsmál og íþróttir.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.