Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 14

Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 14
14 Sameining banka Hvað segja banka- menn úti á landi um sameiningu banka? það varðar, því ég hef unnið mikið á pólitískum vettvangi og það hefur oft og tíðum ekki þótt verra, eða er það? 3. Búferlaflutning gæti ég ómögulega hugsað mér, og þó aðfluttur hingað frá ísafirði fyrir tuttugu og fimm árum. - Nei, ekki að ræða það! Ég hef hlerað það hjá samstarfsfólki að þar er svipað uppi á teningnum, mikill spenningur. Pó eru sumir ekki öruggir með áframhaldandi vinnu og finnst það hanga í lausu lofti. Pað fær heldur engin ákveðin svör um framhaldið. Þá er fólk einnig spennt fyrir því hvernig sameiningin hér í Keflavík verður í framkvæmd, því hér er einnig Verslunarbanki. Pó finnst fólki að það eigi ekki að vera nein spurning um það hvor staðurinn verður valinn, því við erum í miklu betra húsnæði, en meðan engin svör fást þá er alltaf óvissa. Um sameiningu Landsbanka-Sam- vinnubanka hef ég ekki myndað mér neina skoðun, enda um nóg að hugsa viðvíkjandi okkar sameiningu. Guðmunda Ingimundardóttir Samvinnubanka íslands h.f. Höfn, Hornafirði: 1. Útibúið sem ég vinn í er ekki nema 2ja ára gamalt. Par fékk ég það starf sem mér hefur alltaf fundist skemmti- legt, þ.e. gjaldkeri, en ég hef ekki feng- ið vinnu við það síðan ég bjó í Reykja- vík fyrir 9 árum. Ef af sameiningu verður hér hjá okkur á Höfn þá reikna ég með að missa þetta starf aftur. 2. Ég býst við að ég fengi nú eitthvert skrifstofustarf, þó svo að það yrði ekki alveg sambærilegt því sem ég er í núna. 3. Ég reikna nú ekki með því að ég myndi flytja ef mér byðist sambærilegt starf annars staðar á landinu. Ástæðan fyrir því er sú að ég er ekki eina fyrir- vinna heimilisins, þannig að maðurinn minn þyrfti þá líka að fá annað starf við sitt hæfi. Varðandi kaup Landsbanka íslands á hlutabréfum í Samvinnubankanum, þá erum við nú ekkert ánægð með það. Loksins þegar það komu nú tvö útibú hér á Höfn, þá á jafnvel að sameina þau, þannig að þá verður bara eitt úti- bú aftur. Það finnst okkur ekki nógu gott gagnvart viðskiptavinunum. Okk- ur finnst að fólk eigi rétt á að velja á milli a.m.k 2ja bankastofnana til að skipta við. Anna María Kristjánsdóttir Samvinnubanka íslands h.f., Húsavík: 1. Maður er óöruggur með að halda vinnunni. 2. Hér á mínum heimaslóðum er sam- bærileg vinna, en yrði erfitt að fá hana. 3. Nei, því ég tel það ekki vera allt þó ég fengi vinnu, það er margt annað sem spilar þar inn í. Starfsmenn Samvinnubanka íslands, Patreksfirði: 1. Ljóst er, að sameining Útvegs- Iðn- aðar- Verslunar- og Alþýðubanka snertir okkur starfsmenn Samvinnu- banka ekki sem slík. Almennt er sú skoðun ríkjandi, að þessi sameining hljóti að vera hið besta mál. Þ.e. fækk- un banka og útibúa, hagræðing í rekstr- inum öllum og um leið efling hins nýja banka, komi öllum viðskiptavinum hans til góða. Starfsmannamál hinna eldri banka eru svo sérstakur kapítuli útaf fyrir sig. Sala hlutabréfa S.Í.S. í Samvinnu- banka Islands hf. eru svo allt annar handleggur. Par er einfaldlega verið að leggja niður/yfirtaka eitt fyrirtæki í full- um rekstri. Við starfsmenn megum vænta þess, er fram líða stundir, að fá uppsagnarbréf. Síðan má vera að okk- ur verði gefinn kostur á að sækja um atvinnu hjá kaupanda bankans, þ.e. Landsbanka fslands. Allt er þetta í lausu lofti enn sem komið er, og alger- lega óútskýrt fyrir oss, aumum starfs- mönnum, hvað hinn nýi eigandi hyggst fyrir. 2. Á smástöðum úti á landsbyggðinni er ekki mörgum sambærilegum störf- um til að dreifa. Líklegast er, að um slíkt verði varla að ræða, nema að til komi starf í hinum nýja Lands- banka. Verði um það að ræða, verður væntanlega ráðið í þær stöður á eðli- legum grundvelli, þ.e. að þar ráði starfsaldur, reynsla og þekking. Þess er að vænta, að þröngt geti reynst á jöt- unni um allt land, hvað snertir störf stjórnenda bankanna og annarra yfirmanna þeirra. Erfiðara hlýtur að reynast fyrir þá aðila að fá sambærileg störf, en hina óbreyttu dáta, sem eru almennir afgreiðslu- og starfsmenn bankanna. 3. Alveg er ljóst að bankastarfsmaður, sem er fyrirvinna síns heimilis, hugsar til flutninga ef ekki er unnt að fá viðun- andi eða sambærilegt starf heima fyrir. Hjá öðrum starfsmönnum þurfa aðrar aðstæður varðandi einkahagi að breyt- ast, svo til slíkra óskapa komi. Brynja Friðfinnsdóttir Alþýðubankanum h.f. Akureyri: 1. Ég get varla svarað þessu fyrr en sameiningin hefur átt sér stað, en það verður spennandi að vera með. 2. Það hugsa ég ekki, en það er aldrei að vita. 3. Nei.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.