Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 37

Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 37
Framtíð bankakerfisins Brynjólfur Helgason: Brynjólfur Helgason er aðstoðarbanka- stjóri í Landsbanka íslands. Þróun bankastarf semi á íslandi til ársins 1999 Alþjóðleg þróun. Örar breytingar hafa einkennt viðskipta- bankastarfsemi hins vestræna heims síð- ustu tíu ár. Pær orsakast fyrst og fremst af breyttum þörfum viðskiptavina, sem leitt hafa af sér breytingar á lögum og reglugerð- um í átt til aukins viðskiptafrelsis. Þetta hef- ur leitt til harðari samkeppni og að ýmsu leyti erfiðari tíma fyrir viðskiptabanka, sem áður fyrr störfuðu í vernduðu umhverfi. Bilið á milli máttlítilla banka og sterkra banka vex sennilega meir á næstu fimm árum en á síðustu fimm árum. Mismunandi kenningar eru uppi um hagkvæmni stærðar í bankarekstri, þ.e. hvort rekstrarkostn- aður sé hlutfallslega lægri eftir því sem bankinn er stærri. Sumir telja að hag- kvæmnin sé meiri eftir því sem bankinn er stærri. Aðrir segja að það sé ekki stærðin sem skiptir máli heldur hagkvæmni óháð stærð. Hins vegar kann að vera áhugi fyrir sam- runa banka í stærri banka af þeirri ástæðu einni að það gefur þeim meira afl til að eiga viðskipti við viðskiptamenn með mikil um- svif og eykur heildarumsvif þeirra. Dæmi um þetta er yfirstandandi sameining Bergen Bank og Den Norske Creditbank í Noregi annars vegar og hins vegar Den Danske Bank og Köbenhavns Handelsbank í Dan- mörku eða sameining banka á Islandi. Tengsl íslenskra banka við umheiminn. Rekstur banka byggist á trausti. Það traust er mikilvægast af hálfu innistæðueigenda. Þess vegna skiptir máli hvaða tryggingar eru að baki bankainnistæðna. Meðan þær tryggingar eru góðar er lítil hætta á áhlaupi innistæðueigenda á banka. Markviss fjár- málastjórn banka er undirstaða þess að eðli- leg áhættudreifing eigi sér stað. Innri eftir- litskerfi þurfa að tryggja eins vel og kostur er að áhætta í lánveitingum sé innan skynsamlegra marka og að rekstrarkostnað- ur eða lausafjárstjórn fari ekki úr böndum. íslenskir bankar eru nú almennt með þolan- legt eiginfjárhlutfall þó ekki sé víst að þeir uppfylli t.d. þær kröfur sem Etnahags- bandalagið mun gera til eigin fjár í banka- rekstri árið 1992. Einnig er sennilegt að allir íslenskir bankar þurfi að leggja hærri upp- hæðir í varasjóði vegna erfiðra skuldara á næstu tveim til þrem árum, en gert hefur verið að undanförnu. Harðari samkeppnismarkaður gerir aukn- ar kröfur um arðsemi þeirrar þjónustu sem veitt er. Mikilvægi þess að íslenskir bankar aðlagi sig alþjóðlegum stöðlum og vinnu- reglum verður ekki nægilega undirstrikað. Án þeirrar aðlögunar stefnir í stöðnun og afturhald. Öflugir bankar og öflugt atvinnu- líf hlýtur að haldast í hendur. Eðlilegar kröfur um arðsemi fjárfestinga eru nauð- synlegar í allri atvinnustarfsemi. Grundvöllur framfara. Framþróun banka- og fjármálastarfsemi á íslandi næstu ár er háð nokkrum þáttum. í fyrsta lagi er nauðsynlegt að auka skilning stjórnmálamanna á fjármálastarfsemi og þeim hugtökum er henni tengjast svo og áhrifum vísitölu, raunvaxta, nafnvaxta, gengisbreytinga og vaxta erlendis. Bankarn- ir þurfa ef til vill að leggja meira á sig í þessu efni. í öðru lagi er nauðsynlegt að efnahags- líf landsins komist upp úr þeim öldudal sem það hefur verið í að undanförnu. Öfl- ugri og markvissari leit að nýjum og arð- bærum gjaldeyrisskapandi fjárfestingum er forsenda þess, ásamt skynsamlegum grundvelli undirstöðuatvinnuveganna. í þriðja lagi skiptir miklu máli hvernig yfir- stjórnir bankanna halda á málum. Þá þarf loks að taka tillit til annarra fyrir- tækja er geta veitt svipaða þjónustu og bankar og veita bönkunum því vaxandi samkeppni. ísland og Lúxemborg. Fróðlegt er fyrir okkur að Iíta til Lúxem- borgar, sem er lítið land og margir þekkja best sem viðkomustað Flugleiða um árabil. tbúar landsins eru um 340 þúsund. Stærsta fyrirtæki þess er stáliðjuver. En í Lúxem- borg eru yfir 160 bankar og auk þess fjöldi tryggingafélaga. I byrjun næsta árs er hugs- anlegt að á Islandi verði aðeins 3-4 bankar og sparisjóðir. Er það framtíðin? Grundvöllurinn að fjármálaveldi Lúxem- borgar er stöðugleiki efnahagslífsins, skiln- ingur stjórnvalda á mikilvægi fjármála- starfseminnar og mikil bankaleynd. Fleiri atriði hafa áhrif eins og t.d. lega landsins, víðtæk þekking á banka- og fjármálum. Hugsanlegt er að sérstaða Lúxemborgar á þessu sviði minnki árið 1992 vegna sam- ræmingar á reglum í Evrópubandalags- löndunum. Er það eitthvað sem ísland get- ur hagnýtt sér? Hugleiðingar um árið 1999. Þróunin í bankamálum er yfirleitt sígandi fremur en í stökkum. Bankamenn hafa ekki reynslu í að meðhöndla hraðfara breytingar. Það kann þó að breytast á næstunni. Þróun tölvu- og fjarskiptatækninnar hefur verið hröð síðasta áratuginn, en reikna má með að hún verði margfalt hraðari næsta áratug. Það mun hafa mikil áhrif á starfsemi banka og annarra fjármálafyrirtækja. Þörfin fyrir útibú minnkar. Fjarlægðir skipta minna máli. Viðskiptavinurinn, sem í dag kemur í bankana til að greiða reikninga öðru fremur getur setið á skrifstofunni eða heima hjá sér við tölvu og fengið upplýsingar, greitt reikninga, flutt fjármuni á milli reikninga og sótt um lán. Tæknibreytingar munu því væntanlega setja mark sitt æ meir á fjárfest- ingar fjármálafyrirtækja í framtíðinni. Þess- ar tæknibreytingar gera hins vegar ýmsum öðrum fyrirtækjum enn auðveldara að ryðja sér rúms á fjármálamörkuðunum. Með heimildum til viðskipta með erlend verðbréf á árinu 1990 geta ríkisstjórn og Seðlabanki tekið næsta skref inn í framtíð- ina. Aukið frelsi til fjármagnsflutninga til og frá landinu getur þýtt miklar tilfærslur á fjármagni annaðhvort vegna mikils taps eða mikil gróða aðila er þar kunna að eiga við- skipti og kynnast nýrri áhættu, nefnilega verðsveiflum alþjóðlegs verðbréfamarkað- ar. Ef tekst að skapa stöðugleika og nægi- legt traust á íslenskum aðstæðum gætu sprottið hér upp nokkur alþjóðleg fjármála- fyrirtæki. Fjöldi bankaútibúa minnkar væntanlega frá því sem nú er, en jafnframt gætu orðið hér 30 bankar í stað þriggja eða fjögurra. Bankar verða sérhæfðari en í dag en sú sérhæfing getur verið á mörgum sviðum.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.