Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 35

Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 35
/ léttum dúr 35 Kristján Óskarsson: NÝIBÆR Lítil saga um sameiningu Útgarður er herragarður á Suðurlandi, þar ráða ríkjum sex bræður. í sömu sveit eru einnig þrír misstórir bónda- bæir. Nyrsti bærinn heitir Alviðra og þar er bóndinn Bergur við stjórnvölinn, næsti bær við er Vellingur og bóndi þar er Trausti, syðsti bærinn er svo Iðavell- ir með bóndann Varða. Litlu bæirnir þrír voru ekki stöndugir og áttu erfitt uppdráttar. Þar spilaði margt inn í, svo sem riðuveiki, vaxta- verkir í kúm og margt fleira. Herra- garðurinn var ekki mjög beisinn heldur, en var þó þeim gæðum gæddur, að hægt var að láta hendur grípa í gilda sjóði. Það var svo í síðustu sláturtíð að bændurnir Bergur, Trausti og Varði tóku tal saman og veltu málunum fyrir sér. „Ekki er hægt að láta þetta ganga svona öllu lengur", segir Bergur við hina og þeir tóku undir það og fóru að hans á þessu mannanna vafstri. Að minnsta kosti létum við presturinn okkur ekki vanta, og hömuðumst á kvöldin og jafnvel á nóttunni Iíka, við að pækla, rúmsalta, slá til tunnur, eða sinna kerlingunum með salt og tunnur, rétt eins og aðrir. Eftir að ég hafði fengið að skemmta mér tvö haust í kvöld- nætur- og helg- arvinnu á síldarvertíð, fékk konan loks löngun til að spreyta sig. Reyndar tók hún sig til við hauststörfin af meiri al- vöru en eiginmaðurinn, byrjaði í slát- urhúsinu við innyflaflokkun, dreif sig síðan í síld, og skar og raðaði af mynd- ugleik, og endaði síðan sem starfsmað- ur í frystihúsinu, þar sem hún vann það sem eftir var dvalar okkar á Djúpa- vogi. Reynsla okkar hjóna af því að búa þessi 5 ár á Djúpavogi var okkur ómetanleg lífsreynsla, þroskandi og skemmtileg. Höfundurinn, Kristján Óskarsson, starfar í Alþýðu- bankanum. ræða málin af fullri alvöru. „Getum við ekki bara sameinað bú okkar", segir Trausti og tekur í nefið og býður hin- um með sér. „ Jú, þetta er ráð að reyna", segir þá Varði „og við kaupum Útgarð með öllu sem fylgir". „Nei ekki fiskibátnum, hann míglekur", segir Bergur. Það varð úr að þeir keyptu í samein- ingu Útgarð og sameinuðu alla bæina saman í einn gríðastóran herragarð. Eftir smá þref var ákveðið að herra- garðurinn ætti að heita ísafold. Varði var gerður að fyrsta herramanni og hinir tóku sér starf ráðsmanna. Mikið og erfitt verk var fyrir höndum, það átti eftir að finna Herra- garðinum stað og ráða úr hvað yrði um hina bæina, svo ekki sé nú minnst á skepnumar, því þær voru mesta vanda- málið. Þeir voru með allt of mörg svín, hænsni og beljur og of fáar kindur. Eftir miklar vangaveltur var ákveðið að velja úr bestu svínin og hænsnin og farga svo hinum sem ekki hlutu náð eða bara setja þau í verri stíur. Beljurn- ar mátti nota, bara ekki bæta við, þær myndu týna tölunni ein og ein. Aður en til fækkunar dró var ákveð- ið að halda skepnunum smá veislu og gefa þeim aðeins meira en venjulega. Með góðmennsku mátti jafnvel láta þær halda að ekkert myndi nú koma fyrir þær. Dýraeftirlitsmenn komu frá öllum bæjunum og vildu fá að fylgjast með öllu sem til stóð, ekki stóð nú á því. Dýraeftirlitsmennirnir fengu í lið með sér dýralækna sem áttu að vera sérfræðingar í skepnumálum og komu þeir með hin ýmsu ráð sem herragarðs- eigendurnir hummuðu fram af sér og reyna nú að láta falla í gleymskunnar dá. En svo verður ekki, því dýraeftir- litsmennirnir eru vakandi og sofandi með skepnunum og sjá til þess að þeirra réttar sé gætt í hvívetna og helst engri skepnu fargað. Vonandi lýkur þessari sögu eins og öðrum góðum ævintýrum, vel. Sendum félagsmönnum Sambands íslenskra bankamanna bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi ár Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Sparisjóður vélstjóra Sparisjóður Kópavogs Sparisjóður V-Húnvetninga Eyrasparisjóður Patreksfirði-Tálknafirði Sparisjóður Svarfdæla Sparisjóður Siglufjarðar Sparisjóður Norðfjarðar Sparisjóður Vestmannaeyja Sparisjóður Ólafsvíkur Byggðastofnun Framkvæmdasjóður Lind h.f. Sparisjóður Mýrasýslu

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.