Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 24

Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 24
Trésmiður að iðnf í tónlistarnámi - og vinnur í banka - Spjallað við Braga Vilhjálmsson, starfsmann í Alþýðubankanum Bragi Vilhjálmsson: „Hef ekki hugsað mér þetta sem framtídarstarf". Pegar komið er inn í afgreiðslusali bankanna er áberandi að konur eru í miklum meiri hluta í störfum þar, það er næstum að verða undantekning að karlmaður sjáist í almennum af- greiðslustörfum. Petta er í sjálfu sér ekkert undarlegt, konur eru 75% af bankastarfsmönnum og flestar í al- mennum störfum. Þó er undantekning á þessu, einn og einn karlmaður er að vinna við al- menn bankastörf, og í Alþýðubankan- um hf. að Laugavegi, þessu líka kvennaveldi, var einn ungur maður, sem mér fannst alveg tilvalið að hafa viðtal við og forvitnast um afhverju hann valdi sér þetta starf. Þessi ungi maður heitir Bragi Vil- hjálmsson, 25 ára gamall og trésmiður að mennt. Hann hefur starfað í Alþýðubankan- um í tæplega tvö ár og vinnur í lána- deild. - Bragi, trésmiður í banka, af hverju? - Ég vildi nú gjarnan prófa eitthvað nýtt, en það sem réði fyrst og fremst þessu vali var ef til vill það að ég er í tónlistarnámi og samrýmdist þetta starf vel því námi. - Pað lá að, það eru sem sagt hvorki laun né áhugi fyrir bankamálum sem hefur lokkað Braga til bankastarfa, en hvaðfinnst þér nú um starfið eftir tæp tvö ár? - Mér líkar það miklu betur en ég bjóst við, nema launin mættu vera betri. Ég bý einn og er í leiguhúsnæði og launin rétt nægja fyrir framfærslu, þannig að ég get ekki ímyndað mér að þau nægi til að framfleyta fjölskyldu. - Gætirðu hugsað þér þetta sem framtíð- arstarf, telurðu að þú eigir einhverja mögu- leika á að vinna þig upp, og ef svo væri hvaða menntunarmöguleika mundir þú velja til að öðlast meiri þekkingu í banka- málum? - Nei eiginlega hef ég ekki hugsað mér þetta sem framtíðarstarf enda tel ég mig ekki hafa mikla möguleika á að Þóra Þorsteinsdóttir tók viðtalið. Hún vinnur í bókhaldi Alþýðubankans. vinna mig upp innan bankans. Hins vegar finnst mér að Bankamannaskól- inn og námskeið innan bankans séu leiðir fyrir bankamenn að mennta sig í bankamálum, því að við vitum að auk- in menntun eykur sjálfsöryggi og gerir okkur að hæfari starfsmönnum. - Nú er kvenfólk meirihluti starfsmanna í bönkum. Telur þú að það fæli karlmenn frá að sækja um almenn störf í bönkum og heldur þú að það hafi áhrif á laun? - Ég veit það ekki, ég gæti þó trúað því að það fæli menn frá, en ég veit ekki hvort það hefur áhrif á laun, hef ekkert hugsað út í það. - Nú vinnur þú eingöngu með konum, en þegar þú vannst sem smiður vannstu rnest með karlmönnum. Er mikill munur á þessum vinnustöðum? - Já, hann er mjög mikill en ég get ekki sagt að annað sé betra en hitt. Mér finnst mjög erfitt að útskýra í hverju þessi munur er fólgin. Umræðuefnin í vinnunni eru ólík, en að öðru leyti á ég ekki gott með að koma orðum að því í hverju munurinn liggur, en hann er mjög mikill. - Fannst þér erfitt að aðlaga þig að kvennaumhverfinu? - Nei, alls ekki. - Hvað finnst þér svo um sapeiningu bankanna fjögurra, heldurðu að hún kotni til með að snerta þig eitthvað persónulega? - Sameiningin gæti auðvitað orðið til góðs, en mér finnst nú ekki gott að sjá hvert þetta leiðir, tíminn verður að leiða það í ljós. Hvað mig varðar, veit ég ekki til þess að þetta eigi eftir að snerta mig í sambandi við vinnuna, ekki nema þetta útibú yrði lagt niður. Þá yrði auðvitað einhver röskun á starfsfólkinu, en að öðru leyti ekki. - Að lokum Bragi, á hvað ertu að læra í tónlistarskólanum? - Ég er að læra á saxafón. - Gangi þér vel og kærar þakkir fyrir spjallið.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.