Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 39

Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 39
Fræðslumál 39 Guðrún Friðgeirsdóttir: Fjarkennsla er oft hentug leið fyrir starfsmenntun Nú bendir allt til þess að skriður kom- ist á eflingu fullorðinsfræðslu í land- inu. Lagafrumvörp eru í í undirbún- ingi og ráðin hefur verið sérstakur starfsmaður í menntamálaráðuneyt- inu til að sinna fullorðinsfræðslu ein- göngu. Aðkallandi er að koma skipulagi á það mikla framboð menntunar utan hins hefðbundna skólakerfis, bæði til að gera fullorðinsfræðslu markvissari og þá ekki síður til að jafna aðstöðu fullorðinna til menntunar. Enn er langt frá því að þegnar þessa þjóðfélags hafi sömu tækifæri til eftir- menntunar eða starfsmenntunar. Þeir sem hafa langa skólagöngu og búa á Reykjavíkursvæðinu hafa bestar að- stæður til að sækja hvers konar nám- skeið og fá frekar tækifæri til að fara á námskeið í vinnutímanum heldur en hinir sem stutta skólagöngu hafa eða búa í dreifbýli. Nú er brýnt að sinna starfsmenntun allra á vinnumarkaði, ekki síst þeirra sem litla starfsmenntun hafa. Nauðsynlegt verður líka að koma bet- ur til móts við lífsaðstæður fullorðinna á vinnumarkaði og hvetja þá til hvers konar menntunar, bæði almennt þroskandi menntunar og sérstakrar starfsmenntunar. Ef vel er að staðið er Iítill vandi að flétta þetta tvennt saman. Markmið allrar menntunar hlýtur alltaf að vera að einstaklingurinn öðlist meiri starfshæfni, betri líðan og verði betri og virkari þjóðfélagsþegn. Sífellt kemur fram ný þekking og tæknibreytingar eru örar. Aukin menntun og starfsþjálfun fólks á vinnumarkaði gerir það mögulegt að nýta þessa nýju þekkingu og tækni og á því byggist að miklu leyti þróun at- vinnuveganna og lífskjörin í landinu. Enginn vafi er á að við getum hér á landi notað fjarkennslu við starfs- menntun á svipaðan hátt og aðrar Norðurlandaþjóðir gera. Raunar held ég að það verði nauðsynlegt að nýta þessa leið ásamt öðrum í fullorðins- fræðslunni til að ná til sem flestra og til að jafna aðstöðu fólks til náms. Fjarkennsla getur verið hagkvæm og ódýr leið í menntamálum ef vel er að henni staðið. Mestu máli skiptir að skipuleggja og hanna námskeiðin mark- visst og hafa námsgögnin kennslu- fræðilega vel úr garði gerð. Sjónvarpskennsla er dýr og er því yfirleitt ekki notuð t.d. annarsstaðar á Norðurlöndum nema þegar hún er veruleg viðbót við aðra fjarkennslu og hægt er að ná markmiðum betur með lifandi mynd. Það hefur sýnt sig að með því að nota bréf, dagblöð, hljóðbönd, myndbönd og síma, sem nú gefur aukna möguleika, er hægt að ná góðum árangri með fjarkennslu. Tölvur eru auðvitað góð viðbót og sjálfsagt þess skammt að bíða að þær verði notaðar í fjarkennslu hér á landi. Með notkun tölva í fjarkennslu opnast geysilegir möguleikar. Hér er við hæfi að minna á að reynsl- an hér heima og erlendis sýnir að hætta á fráfalli nemenda er mikil í fjar- kennslu. Hins vegar er óhætt að segja að nemendur sem komast upp á lagið með að stunda nám á slíkan hátt þroska með sér sjálfstraust og sjálfstæði í vinnubrögðum. Til þess að girða fyrir fráfall nem- enda í fjarkennslu og tryggja góðan námsárangur hafa ýmsar aðgerðir reynst vel. Fyrst og fremst: • Markviss skipulagning og hönnun námskeiða. • Kennslufræðilega vel unnin námsgögn. • Námsráðgjöf (þ.á.m. leiðsögn í námstækni. • Hvatningabréf. • Símatímar kennara og námsráð- gjafa. • Fundir með öllum nemendum og kennara frá sama byggðarlagi þar sem hægt er að nota aðrar kennslu- aðferðir, t.d. umræður, sýna mynd- bönd o.fl. • Samskipti má líka hafa gegnum tölvur, sjónvarp og símfax. Eins og sjá má skiptir miklu máli að hafa sem mest samband við nemand- ann og það má nú gera á ýmsan hátt með aðstoð tækninnar. Samstarf Bréfaskólans og Banka- mannaskólans hófst fyrir einu ári í smáum stíl. Það hefur eflst mikið á þessu ári og traust milli aðila aukist. Bréfanámskeið í vaxta- og verðbréfa- reikningi sem Bréfaskólinn hefur látið útbúa námsgögn fyrir, er farið vel af stað og er það ekki síst að þakka höf- undi námsefnisins, sem er reyndur og góður kennari frá Bankamannskólan- um. Næstum 30 manns hafa þegar inn- ritað sig í þetta námskeið. Vonandi tekst okkur að þróa þetta samstarf áfram til þess að geta betur mætt þörfum bankamanna fyrir starfs- menntun, hvar á landinu sem þeir eru búsettir. Guðrún Friðgeirsdóttir er skólastjóri Bréfaskólans. Með henni á myndinni er Daníel Gunnarsson, fyrr- verandi skólastjóri Bankamannaskólans, en hann átti frumkvæði að samstarfi skólanna tveggja.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.