Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 19

Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 19
19 vera frá um tíma, að þá hljóp ég í skarðið. Nú þegar ég sé þetta í ljósi dagsins í dag, finnst mér það dálítið merkilegt að þarna vestur í Bolungar- vík var ekkert verið að hugsa um hvort ég væri karl eða kona þegar þetta kom upp á. Ég var bara spurð hvort ég treysti mér, búið og basta. Einnig finnst mér í dag, að þetta hafi verið í eina skiptið á starfsferli mínum, sem ég var metin að verðleikum, en það var þegar ég fékk greitt fyrir þetta tímabil og spurði þeirrar spurningar, sem eng- inn bankamaður hefur nokkru sinni spurt: „Á ég að fá svona mikið"? „Við hefðum þurft að greiða ennþá meira, ef við hefðum fengið mann að sunnan", var svarið. Ég tala svona mikið um Sparisjóð Bolungarvíkur, því þar leið mér hvað best, mikið að takast á við og meira og minna lærdómur í 7 ár, en þá fluttum við hjónin til Reykjavík- ur og ég réði mig hjá Sparisjóði Reykja- víkur í víxla og innheimtur og vann þar í 4 ár. Hérna hjá Alþýðubankanum hef ég starfað í 10 ár samfellt og gæti í dag ekki hugsað mér betri vinnustað. - Hver er í stuttu máli helsti munur á vinnunni í dag og þegar þú byrjaðir? - í þá daga var allt handunnið og handreiknað. Sparisj óðshrey fingar voru færðar inn í stóra doðranta í bankanum og svo í bækur viðskipta- vinanna. Allir vextir handreiknaðir. Ávísanreikningarnir voru léttari þá, enda miklu færri. Einhvers konar reikni- vélar voru reyndar komnar til sögunn- ar. Síðan komu bókhaldsvélarnar og núna tölvurnar. Handavinna áður var gífurleg og reikningskunnátta þurfti að vera í lagi. Mikið var lagt upp úr af- köstum. Nú er það nákvæmnin sem gildir. Tölvan sér til þess. - Nú er oft talað um að konur hafi ekki nægilegt sjálfstraust eða metnað og þess vegna sitji þær eftir í stöðuveitingum. Finnst þér þetta réttmæt gagnrýni? - Mér finnst rangt að koma með slík- ar alhæfingar um konur. Hvað sjálfa mig snertir barðist ég á sínum tíma fyr- ir rétti mínum, en náði ekki árangri sem skyldi. Hitt er svo annað mál að oft eru konur ekki metnar að verðleik- um og karlmenn virðast eiga auðveld- ari aðgang að stöðuhækkunum. Það segir sig sjálft að það hlýtur að hafa letjandi áhrif á sjálfstraustið ef manni er hafnað stundum oftar en einu sinni eða tvisvar, það gildir bæði fyrir konur og karla. Þó tel ég að konur leiti oftar skýringar á þessu í sjálfri sér, telji sig ekki hafa staðið sig sem skyldi, þegar karlmaðurinn aftur á móti leitar skýringanna í umhverfi sínu. Þetta liggur eflaust í eðli uppeldisins á drengjum og stúlkum. - Nú var mjög algengt áðurfyrr að karl- ar fengu hærri laun en konur fyrir sömu vinnu. Varðstu vör við þetta? Finnst þér þetta hafa breyst? - Já, ég hefi persónulega reynslu af þessu. Ég tók við starfi af manni sem trúði mér fyrir því þegar hann fór að starfið hefði verið sér ofviða, jafnframt stakk hann því að mér hvað hann hefði haft í laun, sem voru mun hærri en mín. Þegar ég hafði náð tökum á starfinu fór ég fram á laun fyrirrennara míns. Mér var neitað um launahækkunina, en rökin voru engin. Starfið var vel unnið, sögðu þeir en..... Það liðu reyndar tvö ár þar til þeir létu sig, en það fylgdu með launaumslaginu góða þau tilmæli að ég yrði nú góð stúlka og bæði ekki um meira. Því miður virðist þetta lítið hafa breyst og það harma ég. Það er greinilegt að við Margrét gæt- um setið lengi enn því það er margt sem hún hefur gert og reynt um æfina, en einhvers staðar verðum við að stoppa. Ein lokaspurning. - Nú er búið að stofna nýjan banka og ráða í helstu stöður þar. Hvað finnst þér um þær ráðningar? - Ég efast ekki um að þarna er valinn maður í hverju rúmi, en ég hefði þó óskað þess að sjá konu í einhverju af toppsætunum, því að reynsla mín af konum innan bankanna fullvissar mig um að þær hefðu skipað þar sæti með sóma. Sendum öllum bankastarfsmönnum okkar bestu jóla- og nýjársóskir SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.