Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 26

Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 26
26 „Norðurlönd og efnahagssamruni Evrópubandalagsins" var yfirskrift meginviðfangsefnis þingsins næsta dag, miðvikudaginn 27. september. Björn Skogstad Aamo, ráðuneytis- stjóri í norska fjármálaráðuneytinu, ræddi um stefnu EFTA og samstarf EFTA-ríkjanna við ríki Evrópubanda- lagsins. Hann reifaði einkum félagsleg og fjárhagsleg efni í því sambandi. Hann sagði það mikilvægt, að samstarf þessara tveggja bandalaga, EB og EFTA, tækist sem best, þannig að unnt yrði að gera alla Vestur-Evrópu að einu markaðssvæði. Ráðuneytisstjór- inn sagðist gera ráð fyrir, að eftir tvö til þrjú ár yrðu Norðurlöndin, að íslandi undanskildu, orðinn hluti af evrópsk- um fjármálamarkaði, þar sem lítill greinarmunur er gerður á EB- og EFTA-löndum. Hann sagði að Norður- löndin yrðu að nýta sér frelsisþróun, sem yrði á hlutabréfa- og fjármagns- markaði. Norræn fyrirtæki yrðu að styrkjast til að standa vel að vígi á hin- um stóra, evrópska markaði. Norrænt samstarf Samkeppni banka á alþjóða- markaði. Heikko Koivisto, frá Kansallis- Osake-Pankki í Finnlandi, fjallaði um afleiðingar innri markaðar Evrópu- bandalagsins fyrir bankakerfið í Finn- landi. Hann sagði að finnskir bankar hefðu nú þegar byggt upp alþjóðlegt net og starfað um árabil í helstu fjárm- álamiðstöðvum heims, svo sem London, New York, Genf, París, Frankfurt, Singapore og Tókýó. Það yrði eitt helsta verkefni finnskra banka á næstunni að finna réttu leiðina í sam- keppni á alþjóðamarkaði. Koivisto sagði, að hin fjölmögu úti- bú og góða þjónusta finnskra banka heima fyrir (þar eru 1400 íbúar um hverja bankaafgreiðslu, eins og hér á landi), hefði verið mikilvæg þegar reynt var að ná sem mestum viðskipt- um, með vaxtamun sem grundvöll hagnaðarins. Þetta væri skýringin á úti- búanetinu, sem hvergi í heiminum er þéttriðnara, og tæknilegum nýjungum sem væru ótvírætt í heimsklassa. En ýmis vandamál kæmu til sögunnar, þegar landamæri Evrópu opnuðust upp á gátt. Hann ræddi nánar um þessi vanda- mál og hvernig bregðast mætti við þeim. M.a. mælti hann með vaxta- hækkunum og skattlagningu inni- stæðna. Hann spáði því að hinn mikli vöxtur, sem verið hefði í finnsku banka- kerfi undanfarin ár, þrátt fyrir litla fjölgun starfsmanna, hlyti nú að fara að stöðvast. Færslumagnið yrði að minnka, það væri nauðsynlegt, og menn yrðu að taka því þótt rekin yrðu upp ramakvein um verri þjónustu bankanna. Besta ráðið til að draga úr færslum væri að hækka verðið fyrir þessa þjónustu. Fyrr eða síðar yrði að hækka þjónustugjöldin, því að vaxta- munurinn færi hraðminnkandi. Norræn stéttarfélög - sterk heild. Svend Jakobsen, framkvæmdastjóri Sambands danskra sparisjóða, sagði frá reynslu Dana af veru þeirra í Evrópu- Nú ábyrgist Búnaðarbarikinn tékka, útgefna af eigendum Gullreiknings að upphæð allt að kr. 10.000,- án framvísunar bankakorts. Til þess þarf tékkinn að bera mynd af reikningshafa en slíkt stendur eigendum Gullreiknings til boða. Pað fer ekki milli mála hver þú ert. Nýjung: Tékkaábyrgð án bankakorts á tékkum með mynd af reikningshafa. 'rBÚNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.