Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 18

Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 18
18 „Vertu nú góð stúlka og biddu ekki um meira" Viðtal: Þóra Þor- steinsdóttir, starfs- maður í bókhaldi í Alþýðubankanum h.f. Margrét Guðmundsdóttir í Alþýðubankanum man tímana tvenna - en sumt hefur þó lítið breyst. Margrét Guðmundsdóttir: „Við hefðum þurft að greiöa ennþá meira, ef við heföum fengið mann að sunnan," var svarið. Ein af ástæðum sem oft eru nefndar er tal berst að því hve konur eru lítið áberandi í toppstöðum bankanna, er sú að þær séu óöruggur vinnukraftur. Starfsferill þeirra sé stuttur og ekki samfelldur. Ef litið er síðan á meðal- starfsaldur karla og kvenna kemur í ljós að meðal kvenna í bönkum er hann rúmlega níu ár en karla rúmlega tólf ár, svo að munurinn er sáralítill. Elsti starfsmaðurinn í Alþýðubankan- um að Laugavegi 31 er einmitt kona og fannst mér því að fróölegt væri að heyra sögu hennar. Kona þessi heitir Margrét Guðmunds- dóttir og vinnur í lánadeild bankans. - Margrét, viltu fyrst segja mér svolítið frá sjálfri þér? - Ég er að mestu leyti alin upp á ísa- firði og þaðan lauk ég gagnfræðaprófi 1945. Árið 1946 var ég ráðin skrifstofu- stúlka við sýslumannsembættið á ísa- firði og var ægilega montin yfir starf- inu, sem aðallega var vélritun, en hún var geysilega mikil. Flest mál emb- ættisins þurfti að vélrita auk allra skýrslugerða og fór ekki hjá því að ég lærði mikið á þessu. Auk sýslumanns- ins Jóhanns Gunnars Ólafssonar voru þrír aðrir karlmenn á skrifstofunni. Eftir þriggja ára starf með þessum öðl- ingum kvaddi ég þá með tárum og hélt til Reykjavíkur og vann á lögfræðiskrif- stofu í eitt ár, en kom þá aftur til fsa- fjarðar, eignaðist mitt fyrsta barn og varð einstæð móðir. I þá daga leitaði maður til foreldranna undir þannig kringumstæðum. Aftur réðist ég í vinnu til Jóhanns Gunnars, en nú við deild Almanna- trygginga, sem þá var stofnuð og vann þar í fimm ár, eða þar til ég giftist og flutti til Bolungarvíkur. Maðurinn minn Finnur Th. Jónsson hafði ráðið sig í skammtímavinnu hjá Einari Guð- finnssyni hf. en þau urðu 20 árin okkar þar. Árið 1962 hafði ég eignast 6 stelpur, þær yngstu tvíburar. Sjokk, því það biðu allir eftir stráknum. - Þrátt jyrir stórt heimili hefur þú drifið þig út á vinnumarkaðinn aftur, hvað ertu nú búin að vinna lengi í banka og hvar? - Jón Tómasson, þá Iögreglustjóri í Bolungarvík, varð um áramótin 1965-66 minn núverandi örlagavaldur. Hann bað mig að hjálpa sér á skrifstofunni við áramótauppgjörið, nokkra tíma á dag og útvegaði mér barnapíu á meðan. Að fara út á vinnumarkaðinn aftur hafði aldrei hvarflað að mér þessi 10 ár, en ég stóðst ekki mátið. Um sumarið vann ég hjá honum í afleysingum og um haust- ið réðist ég til Sparisjóðs Bolungarvík- ur. Pá var nýráðinn hjá sjóðnum ung- ur maður, Sólberg Jónsson að nafni, fullur af áhuga og sú mesta hamhleypa til allra verka sem ég hef kynnst, enda þandist sjóðurinn út á skömmum tíma og varð virkur og öflugur. Sólberg hafði þann góða eiginleika að manni fannst alltaf að maður ynni með honum, ekki fyrir hann. Það kom sér líka vel þegar hann veiktist og þurfti að

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.