Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 33

Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 33
Námskeið 33 Fremstir sitja greinarhöfundarnir Delía og Salome, en myndin var tekin á námskeidinu. Þær starfa bádar í erlendum vidskiptum í Iðnaðarbanka íslands h.f. eins og frami, sjálfsmat og sjálfs- traust. Pátttakendur voru mjög ánægðir með námskeiðið og sammála um að það væri nauðsynlegt öllum konum að sækja námskeið af þessu tagi. Hefðum við helst viljað að það stæði deginum lengur, svo mörg voru málefnin sem við vildum taka fyrir. Til að mæta þessari þörf og jafnframt til að halda okkur í æf- ingu var ákveðið að hópurinn myndi hittast einu sinni í mánuði og taka þá fyrir þau bankamál sem efst eru á baugi hverju sinni. Viljum við þakka SÍB fyrir þetta frábæra framtak og jafnframt hvetja allar konur innan vébanda þess að sækja þetta námskeið. Delía Kristín Howser og Salome R. Birgisdóttir: Nauðsynlegt nám- skeið fyrir konur Dagana 14., 18. og21. októbervar haldið fyrsta kvennanámskeiðið á vegum SlB. Þátttakendur voru 11, frá Landsbanka, Iðnaðarbanka, Út- vegsbanka og Sambandi Spari- sjóða. Vorum við á ólíkum aldri og úr mismunandi deildum innan bankanna. En strax skapaðist góður andi og mikil samstaða í hópnum. Námskeiðiðið tók yfir tvo laugar- daga og eitt miðvikudagskvöld. Leiðbeinendur voru Eva Örnólfs- dóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir, Anna ívarsdóttir og Lilja Eyþórsdóttir. Meginmarkmið námskeiðsins var að efla konur og styrkja í að koma í pontu og segja sína meiningu. Gefnir voru punktar um upp- byggingu ræðu og Kristín leið- beindi um framsögn, öndun og áheyrileika. Voru ýmsar leiðir farnar til að „hrista" hópinn saman s.s. leikfimi, leikir og spuni, sem jafnframt fékk okkur til að íhuga mismunandi stöður á vinnustöðum og í þjóðfé- laginu. Einnig voru tekin fyrir atriði Kristín Á. Ólafsdóttir leiðbeinir í leikrænni tjáningu. Bent Larsen í kröppum sjó Danski stórmeistarinn Bent Larsen var hér á ferð í haust, og tefldi þá klukku- fjöltefli við bankamenn á 11 borðum. Umhugsunartími var 2 tímar á 40 leiki og lenti stórmeistarinn í kröppum tímahraksdansi á sumum borðum. Úrslit urðu þau að Larsen vann 6 skákir, tapaði 2 skákum, fyrir Birni Þorsteinssyni, Útvegsbanka og Jó- hanni Erni Sigurjónssyni, Landsbanka og gerði 3 jafntefli, við Braga Björnsson, Útvegsbanka, Gunnar Gunnarsson, Útvegsbanka og Sólmund Kristjánsson, Landsbanka. Sex vinningar, tvö töp, þrjú jafntefli - var allt sem Bent Larsen stórmeistari hafði upp úr krafsinu þegar hann tefldi við íslenska bankamenn 21. september. Hér er greinilega eitthvað spennandi á seyði.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.