Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 17

Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 17
Sameining banka 17 Sigtryggur Jónsson sálfræðingur er höf- undur þessarar grein- ar. verðarferðir eða skemmtanir, jákvæð tengsl og viðhorf milli einstaklinga o.fl. í þeim dúr. Hegðunarreglur hópa. Til ferlisins telst það sem við köllum NORM, eða hópbundnar hegðunar- reglur. Þessar reglur segja til um það hvernig við eigum og megum hegða okkur í viðkomandi hópi. Sumar þess- ar reglur eru skráðar eða opinberlega viðurkenndar í hópnum eða hluti af þeim reglum, sem þjóðfélagið setur okkur í sambandi við umgengni við aðra, en aðrar eru óskráðar og óræddar en hafa engu að síður mikil áhrif á hegðun okkar í viðkomandi hópi. Það eru fyrst og fremst þessar óskráðu og óræddu reglur, sem við þurfum að tak- ast á við í nýjum hópi. Flest okkar fara varlega af stað í nýjum hópum, við könnum hvernig aðrir hegða sér og förum svo smátt og smátt að tileinka okkur þessar reglur, til þess að falla inn í hópinn og verða viðurkennd af honum. Norm segja okkur t.d. hvar við megum sitja í kaffitímum, hvernig brandara er leyfilegt að segja, hvernig klæðnað má og má ekki nota á vinnu- staðnum, hvort leyfilegt er að koma of seint í vinnu eða ekki, hvort það er bara einhver einn áveðinn, sem má koma of seint, hversu nákvæmur eða ónákvæmur er leyfilegt að vera o.s.frv. Norm geta oft gengið þvert á opinbera samninga eða opinberar reglur. Þá er normið það að brjóta viðkomandi reglu. Það er t.d. ekki óalgengt á vinnustöðum að reglan sé sú að kaffi- tíminn eigi að vera í 15 mínútur, en normið sé það að hann sé í 20-30 mín- útur. Norm eru mjög sterk félagsleg fyrirbæri og þeir, sem ekki fara eftir normum viðkomandi hóps fá við því viðbrögð frá hópnum og geta verið út- skúfaðir frá honum, ef þeir láta sér ekki segjast. Hver hópur kemur sér upp sínum eigin normum og þau eru alltaf háð þeim einstaklingum sem í hópnum eru og breytast mjög hægt, þó þau séu í raun alltaf að breytast. Valdapýramídar. Það, sem ég hef hingað til verið að fjalla um er mjög mikilvægt að skilja, til þess að gera sér grein fyrir því hvað gerist, félagssálfræðilega séð við sam- runa tveggja hópa. Við getum skoðað þetta á mynd: með þetta út frá þessum félagslegu forsendum, sem ég hef hér reifað mjög lauslega. Það er sem betur fer að verða algengara nú, að fyrirtæki kjósi þann kostinn, sérstaklega þar sem fagfólk í þessum málum er nú til hér á landi. Að finna sér stað í valdapýramídanum. Að lokum má nefna það, að þó ekki sé um samruna tveggja hópa að ræða, INNIHALD Hvað? Með framanskráð í huga getum við séð að það getur verið ýmsum erfið- leikum háð fyrir tvo hópa að samein- ast. Þetta er þó ekki það eina sem máli skiptir við sameiningu fyrirtækja, þeg- ar það er skoðað félagssálfræðilega. Ég hef áður aðeins minnst á valdapýra- mída. í öllum hópum verða til ósýnilegir valdapýramídar , sem eru ýmist í sam- ræmi við hinn opinbera valdapýra- mída eða ekki. Valdapýramídar þessir eru misbrattir og hafa mismikil áhrif á líðan einstaklinganna í hópnum. Þeir segja til um félagslega stöðu einstakl- inganna gagnvart hverjum öðrum. Ef þessi pýramídi er mjög brattur, er það merki um vanlíðan og valdabaráttu í hópnum, en ef hann er flatur, er það merki um að vellíðan og jafnrétti sé ríkjandi. Ef tveir hópar sameinast, þýðir það óhjákvæmilega að tveir valda- pýramídar mætast og mikil barátta hefst um myndun nýs valdapýramída fyrir nýja hópinn. Baráttan verður mest á efstu og neðstu þrepum pýra- mídans og ekki ólíklegt að hún verði það mikil, að það komi verulega niður á starfi hópsins (INNIHALDINU). Of stór hluti af FERLINU er þá orðin ó- sýnileg en vel finnanleg valdabarátta og barátta um að finna sér stöðu í nýja pýramídanum. Alltof algengt er að bregðast við þessu með uppsögnum og tilfærslum einstaklinga, sem oft veldur meiri óánægju og vanlíðan bæði hjá einstaklingnum sjálfum og þeim hópum sem þetta tengist. Önnur leið er að fá fagfólk til þess að vinna við samruna fyrirtækja, heldur e.t.v. einungis það að einn einstaklingur er færður til inn í nýjan hóp, gildir það sama og ég hef verið að ræða hér um. Það er, svipuð lögmál fara í gang. Nýi einstaklingurinn verður að koma sér fyrir í hópi, sem þegar hefur komið sér upp ákveðnum normum og hefur á- kveðinn valdapýramída. Hann verður að kynnast normunum og ef til vill hafa áhrif á þau, ef hann er t.d. settur inn sem yfirmaður. Hann verður að finna sér stað í valdapýramídanum og hópurinn verður að finna honum stað. Jafnvel þegar sá nýi er settur inn sem yfirmaður staðsetur hópurinn hann í hinum ósýnilega valdapýramída og eins og ég hef áður sagt getur sú stað- setning verið í ósamræmi við hinn sýnilega valdapýramída. Ef svo er verður félagsleg valdabarátta, ósýni- leg, en vel finnanleg. Hafi hópurinn haft tiltölulega flatan pýramída fyrir, getur þetta valdið því að hann verði nú brattur og vanlíðan aukist. Enn sem fyrr hefur þetta mikil áhrif á starf hóps- ins og það sem út úr því kemur. í raun má segja, að félagssálfræði- lega séð, séu gryfjurnar til að falla í við samruna fyrirtækja óteljandi og mjög mikilvægt að fylgjast með því sem ger- ist og fá fagfólk til aðstoðar í þeim efnum. Annars er of mikil hætta á að lokaða ferlið verði of neikvætt og hafi þar af leiðandi neikvæð og niðurbrjót- andi áhrif á innihaldið, þ.e. það starf sem á að vinna í nýja hópnum.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.