Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 6

Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 6
6 Anna Guðrún ívarsdóttir, 2. varaformaður SÍB, er 30 ára. Hún nam þjóðhagfræði og tölvunarfræði og er deildarstjóri tölvudeild- ar Búnaðarbanka Islands, en þar hefur hún starfað í 7 ár. Anna hefur setið i stjórn SÍB frá 1987. Hún er í samninganefnd, kjara- nefnd, tækni- og öryggismálanefnd, vara- maður í stjórn NBU og hefur haft umsjón með kvennanámskeiðum SÍB. Árin 1986-89 átti hún sæti í stjórn Starfsmannafélags Búnaðarbankans og hefur að auki starfað í ýmsum nefndum á vegum starfsmanna- félagsins. Anna er ógift og barnlaus. Áhugamálin eru félagsmál og bridge. Sigurjón Gunnarsson er gjaldkeri SÍB. Hann er 36 ára, gagnfræðingur að mennt og stundaði nám í Verslunarskólanum einn vetur. Sigurjón er sérfræðingur á fjármála- sviði, áætlanadeild, í Landsbankanum. Hann á að baki 19 ára starf í bankanum. Sig- urjón var kjörinn í stjórn SÍB 1989 og situr í fræðslunefnd og í stjórn vinnudeilusjóðs SÍB. Hann sat í 4 ár í stjórn Félags starfs- manna Landsbanka íslands, 1985-1989 og var varaformaður þann tíma. Hann var trúnaðarmaður í Langholtsútibúi í 2 ár og hefur setið í ýmsum nefndum á vegum FLSÍ. Sigurjón er gjaldkeri Sambands ísl. kristniboðsfélaga og virkur þátttakandi í starfi KFUM. Hann er kvæntur og á þrjú börn, tvær dætur og einn son. Páll Kolka ísberg er ritari stjómar SÍB. Hann er 31 árs, stúdent frá MR 1979. Páll er deild- arstjóri inn- og útflutningsviðskipta í stoð- deild erlendra viðskipta í íslandsbanka frá og með næstu áramótum, en hefur starfað í Iðnaðarbankanum undanfarin 10 ár. Hann var kjörinn í stjórn SÍB árið 1987 og sat í stjórn Starfsmannfélags Iðnaðarbankans í tvö ár. Hann á sæti í samninganefnd SÍB, lífeyrisnefnd, jafnréttisnefnd og atvinnu- leysisbótanefnd. Kvæntur og á eina dóttur barna. Áhugamálin eru....allt nema flug! Anna Kjartansdóttir er 39 ára fulltrúi í Landsbankanum. Hún tók stúdentspróf á félagsfræðibraut Vuxen gymnasiet í Hels- ingborg í Svíþjóð og hefur starfað í banka í 12 ár. Anna hefur átt sæti í aðalstjórn SÍB frá 1987. Hún er í starfsréttindanefnd SÍB. Anna hefur m.a. verið formaður íþrótta- nefndar Félags starfsmanna Landsbanka ís- lands og trúnaðarmaður. Hún er gift og á þrjá drengi. Helstu áhugamál eru félags- mál, íþróttir og ferðalög. Áslaug E. Jónsdóttir á sæti í aðalstjórn SÍB. Hún er 44 ára féhirðir í Verslunarbankanum í Breiðholti. I þeim banka hefur hún starfað í 25 ár. Hún er gagnfræðingur frá Gagn- Stjórn SÍB fræðaskóla verknáms. Áslaug var kjörin í varastjórn SÍB 1987, og í aðalstjórn 1989. Hún situr í fræðslunefnd og tækni- og ör- yggismálanefnd og er varamaður í sam- starfsnefnd um RB og Framkvæmdanefnd um launamál kvenna. Áslaug er trúnaðar- maður í Verslunarbankanum og var áður formaður starfsmannafélags bankans. Hún er gift og á eina dóttur. Helstu áhugamálin eru ferðalög og skíði, auk félagsstarfa. Auður Eir Guðmundsdóttir er í varastjórn. Hún er 38 ára, stúdent frá MR 1971 og starf- ar nú sem deildarstjóri gjaldkera- og úr- vinnsludeildar Utvegsbankans við Lækjar- torg, en tekur um áramótin við starfi deild- arstjóra þjónustudeildar íslandsbanka. Hún hefur 14 ára starfsaldur í banka . Auður var kosin í stjórn SÍB 1987. Hún er í tækni- og öryggismálanefnd SÍB og samstarfsnefnd um RB. Hún sat í stjórn Starfsmannafélags Utvegsbankans 1976, sumarhúsanefnd fél- agsins 1985-89, fræðslunefnd 1989 og í ráð- gjafahópi SÚ vegna sameiningar 1989. Auð- ur Eir á tvö börn, strák og stelpu, og helstu áhugamálin eru bankamál, tæknimál í bönkum, bókmenntir, ferðalög, félagsstörf og mannleg samskipti. Sólmundur Kristjánsson er 33 ára deildar- stjóri í Landsbankanum. Hann hefur starf- að í bankanum í 13 ár, en stundaði nám við MR. Sólmundur var kjörinn í varastjórn SÍB 1989. Hann er formaður íþróttanefndar og á sæti í skáknefnd. Hann er fyrrv. formaður íþróttanefndar Félags starfsmanna Lands- banka íslands. Sólmundur er kvæntur og á tvær dætur. Áhugamálin eru íþróttir og fé- lagsmál og bættur hagur bankamanna.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.