Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 12

Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 12
12 Sameining banka Guðjón Halldórsson: Hvers er svo að vænta? HuvrenninQCir vamals bankamanns O O Guöjón Halldórsson er fyrrverandi aö- stoðarforstjóri Fisk- veiðasjóðs. Þegar hið mikla áfall reið yfir Útvegs- banka íslands, þá komu ráðstafanir ráðamanna varðandi bankann mörg- um manninum undarlega fyrir sjónir, svo ekki sé meira sagt. Fljótlega sner- ist svo athygli þeirra að stöðu starfs- fólksins og öryggi þess í framtíðinni. Hugrenningar þessar, sem eftir til- mælum eru nú á blað settar, snerta fyrst og fremst þá þætti bankamálsins er starfsfólkið varðar. Ungur að árum upplifði ég þá þungu lífsreynslu, að vera í hópi starfsmanna íslandsbanka, er sáu framtíðarvonir sínar hrynja, þegar bankanum var lok- að í febrúar 1930. Á þeim tímum ríktu alvarlegir krepputímar í íslensku þjóð- lífi, angi af heimskreppunni. Atvinna var því mjög af skornum skammti og hver og einn talinn heppinn úr hófi fram, sem hafði örugga vinnu. Við þessar aðstæður varð lokun íslands- banka alvarlegt áfall fyrir starfsfólk hans, sem margt átti að baki langan starfsferil. Það urðu því miklar gleðifregnir, þegar Alþingi samþykkti lcks lög nr. 7, 11. mars 1930 um Útvegsbanka íslands h.f. og íslandsbanka, sem þýddu í raun, að nýr banki tæki við öllum skuldbindingum gamla bankans. Starfs- fólki íslandsbanka voru tryggð störf í Útvegsbankanum, sem tók til starfa 12. apríl 1930. Starfsfólkið kom þá til starfa glatt í sinni, því að óvissan var um garð gengin og það miklu fyrr en menn höfðu þorað að vona. Lengst af starfstíma mínum innan veggja Útvegsbankans, tók ég virkan þátt í félagsmálum starfsfólksins. Það breytti engu í því sambandi, þótt ég væri starfsmaður Fiskveiðasjóðs ís- lands frá því síðla árs 1936 og þar til að ég lét af störfum fyrir aldurs sakir í árs- lok 1979. Frá árinu 1931 hefur starfs- fólk Fiskveiðasjóðs verið talið til starfs- fólks Útvegsbankans og er svo enn, þrátt fyrir aðrar breytingar, sem gerðar hafa verið á starfsemi Fiskveiðasjóðs. Snemma á næsta ári mun Fiskveiða- sjóður flytja úr Útvegsbankahúsinu í eigið húsnæði. í ársbyrjun 1990 mun nýtt starfsmannafélag verða stofnað innan íslandsbanka h.f. Það er enn ekki ráðið hvað verður um starfsfólk Fiskveiðasjóðs, en að öllum líkindum verður það áfram innan vébanda SÍB. Þegar áfall Útvegsbankans reið yfir, var það sjónarmið og skoðun margra velunnara Útvegsbankans meðal við- skiptamanna hans og einnig gamalla starfsmanna, að einfaldasta og jafn- framt ódýrasta leiðin til lausnar vanda- mála Útvegsbankans væri einfaldlega sú, að bankinn fengi að vinna sig út úr þeim. í því sambandi mætti benda á, hvemig snúist var við varðandi Alþýðu- bankann h.f. er á sínum tíma varð fyrir þungum skelli. Með aðstoð Seðlabank- ans komst Alþýðubankinn aftur á rétt- an kjöl. Þessi leið hefði meðal annars gert óvissu starfsfólksins mun skemmri og léttbærari. Það sem hins vegar hefur vakað fyrir ráðamönnum ríkisins fyrst og fremst, að því er virðist, var að sameina fjóra eða fleiri einkabanka í einn. Þetta sjón- armið hefur svo ráðið ferðinni. Ríkis- banki skyldi niður lagður í þessu sambandi og seinna myndi svo koma að Landsbankanum og Búnaðarbank- anum. Þörfina fyrir því, að leggja ríkis- bankana niður, fæ ég með engu móti skilið og því verr, sem meira er um það rætt og ritað. Vissulega hefur það alltaf legið í augum uppi, að sameining ríkisbanka og einkabanka hefur í för með sér margs konar erfiðleika, sem ekki verða leystir með skjótum hætti. Til dæmis má benda á, að starfsfólk ríkisbank- anna nýtur öruggari eftirlaunasjóða heldur en starfsfólk einkabankanna, enda er aldursmunur mikill. Eftirlaunasjóður Útvegsbankans var stofnaður árið 1934 og hefur frá byrjun verið hliðstæður eftirlaunasjóðum ríkisbankanna. Útvegsbankinn varð svo ríkisbanki árið 1957. Á grunni þess banka var reistur einkabanki með sama nafni og hefur starfað nokkur ár. Þá breyttust meðal annars eftirlaunarétt- indi starfsfólksins til hins verra. Með því að gamla eftirlaunasjóðnum var lokað hvað innborganir starfsfólksins snerti, þá var það komið í nýjan eftir- launasjóð, sem er hliðstæður eftir- launasjóðum einkabankanna. Eftirlaunasjóður gamla Útvegsbank- ans, mun í framtíðinni verða geymdur í vörslu fjármálaráðuneytisins. Ráðu- neytið mun sjá um greiðslur eftirlauna til allra þeirra, sem látið hafa af störf- um á undanförnum árum, samkvæmt reglugerð sjóðsins og þarf sjálfsagt enginn að efast um traustleika þeirra greiðslna. Hins vegar er þess að gæta, að starfsmenn Útvegsbankans, sem unn- ið hafa langan starfstíma og ennþá eru við störf, eru fullgildir aðilar að eftir- launasjóðnum gamla og eiga rétt á að njóta réttinda sinna þar. Nokkur óvissa mun ennþá vera ráðandi um innstæður þessara starfsmanna og reyndar alls starfsfólksins, hvort þær verða áfram í gamla eftirlaunasjóðnum eða færðar yfir til nýs eftirlaunasjóðs. Þetta verða allir aðilar að athuga vel og vandlega, áður en endanlegar ákvarð- anir eru teknar. Fyrst framan af voru engir eftir- launasjóðir starfsmanna einkabank- anna. Þess vegna gerði SÍB ítrekaðar tilraunir til að ná úrbótum í þeim efnum, svo að meðlimir þess mættu njóta eftirlaunaréttar. Þessar tilraunir skiluðu árangri. Nú þurfa starfs- mannafélögin og SÍB að halda vöku sinni og treysta hag bankamanna í hvívetna. Það er nú orðin staðreynd, að fjórir einkabankar sameinast í einn banka og hefur hann hlotið nafnið íslandsbanki h.f. og einnig fengið sitt merki. Stefnt er að því, að íslandsbanki h.f. taki til starfa í ársbyrjun 1990. Þá verða liðin sextíu ár frá lokun gamla íslands-

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.