Morgunblaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 2
KOSTNAÐUR skattgreiðenda vegna þrifa á Alþingishúsinu sökum eggjakasts á húsið að undanförnu fer að nálgast eina milljón króna. Þetta segir Karl M. Kristjánsson, aðstoð- arskrifstofustjóri Alþingis. Aðspurður segir hann menn hafa neyðst til þess að láta háþrýstiþvo húsið reglulega síðustu vikurnar þar sem það sé eina leiðin til þess að ná eggjaleifum af húsinu. Segir hann að fram að því hafi Alþingishúsið ein- ungis verið skolað án háþrýstings þar sem mælt sé gegn því að húsið sé háþrýstiþvegið. Ástæðan er sú að endurtekin notkun heits vatns með þrýstingi er talin geta valdið skemmdum á steinfúgunni milli steinanna í byggingunni, ásamt því að kalla á aukið viðhald í framtíðinni. Segir Karl að gluggar hússins þoli ekki háþrýstiþvottinn vel þar sem vatn og múrleðja smjúgi meðfram gluggakarminum við hvern þvott. Nálgast milljónina Eggin dýr Háþrýstiþvottur er ekki talinn æskilegur fyrir Alþingishúsið. 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2008 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is FLEYTING krónunnar, sem hófst í gær, gekk ágætlega að mati Geirs H. Haarde forsætis- ráðherra. Hann sagði á fundi með fréttamönnum í Stjórnarráðinu síðdegis í gær að krónan hefði styrkst um tæp 9% þá um daginn og gengisvísitalan lækkað um 8,2%. Framkvæmdin við fleytinguna hefði gengið vonum framar og þótt veltan á markaðnum hefði ekki verið mikil, miðað við það sem var á undanförnum mánuðum, þá hefði hún verið umtalsverð. Geir kvað þetta gefa fyrirheit um að efnahagsáætlun, sem byggist á því að koma traustum fótum undir gengi krónunnar, gæti náð fram að ganga. Hann minnti og á spár um að verðbólga mundi ganga hratt niður á næstu tólf mánuðum tækist að styrkja gengi krónunnar. Þótt einn dagur væri ekki mikið þá væri þetta góð vísbending. Frumvarp um lækkun launa æðstu embættismanna ríkisins verð- ur lagt fram á fundi ríkisstjórnarinn- ar í dag, að því er Geir taldi í gær. Það verði síðan lagt fram á Alþingi í næstu viku. Þá sagði Geir að eftir- launafrumvarpið kæmi vonandi eftir nokkra daga. „Fleytingin gekk vel“  Frumvarp um launalækkun æðstu embættismanna ríkisins lagt fram í ríkis- stjórn í dag og á Alþingi í næstu viku  Varað var við hruni banka í síma Geir H. Haarde ÞAÐ er engu líkara en að kaþólski presturinn Piotr Gardon sé í beinu sambandi við almættið sjálft þar sem hann blessar líkneski heilagrar Barböru í Bolungarvíkurgöngunum í gær. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að það sem virðist vera óvenjuleg tenging prestsins við hið æðra er í raun rör í lofti ganganna. Barbara er verndardýrlingur námuverka- manna í kaþólskri trú en dagur hennar er 4. des- ember og var hennar því minnst á fram- kvæmdasvæðinu við Ós í Bolungarvík í gær. Komu hátt í 200 slóvenskir verkamenn saman í göngunum af því tilefni. Þeir hlýddu á bæn séra Gardons um örugga vegferð en auk hans ávarp- aði sr. Agnes Sigurðardóttir hópinn. Heilagrar Barböru minnst í Bolungarvíkurgöngum Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Þórarni Gíslasyni um að hann sæti 16 ára fangelsisvist fyrir manndráp í íbúð við Hringbraut í Reykjavík í október í fyrra. Var hann fundinn sekur um að hafa slegið mann í höfuðið með slökkvitæki svo að höf- uðkúpa hans brotnaði og hann lést. Þórarinn neitaði sök en talið var sannað að hann hefði verið „að langmestu leyti í óminnisástandi og því væri ekki byggjandi á reikulum framburði hans“. Blóðblettir á fatnaði hans, blóð á slökkvitækinu, tækni- og blóðferla- rannsókn lögreglunnar og framburður vitna sýndi hins vegar fram á að Þórarinn hefði slegið manninn þremur þungum höggum í höfuðið með slökkvitækinu. Sá sem fyrir höggunum varð höfuðkúpubrotnaði og fékk mikla heilablæðingu sem dró hann til dauða að kvöldi. Var talið að Þórarni hefði átt að vera ljóst að höfuðhöggin myndu leiða manninn til dauða. Var dómur héraðsdóms um 16 ára fangelsisvist því staðfestur og Þórarni gert að greiða systkinum hins látna skaðabætur að upphæð rúmlega hálfa milljón króna sem og áfrýjunarkostnað málsins. Hafði Þórarinn krafist sýknu fyrir Hæstarétti en til vara að refsing hans yrði milduð. Ríkissaksóknari krafðist hins vegar þyngingar refsingarinnar. Staðfesti 16 ára fangelsi vegna Hringbrautarmáls Morgunblaðið/Júlíus Sannað Blóðferlasérfræðingur lögreglu á vettvangi en niðurstöður hennar höfðu afgerandi áhrif á dóminn. INGIBJÖRG Sólrún Gísladótt- ir utanrík- isráðherra sendi frá sér orðsend- ingu í gærkvöldi vegna frétta- flutnings af fundi viðskiptanefndar Alþingis í gær. Þar var vitnað til ummæla Davíðs Oddssonar seðla- bankastjóra um að hann hefði upp- lýst leiðtoga stjórnarflokkanna á fundi í júní sl. um stöðu íslensku við- skiptabankanna. Svo skrifar hún: „Formenn stjórnarflokkanna áttu engan fund með seðlabankastjóra í júnímánuði síðastliðnum. Slíkur fundur var hins vegar haldinn þann 8. júlí. Þar féllu ýmis orð af hálfu seðlabankastjóra en hann sagði hins vegar ekki að 0% líkur væru á að bankarnir myndu lifa af erfiðleikana á fjármálamörkuðunum.“ Enginn fundur í júní Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Geir sagði, aðspurður um viðtal við Davíð Oddsson seðlabanka- stjóra í dönsku blaði nýverið, að hann teldi að stærsta fréttin í því væri ummæli Davíðs um Evrópu- sambandið en ekki hann sjálfan. Geir var spurður um þau orð Dav- íðs á fundi viðskiptanefndar Al- þingis í gær að stjórn Seðlabank- ans hefði varað ríkisstjórnina við því í júní að 0% líkur væru á því að bankarnir myndu lifa af. „Hann mun vera að vitna í sím- tal við mig sem ég man nú ekki sjálfur eftir,“ sagði Geir. Það sem skipti máli væri að Seðlabankinn hefði allt þetta ár haft miklar áhyggjur af stöðu viðskiptabank- anna, þótt e.t.v. hefði mátt lesa annað út úr stöðugleikaskýrslu bankans frá í maí. „Það sem sagt er í svona símtali er náttúrlega ekki opinber afstaða bankans.“ Um það að Davíð sneri aftur í stjórnmálin sagði Geir að öllum sem vildu væri það frjálst hér á landi. Menn gerðu það ekki sem opinberir embættismenn, en hvað þeir gerðu þegar þeir létu af emb- ætti væri ekki hans mál. Man ekki eftir símtalinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.