Morgunblaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2008  Fleiri minningargreinar um Jón Nordquist bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Auðbjörg Jóns-dóttir var fædd á Skeiðflöt í Mýrdal 8.8. 1907 og ólst þar upp. Auðbjörg lést 23. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Mark- úsdóttir f. 1868 að Syðra-Velli í Gaul- verjabæ, d. 1954 í Reykjavík og Jón Jónsson, seinni maður Guðrúnar, f. 1867 í Kárhólmum í Mýrdal, d. 1926. Alsystkini Auðbjargar voru Grímheiður f. 1901, d. 1985, Markús f. 1903, d. 1984, Guð- jón f. 1905, d. 1928 og Helgi f. 1910, d. 1953. Hálfsystkini Auðbjargar, sammæðra, voru Kristófer f. 1893, d. 1969, Margrét f. 1895, d. 1971 og Ólafur f. 1897, d. 1943. Auðbjörg 1951, flugmaður, maki Rubiela Ar- ango. Ólafur f. 1957, læknir, fyrrum sambýliskona Jóna Þorsteinsdóttir, börn þeirra eru Kári f. 1982, Hildur f. 1988, Þorsteinn f. 1990. Auður Heiða f. 1959, læknir. Drífa f. 1964, líffræðingur, maki Joseph Plank, synir þeirra eru Magnús f. 1991, Thomas Ari f. 1997. 2) Ólafur Þor- steinn f. 5.3. 1936, óperusöngvari í Þýskalandi. Kona hans er Jóhanna Sigursveinsdóttir f. 18.7. 1943 á Norður-Fossi í Mýrdal. Eftir lát manns síns starfaði Auð- björg um langt árabil sem af- greiðslustúlka og forstöðukona hjá Mjólkursamsölu Reykjavíkur og var lengi í stjórn síns verkalýðsfélags. Hún hélt heimili með systkinum sín- um Grímheiði og Markúsi, lengst af á Silfurteigi 4 í Reykjavík ásamt Guð- rúnu móður þeirra þar til hún lést. Frá 2001 dvaldi Auðbjörg á Hrafnistu í Reykjavík og naut einstakrar um- hyggju og hlýju starfsfólks. Útför hennar fer fram frá Laug- arneskirkju í dag klukkan 15. naut almennrar skóla- göngu í æsku. Eitt ár stundaði hún nám við Húsmæðraskólann á Blönduósi. Hún flutti til Reykjavíkur 1929 þar sem hún kynntist manni sínum Jóni Pét- urssyni f. 25.12. 1901 að Stóru Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd. Jón lést 23.5. 1937 aðeins 35 ára að aldri. Hann var einn af stofn- endum Strætisvagna Reykjavíkur og starf- aði sem vagnstjóri. Þau giftust 17.10. 1931 og eignuðust tvo syni. 1) Guðjón Heiðar f. 28.10. 1932, vél- fræðingur í Reykjavík. Kona hans er Kristín Ólafsdóttir f. 4.11. 1931 í Reykjavík. Börn þeirra eru: Páll Björgvin, stjúpsonur Guðjóns, f. Kvatt hefur í hárri elli elskuleg amma okkar, Auðbjörg eða Ubba amma eins og við kölluðum hana. Kankvísi, félagslyndi, vinnusemi, dugnaður, ákveðni og framtakssemi er það sem ávallt hefur einkennt hana og fleytti henni áfram m.a. þeg- ar hún sem ung ekkja með tvo unga syni sína þurfti að takast á við lífið. Hún amma var mjólkurbúðarstýra af myndugleika. Til margra ára var hún kvenfélagskona í Laugarnessókn. Hún var mikil félagsvera og sannur vinur vina sinna. Á fimmtugsaldri tók hún bílpróf og keyrði í fjölda ára. Minningarnar frá Silfurteignum þar sem hún hélt heimili ásamt Heiðu og Markúsi systkinum sínum eru margar og allar með eindæmum skemmtilegar. Þar leið okkur sann- arlega vel. Þegar spiluð var vist á jól- unum, þegar tekið var slátur eða kleinur og pönnukökur bakaðar. Ýmsar spaugilegar minningar koma nú upp í hugann og við brosum innra með okkur. Amma var einatt áhuga- söm um unga fólkið í fjölskyldunni. Ekki nóg með að hún skrifaðist heil- mikið á við okkur þegar við fluttum utan. Hún lagði líka upp í ferðalög erlendis um áttrætt til að heimsækja okkur. Hún var óhrædd við að bjarga sér þar sem annars staðar. Amma lifði heilsuhraust í ríflega heila öld og var ákaflega góð fyrir- mynd afkomenda sinna. Með vænt- umþykju, virðingu og þakklæti kveðjum við hana nú. Minningin um ömmu lifir í huga okkar allra. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Ólafur, Auður Heiða, Drífa og fjölskyldur. Vertu eins og blóm, sem breiðir blöð sín móti himni og sól. Vertu hönd, sem haltan leiðir, hæli þeim, sem vantar skjól. Vertu ljós þeim villtu og hrjáðu, vinur þeirra er flestir smá. Allt með björtum augum sjáðu, auðnan við þér brosir þá. (M.S.) Þetta ljóð finnst mér lýsa Auð- björgu einstaklega vel, en ljóðið sendi hún í afmæliskorti til barna- barns síns fyrir allmörgum árum. Auðbjörg var einstök kona. Við bjuggum lengi í sama hverfi og minn- ist ég myndugleika hennar þegar hún starfaði sem forstöðukona í mjólkurbúðinni á Laugalæk. Örlögin höguðu því svo að Auðbjörg varð langamma barnanna minna. Snemma á 9. áratugnum tók hún að sér að gæta elsta barnsins. Ég á ánægjulegar endurminningar frá þessum tíma og minnist með þakk- læti rausnarskaps hennar, um- hyggju og hjálpsemi. Þegar barnið komst í leikskóla fór Auðbjörg að vinna með öldruðum á Hrafnistu, þá sjálf á áttræðisaldri, en hún taldi sig ekki tilheyra hópi aldr- aðra, svo uppfull af orku og lífskrafti sem hún var, las upp úr blöðum og aðstoðaði við hannyrðir. Auðbjörg var mikil hannyrðakona og naut fjöl- skyldan góðs af, þvílík ógrynni sem hún prjónaði af vettlingum, sokkum og öðrum plöggum á börnin og mig. Auðbjörg var stórhuga, virk og sí- vakandi fyrir umhverfi sínu. Hún var gestrisin og myndarbragur var á öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Hún átti auðvelt með að hafa frum- kvæði og lét verkin gjarnan tala. Auðbjörg var kraftmikil og hugur- inn bráðskýr langt fram eftir aldri. En í glímunni við Elli kerlingu gaf sig annað hnéð og setti henni mörk síðustu árin. En lundin var létt og glaðværð sinni hélt hún alla tíð. Ég sendi aðstandendum hugheilar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Auðbjargar. Auðbjörg, haf þú þökk fyrir allt. Jóna Þorsteinsdóttir. Auðbjörg Jónsdóttir  Fleiri minningargreinar um Auð- björgu Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Jón Nordquistfæddist í Reykja- vík 20. apríl 1950. Hann lést á krabba- meinsdeild Landspít- alans við Hringbraut 27. nóvember síðastlið- inn. Faðir hans var Jónas Eiríkur Nor- dquist, f. 11. ágúst 1925, d. 10. nóvember 2002. Móðir Jóns er Halla Sigríður Jóns- dóttir, f. 21. júní 1921. Alsystir Jóns er Brynja Árný Nor- dquist, f. 13. apríl 1953, sambýlis- maður Þórhallur Gunnarsson, f. 10. nóvember 1963. Hálfsystir Jóns sam- mæðra er Edda G. Ólafsdóttir, f. 13. febrúar 1946. Hálfsystir samfeðra er Þórdís Ólafsdóttir, f. 12. september 1946. Jón kvæntist 18. ágúst 1971 Pálínu Friðgeirsdóttur, f. 8. maí 1951. For- eldrar Pálínu voru hjónin Friðgeir Guðjónsson, f. 31. október 1918, d. 14. september 1986, og Ólöf Sig- skeið og sinnti m.a. stjórnunar- störfum hjá Birgðastofnun Varn- arliðsins en varð síðar deildarstjóri Tómstundastofnunar Varnarliðsins. Árið 2003 hóf Jón störf hjá Íslensk- um aðalverktökum og vann þar allt til dauðadags. Jón var fjölhæfur maður með víðfeðmt þekkingarsvið. Hann lagði sérstaka rækt við sí- menntun og sinnti margvíslegum áhugamálum. Jón iðkaði knatt- spyrnu með Fram sem ungur maður og bar ætíð sterkar tilfinningar til félagsins. Hann naut þess að stunda íþróttir á borð við sund og badmin- ton en var einnig mikill áhugamaður um skák, bridds og tónlist. Jón var virkur félagi í Kiwanisklúbbnum Brú þar sem hann lagði áherslu á að tengja saman fólk með mismunandi menningarlegan bakgrunn. Jafn- framt var hann félagi í Frímúr- arareglunni til margra ára. Jón greindist með krabbamein í byrjun september síðastliðins og lést eftir stutta en snarpa baráttu við sjúkdóminn. Útför Jóns fer fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Jarðsett verður í Kópavogs- kirkjugarði. urbjörnsdóttir, f. 13. maí 1924, d. 28. nóv- ember 2005. Börn Jóns og Pálínu eru: 1) Íris Halla Nor- dquist, f. 9. október 1969, gift Ragnari Guðmundssyni, f. 22. október 1965. Börn þeirra og afabörn Jóns eru: Patrekur Nordquist Ragn- arsson, f. 17. júlí 1998, Andrea Nordquist Ragnarsdóttir, f. 31. júlí 2000, Karen Nor- dquist Ragnarsdóttir, f. 3. mars 2004. 2) Jónas Eiríkur Nordquist, f. 2. september 1973, kvæntur Cha- emsri Kaeochana, f. 11. janúar 1983. 3) Ásgeir Örn Nordquist, f. 19. jan- úar 1984. Jón ólst upp í Reykjavík, gekk í Austurbæjarskóla og stundaði nám við Verkmenntaskólann í Reykja- vík. Að námi loknu réðst hann til Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli þar sem hann starfaði um 30 ára Ég mun sakna hans pabba míns. Betri föður hefði ég ekki getað valið mér. Hann var einstaklega blíður og góður maður. Þegar ég var barn kom hann inn til mín á hverju kvöldi, kyssti mig góða nótt og sagði mér hve mikið hann elskaði mig. Þetta for- dæmi hans hef ég tileinkað mér og auðsýnt mínum börnum. Ég er fyrst nú að átta mig að fullu á mikilvægi slíkra smáatriða sem pabbi skilur eft- ir sig. Að vera óhrædd við að sýna til- finningar, ást og kærleika skiptir svo miklu. Það er aldrei að vita hvenær síðasta skiptið rennur upp. Börnunum mínum þótti afar vænt um afa sinn og honum um þau, enda fengu þau ást, knús og kossa frá afa í ómældu magni. Hann naut þess aug- ljóslega að vera með barnabörnunum og reyndist þeim sannur vinur og fé- lagi. Hann mætti á flesta kappleiki, söng- og leiksýningar sem þau tóku þátt í, hvatti þau til dáða, hrósaði í há- stert og myndaði þau í bak og fyrir. Meðal ótal bjartra bernskuminn- inga var að upplifa hve mamma og pabbi voru „skotin“ í hvort öðru. Pabbi tók svo oft utan um mömmu fyrir framan okkur systkinin og sagði henni hve hún væri falleg. Þá flissaði mamma að honum en pabbi brosti til okkar og blikkaði. Á þessum stundum hrifumst við börnin með og nutum þess að orna okkur við hlýjuna af ást- areldi foreldranna. Ég hef oft sagt að betri æsku hefði ég ekki getað átt. Pabbi hafði ríka kímnigáfu og gam- an af því að gantast með hversdags- lega hluti, allt þar til yfir lauk. Hann var fagurkeri á tónlist og mikill áhugamaður um skák og knatt- spyrnu. Sem ungur maður iðkaði hann knattspyrnu með Fram og ég fékk að fara með honum á marga leiki þar sem hann leiddi mig í allan sann- leika um leyndardóma íþróttarinnar. Ég gæti skrifað heila bók um góðar minningar tengdar pabba. Fyrir það er ég þakklát. Pabbi stóð sig eins og hetja í veik- indum sínum og barðist við ofurefli sjúkdómsins af fremsta megni þá þrjá mánuði sem liðu frá greiningu. Aldrei heyrði ég hann kvarta yfir því hvernig fyrir honum væri komið. Hann lang- aði mikið til að ná að lifa þessi jól og áramót með fjölskyldunni en tók skýrt fram að hann færi sáttur þegar kallið kæmi. Ég sakna pabba meira en orð fá lýst en ég vona að einn dag fái ég að hitta hann aftur. Þá tek ég utan um hann og segi honum hve mik- ið ég elska hann, eins og ég gerði alla tíð. Ég lifi í voninni. Frá fyrstu bernsku áttum ástúð þína, er ávallt lést á brautir okkar skína. Þín gleði var að gleðja barnsins hjarta og gera okkar ævi fagra og bjarta. Þér við hönd þú okkur litlar leiddir og ljós og kærleik yfir sporin breiddir. Öll samleið varð að sólskinsdegi björtum, er sanna blessun færði okkar hjörtum. Þín góðu áhrif geymum við í minni, er gafstu okkur hér af elsku þinni. Við þökkum allt af heitu barnsins hjarta, er hjá þér nutum við um samfylgd bjarta. (I.S.) Knús til þín elsku pabbi minn. Þín dóttir, Íris. Þú hefur verið mér besti faðir sem ég hefði nokkurn tíma getað óskað mér. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig, alveg sama á hverju gekk. Alltaf gat ég leitað ráða hjá þér og þú stóðst með mér í gegnum súrt og sætt. Þú varst minn besti vinur, alltaf svo kær og blíður. Frábær félagi sem ég dáð- ist að og elskaði mikið. Ef það var eitthvað sem þú lagðir áherslu á þá var það að vera góður ein- staklingur. „Það sem þú gefur færðu til baka,“ sagðir þú alltaf. Ég heyrði þig aldrei hallmæla nokkrum manni, þú sagðir alltaf að við ættum að trúa og treysta á okkur sjálf, vera góð hvert við annað og lifa lífinu lifandi. Húmor þinn var einstakur og alltaf varstu brosandi, elskulegur og blíður. Ég mun alltaf muna eftir stundum okkar saman, uppvaxtarárum mínum og ferðinni til Taílands. Ég vona að ég geti orðið eins góður eiginmaður konu minnar og faðir barna minna og þú varst mér. Ég vona og trúi að þú vakir yfir mér, elsku pabbi minn. Ég lofaði þér að hugsa vel um mömmu og við það mun ég standa. Minning þín lifir að eilífu. „One step at a time.“ Þinn sonur, Jónas. Fyrstu kynni mín af Jóni Nor- dquist voru lýsandi fyrir persónu hans. Jón tók þessum tilvonandi tengdasyni sínum af slíkri ljúf- mennsku og hlýju að það var ekki hægt annað en að láta sér líða vel í ná- vist hans. Uppörvandi framkoma virt- ist honum eðlislæg. Jón kom vel fyrir. Hann hélt ávallt jafnaðargeði sínu þó að óvænt úrlausn- arefni bæri að og lét ekki hugfallast þótt á móti blési. Hann var þeirrar gerðar að virðing mín fyrir honum dýpkaði ósjálfrátt með árunum. Umfram allt var Jón fjölskyldu- maður. Hann átti afar góðan og traustan lífsförunaut, elskulega tengdamóður mína hana Pálínu. Sam- band þessara mannkostahjóna og barna þeirra var til fyrirmyndar. Jón var ötull þátttakandi í íþróttum og hafði lifandi áhuga á félagsstarfi, jafn- framt því sem þau hjón áttu traustan vinahóp sem þau sinntu vel. Hjálp- semi var Jóni í blóð borin og hann var ávallt mættur til aðstoðar eftir því sem tími leyfði þegar verkefni eins og að mála húsið eða búslóðaflutningar stóðu yfir. Eftirminnilegast við Jón var þó ræktarsemi í garð barna okkar Írisar. Hann hafði ekki aðeins mikinn metn- að fyrir hönd þessara afkomenda sinna, heldur var hann einnig sannur félagi þeirra í leik og starfi og ávallt tilbúinn að gæta þeirra þegar á þurfti að halda. Hann virtist óþreytandi við að sinna áhugamálum barna- barnanna, og til dæmis var varla hægt að horfa á fótbolta nema dótt- ursonurinn væri með. Jón afi var gjarnan með myndavélina góðu á lofti við ýmis tækifæri, því að auðvitað var mikilvægt að skrásetja eftirminnileg brot úr lífi unga fólksins. Jón Nordquist féll frá langt fyrir aldur fram. Það er erfitt að sjá á bak tengdaföður og traustum vini á besta aldri en við munum öll njóta birtu minninganna um genginn sómamann. Pálínu tengdamóður minni, fjöl- skyldu og vinum votta ég innilega samúð mína. Ragnar Guðmundsson. Elskulegi tengdafaðir. Svo blíður og góður sem þú varst. Í alltof stuttan tíma fékk ég að njóta návistar við þig en frá fyrstu kynnum gafstu mér hamingju og ást. Þú varst svo góður við mig, spurðir mig ávallt hvernig ég hefði það og hvernig mér gengi að aðlagast lífinu á Íslandi. Alltaf reyndir þú að fá mig til að brosa, því þú vissir að stundum var ég leið yfir því að vera ekki nær for- eldrum mínum og systkinum í Taí- landi. Ferðin sem við fórum saman til heimkynna minna er mér sérstaklega minnisstæð, jákvætt viðhorf þitt og viðmót var einstakt. Gott fannst mér að geta látið þér líða betur með því að nudda á þér fæturna. Þegar ég spurði þig hvort ég væri að meiða þig þá sagðir þú „nei, nuddið hjálpar mér að taka „one step at the time“ í veikind- unum“. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig að, betri tengdapabba og tengdamömmu hefði ég ekki getað fengið. Þér sendi ég ást og góðar hugsanir alla tíð. Þín tengdadóttir, Chaemsri. Nonni mágur okkar er látinn langt um aldur fram. Veikindasaga Nonna var stutt og ströng, og háði hann bar- áttuna að mestu heima og annaðist Pála hann allt fram á síðasta dag. Hann tók veikindum sínum með æðruleysi og ætlaði sér að sigrast á þessu, hann hafði miklar áhyggjur af Pálu sinni enda voru þau mjög sam- hent hjón. Fyrstu kynni okkar af Nonna voru þegar Pála systir kom heim með þennan líka flotta gæja og hún með stjörnur í augunum, og fékk hann strax grænt ljós hjá fjölskyld- unni enda glaðlyndur og með ein- dæmum stríðinn náungi. Nonni var mjög góður faðir og stoltið skein af honum þegar börnin hans fæddust, barnabörnin voru hon- um miklir gleðigjafar og eyddi hann mörgum stundum með þeim í leik og starfi, t.d. fótbolta, golfi, sundi o.fl. og fengu fleiri oft að njóta góðs af. Fyrir fjórum árum fórum við þrjár systur með mökum okkar til Kanarí um páska og áttum við góðar stundir saman, þar var Nonni á heimavelli. Þetta var yndislegt ferðalag sem seint gleymist. Elsku systir, börn, tengdabörn og barnabörn, Halla móðir Jóns, Brynja og fjölskylda. Guð styðji ykkur og styrki í þessari miklu sorg. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Blessuð sé minning hans. Erla og Guðmundur, Þóra og Rafn, Sigurbjörg og Hreinn, Hulda og Sigurður, Fríða og Helgi og Guðjón. Jón Nordquist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.