Morgunblaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2008 Nýjar vörur vikulega til jóla Kjólar frá 3.990 - 8.500 kr. Verð 3.990 kr. S M Á R A L I N D REKTORAR Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands und- irrituðu í fyrradag samning um samstarf um mótun þverfræðilegra námsleiða á sviði náttúruvísinda, auðlinda- og umhverfisfræði, orku- vísinda, matvæla- og næring- arfræði, jarðfræði, vistfræði og jarðvegsfræði. Marmiðið er að efla nám og vísindastarf háskólanna tveggja og að breikka valkosti nem- enda. Tilgangurinn með samningnum er að auka fjölbreytni með hag- kvæmni í huga þannig að nem- endur, kennarar og fræðimenn geti flust á milli skólanna með greiðum hætti. Þá gerir samningurinn nem- endum mögulegt að skipta námi þannig að þeir sæki nám í báðum skólum. Geta þá nemendur beggja skóla nýtt sér námskeið og náms- leiðir sem fyrir eru. Samstarfið miðar einnig að því að skólarnir geti brautskráð nemendur með sameiginlegar prófgráður. Háskóli Íslands og Landbúnaðarháskóli Íslands gera samstarfssamning Ágúst Sigurðsson og Kristín Ing- ólfsdóttir innsigla samkomulagið. MÚRBRJÓTAR ársins eru dr. Guðrún V. Stefánsdóttur, sem varði doktorsritgerð sína um lífs- sögur Íslendinga með þroska- hömlun á 20. öld, og Guðbrandur Bogason, fyrir að auðvelda fólki með þroskahömlun ökunám. „Múr- brjótur“ er viðurkenning lands- samtakanna Þroskahjálpar sem veitt var á alþjóðadegi fatlaðra, 3. desember sl. Er hún veitt þeim sem hafa rutt fötluðu fólki nýjar brautir til jafnréttis eða aukið skilning samfélagsins á stöðu þess. Í rannsókn Guðrúnar gefst að sögn Þroska- hjálpar einstakt tækifæri til að kynnast skoðunum og áliti einstaklinga með þroskahömlun þar sem þeir lýsa lífi sínu og þeim aðstæðum sem fólki með þroskahömlun buðust á 20.öld. Guðbrandur er formaður Ökukenn- arafélagsins. Hann hefur að eigin frumkvæði aðlagað ökunám að þörfum ólíkra einstaklinga í samvinnu við Fjölmennt, fullorðinsfræðslu fatlaðra. Múrbrjótar á Alþjóðadegi fatlaðra. Þroskahjálp útnefnir Múrbrjóta ársins AÐSTANDENDUR vettvangs sem hefur fengið heitið „Koma svo“ ætla næstu laugardaga kl. 10-12 að gera nýstárlega tilraun til að leiða saman fólk til að mynda teymi um viðskiptahugmynd eða fyrirtækj- arekstur. „Það er ekki endilega besta hugmyndin sem nær árangri, heldur öflugasta teymið,“ segir í fréttatilkynningu. Fer umræðan fram á Kaffitári í Borgartúni 10. „Við teljum að margir leiði aldrei hugann að eigin rekstri, ýmist vegna þess að þá vantar viðskipta- hugmynd eða þeir hafa hugmynd en vantar samstarfsaðila til að hrinda góðri hugmynd í fram- kvæmd. Ljóst er að ekki eru allir í stakk búnir til að stofna fyrirtæki byggð á nýjustu vísindauppgötvunum, en í tengslum við breytingar í al- þjóðlegu umhverfi myndast ný tækifæri til að þjóna heimamarkaði á arðbærari hátt en áður var.“ Á morgun munu Dísa í World Class og Camilla Andersson, fyr- irlesari og frumkvöðull frá Svíþjóð, verða með innlegg í upphafi dag- skrár, skv. fréttatilkynningu. Teymi í kringum áhugaverða við- skiptahugmynd ÖLL börn í leikskólum á Íslandi hafa fengið að gjöf nýjan tónlistar- disk sem miðar að því að kenna lestur. Fær hver stafur sitt lag þannig að í gegnum söng og texta geti börn lært að þekkja stafina og aukið orðaforða sinn. Tónlistar- disknum fylgir einnig bók. Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra var viðstödd þegar fyrstu diskarnir voru afhent- ir á leikskólanum Tjarnarborg en það eru Sena og Bergljót Arnalds rithöfundur sem gefa diskana. Allir leikskólar á Íslandi fá tónlistargjöf Fengu gjafir Þorgerður Katrín ásamt börnum á Tjarnarborg. ÁFRAM halda friðsamleg mótmæli á Austurvelli. „Á hverjum laug- ardegi streyma þúsundir manna á Austurvöll og krefjast afsagnar nú- verandi stjórnar Seðlabankans, af- sagnar núverandi stjórnar Gjald- eyriseftirlitsins og nýrra kosninga,“ segir m.a. í tilkynningu. Yfirskrift fundanna hefur verið „Breiðfylking gegn ástandinu“. Fundurinn hefur einnig það mark- mið að sameina þjóðina og skapa meðal hennar samstöðu og sam- kennd. Í fréttatilkynningu eru Íslend- ingar hvattir til að fjölmenna. Að þessu sinni ávarpa fundinn Gerður Kristný rithöfundur og Jón Hreiðar Erlendsson. Áfram er mótmælt BANDALAG háskólamanna beindi í gær þeim eindregnu tilmælum til ríkis og sveitarfélaga að kæmi til niðurskurðar í opinberum rekstri yrði allt gert til að forðast upp- sagnir. „Í svari fjármálaráðherra á þingfundi í [gær], við fyrirspurn um lækkaðan launakostnað hins opinbera, kom fram að „engar sér- stakar línur í þessum efnum hefðu verið lagðar fyrir ríkisstofnanir“. BHM skorar á fjármálaráðherra að umræddar línur verði lagðar á þann hátt að allt verði gert til að forðast uppsagnir og atvinnu- leysi.“ Áskorun BHM STUTT Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „VIÐ tókum á sínum tíma þrjú lán til húsbyggingar og höfum nú þurft að greiða tugi þúsunda fyrir skilmála- breytingar vegna efnahagshrunsins. Okkur finnst þetta vera ósanngjörn gjaldtaka,“ segir kona sem ásamt manni sínum tók þrjú myntkörfulán upp á alls um 25 milljónir króna í fyrra hjá Frjálsa fjárfestingarbank- anum. Við hrun bankanna í október breyttu hjónin lánunum þannig að af þeim yrðu einungis greiddir vextir á gjalddaga í eitt ár. Fyrir það greiddu þau 10.000 króna breytingagjald og 1.350 króna þinglýsingagjald á hvert lán. „Við vorum ekki alls kostar sátt við þetta, enda var okkur sagt þegar við tókum lánin að engu skipti hvort þau væru tekin í einu, tvennu eða þrennu lagi.“ Fyrir skömmu hafi Frjálsi fjár- festingarbankinn svo farið að bjóða lántakendum að greiða fasta greiðslu af lánunum. Þar er greiðsl- unni ráðstafað upp í vexti og eftir- stöðvar bætast við höfuðstól á gjald- daga í mynt, en lágmarksgreiðsla er 5.500 á hverja milljón sem tekin var að láni. „Með því að breyta yfir í þetta fyr- irkomulag greiðum við mun lægri upphæð mánaðarlega,“ segir konan. Fyrir að nýta sér hinn nýja kost þurftu hjónin hins vegar aftur að reiða fram gjald vegna skilmála- breytinga. Þeim hafi reyndar boðist 50% afsláttur að þessu sinni. Engu að síður hafi þau þurft að greiða yfir 50 þúsund krónur, fyrir skilmálabreytingarnar. Sanngjarnt að veita afslátt Kristinn Bjarnason, fram- kvæmdastjóri hjá Frjálsa fjárfest- ingarbankanum, segir að þar sé í boði að frysta afborgun á gjalddaga á lánum í alls fjóra mánuði. „Fólk borgar ekkert fyrir það og það er í samræmi við tilmæli frá ríkisstjórn- inni,“ segir Kristinn. Þá sé í boði að greiða einungis vexti á gjalddaga í allt að eitt ár. „Þegar krónan fór að veikjast meira áttuðum við okkur á því að það að greiða aðeins vexti var of mikið fyrir marga.“ Þá hafi verið ákveðið að bjóða fólki að greiða fasta greiðslu í allt að tíu mánuði. Miðað hafi verið við 5.500 krónur af hverri milljón sem fólk tók upphaflega að láni. Kristinn segir að margir lántak- endur hjá Frjálsa fjárfestingarbank- anum séu með fleiri en eitt lán vegna húsnæðiskaupa. Þetta eigi einkum við um húsbyggjendur. Því hafi verið ákveðið í síðustu viku að veita fólki sem breytir skilmálum af fleiri en einu láni 50% afslátt. „Okkur fannst þetta sanngjarnt. Þetta var orðið mikið gjald fyrir fólk með á bilinu 3-5 lán.“ Fólk kjósi frekar að greiða fasta greiðslu í tíu mánuði, en að frysta lán sín. „Okkur fannst fjórir mánuðir of stutt, en raunhæfara að krónan yrði búin að styrkjast eftir tíu mánuði heldur en eftir fjóra.“ Greiddu 50 þúsund vegna skilmálabreytinga húsnæðislána „Finnst þetta vera ósanngjörn gjaldtaka“ Morgunblaðið/Ómar Lán Húsbyggjendur tóku margir fleiri en eitt lán til framkvæmda. Í HNOTSKURN »Töluverð vinna er viðhvert mál þegar lánaskil- málum er breytt, segir Krist- inn Bjarnason. »Margir viðskiptavinir hafaóskað eftir skilmálabreyt- ingum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.