Morgunblaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 8
8 FréttirALÞINGI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2008                ! "# Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is ÁSKRIFENDUM með ADSL-nettengingu fjölg- aði nánast ekkert frá áramótum og fram á mitt ár 2008. Í árslok 2007 var fjöldi áskrifenda að slíkri tengingu 94.630 talsins og hafði vaxið um ellefu prósent á einu ári. Í lok júní hafði þeim hins veg- ar einungis fjölgað um 186, eða 0,2 prósent. Því virðist sem ADSL-markaðurinn sé orðinn mettaður en rúmlega 96 prósent allra netteng- inga á Íslandi eru ADSL-tengingar. Tæplega 1.600 tengingar við netið eru í gegnum ljósleiðara og 1.900 eru með örbylgjutengingar. Síminn er með langstærstu markaðshlutdeild- ina á ADSL-markaðinum eða 53,5 prósent allra viðskipta. Þeir eru með samtals tæplega 51 þús- und viðskiptavini. Vodafone kemur þar næst á eftir með um rúm- lega 28 þúsund áskrifendur og 30 prósenta hlut- deild. Tal er með rúmlega þrettán þúsund viðskipta- vini og aðrir aðilar rúmlega 2.600 alls. Síminn og Vodafone eru því samtals með um 83 prósenta markaðshlutdeild. Fólk sleppir ekki netinu í kreppu „Það eru ákveðnar vísbendingar um að það sé ákveðin mettun í gangi í þessum ADSL-teng- ingum,“ segir Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Vodafone. Hann telur þá þróun vera mjög eðlilega enda virðast flest heimili á Íslandi vera komin með slíka tengingu. „Við höldum hins vegar ekki að þeim komi til með að fækka. Þó að kreppi að víða þá reiknum við ekki með því að fólk fari að skera netnotkun við sig strax. Við höfum allavega ekki fundið fyrir því. Hins vegar sjáum við ákveðna aukningu í 3-G-tengingunum þar sem fólk er að kaupa sér netlykla til að vera með á ferðinni. Ég held að það sé mjög eðlilegt að það sé að hægja á þessu.“ Mettun eðlileg eftir mikinn vöxt Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Sím- ans, segist einnig finna fyrir ákveðinni mettun. „Við finnum þó ekki fyrir því að fólk sé að hætta með tengingar heldur er það frekar að skoða leið- ir til að hagræða og minnkar þá notkunina. Það mátti alveg búast við ákveðinni mettun á þessum markaði vegna þess að vöxturinn hefur verið mikill undanfarin misseri. Það finna allir fyrir því.“ Hún segir að viðskiptavinir verði að vara sig á því að nota 3-G-netlyklana í staðinn fyrir ADSL- tengingar sökum þess hversu dýrt það er að hala niður erlendis frá í gegnum þá. Síminn vari viðskiptavini sína sérstaklega við þessu áður en að þeim er seld slík þjónusta. ADSL-markaðurinn fullmettaður Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is BJÖRGVIN G. Sigurðsson viðskiptaráðhera og Davíð Oddsson seðlabankastjóri hittust ekki í tæpt ár eða frá því í nóvember 2007 og þar til á ríkisstjórnarfundi í september sl. Þetta kom kom í svari Björgvins við fyrirspurn Birkis J. Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokks, á Alþingi í gær. Birkir vildi vita hvort Björgvin hefði verið á fundi í júní sl. þar sem Davíð á að hafa fullyrt að 0% líkur væru á að bank- arnir gætu lifað aðsteðjandi erfiðleika af. „Hvað fór fram á einhverjum óskilgreindum fundum með seðlabankastjóra og einhverjum ráðherrum hef ég ekki hugmynd um,“ sagði Björgvin og benti á að í form- legum gögnum Seðlabankans hefði verið skýrt að staða ís- lensku bankanna væri almennt góð. Ber fyrir sig bankaleynd sem hann talaði gegn Davíð Oddsson kom fyrir viðskiptanefnd Alþingis í gær- morgun en nefndin vildi upplýsingar um hvort hann réði yfir upplýsingum um hvers vegna Bretar beittu hryðjuverkalög- um gegn Landsbankanum. Í samtali við mbl.is sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður nefndarinnar, Davíð engar upplýsingar hafa gefið heldur borið fyrir sig bankaleynd. Slíkt kæmi spánskt fyrir sjónir þar sem Davíð hefði sjálfur sagt að ýmis atriði í tengslum við bankahrunið ættu ekki að lúta slíkri leynd. „Þetta er ekki einkamál hans heldur varðar hagsmuni þjóðarinnar og stjórnvalda,“ sagði Ágúst Ólafur. Hitti Davíð ekki í tæpt ár Í HNOTSKURN » Davíð Oddsson sagði áþingi viðskiptaráðs að ráð- herrar hefði á mörgum fund- um verið varaðir við slæmri stöðu bankanna. » Hann sagðist jafnframtbúa yfir upplýsingum um hvers vegna Bretar beittu hryðjuverkalögum. Formaður viðskiptanefndar er ósáttur við að Davíð Oddsson gefi ekki upplýsingar um hvers vegna Bretar beittu hryðjuverkalögum gegn Íslendingum HVORT það var mikil fylgisaukning Vinstri grænna í skoðanakönnunum eða einhver nýr brandari sem gladdi flokkssystkinin Kolbrúnu Halldórsdóttur og Jón Bjarnason á Alþingi á dögunum er óvíst. Í öllu falli hlógu þau bæði dátt milli þess sem tekist var á við al- varlegri viðfangsefni líðandi stundar. Morgunblaðið/Kristinn Vinstri grænn hlátur hljómaði í sal Alþingis Viðhlæjendur og vinir PÉTUR H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, skoraði í gær á fjármálaráðherra að fara að for- dæmi aðila vinnumarkaðarins þannig að ríkisstofnanir byðu sem flestum hlutastörf frekar en að segja þeim upp. Benti hann á að Al- þingi hefði samþykkt lög um hluta- atvinnuleysisbætur og vísaði Pétur til þess að Ríkisútvarpið hefði gengið þvert á þá stefnu með upp- sögnum sínum. „Atvinnuleysi er mannlegur harmleikur,“ sagði Pét- ur og bætti við að margir sem væru lengi frá vinnumarkaði færu aldrei aftur að vinna. halla@mbl.is Ríkið bjóði hlutastörf JÓN Magnússon, þingmaður Frjáls- lynda flokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til fjármálaráðherra um opinber gjöld sem viðskiptabank- arnir greiddu frá einkavæðingu sinni árið 2002 og þar til ríkið tók þá yfir nú í haust. Jón spyr einnig út í heildarlauna- greiðslur og fjölda stöðugilda í bönkunum þremur árið 2002 og hvernig þróunin í þeim efnum hafi verið fram til þessa árs. halla@mbl.is Hvað borguðu bankarnir? Mál málanna Utanríkismálanefnd hefur lokið um- fjöllun sinni um þingsályktun- artillögur þess efnis að ríkisstjórn- inni verði falið að leiða til lykta annars vegar samning um lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og hins vegar Icesave-deiluna. Gert er ráð fyrir að nefndarálitum verði dreift í dag og að málin verði síðan tekin á dagskrá. Eldri en 20 ára geti fengið námslán Katrín Jak- obsdóttir, VG, hefur lagt fram fyrirspurn til mennta- málaráðherra um hvort til greina komi að breyta úthlutunarreglum Lánasjóðs ís- lenskra náms- manna þannig að nám á framhaldsskólastigi teljist lánshæft fyrir alla sem náð hafa ákveðnum aldri, t.d. 20 árum. Katr- ín vill einnig svör frá viðskiptaráð- herra um hve stór hluti yfirdráttar- lána bankanna sé vegna lána frá LÍN, hversu háar þær fjárhæðir séu og hver vaxtaprósentan sé. Eitt tollumdæmi Fjármálaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi á Al- þingi þess efnis að landið verði gert að einu toll- umdæmi. Verði frumvarpið sam- þykkt mun Toll- stjórinn í Reykja- vík annast tollframkvæmd í landinu öllu og heiti embættisins breytast eftir því. Hann mun þó geta falið sýslumönnum og lög- reglustjórum að annast tiltekna þætti tollframkvæmdar í umdæm- um þeirra Lögin gildi lengur Önnur umræða um frumvarp sem á að auðvelda útflutning notaðra bíla úr landi fór fram í gær. Meirihluti efnahags- og skattanefndar hefur lagt til að gildistíminn verði lengdur og að lögin gildi út allt næsta ár. Gert var ráð fyrir að þau giltu aðeins fram til 1. apríl nk. en meirihlut- anum þótti sá tími of stuttur og að hann kynni að valda óðagoti við út- flutning. Frumvarpinu var að ósk Helga Hjörvar vísað til nefndar aftur í gær og að því loknu getur farið fram þriðja umræða og loka- atkvæðagreiðsla. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 10.30 í dag með umræðum um störf þingsins. Ráðgert er að setja lán frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum og Icesave- deiluna á dagskrá þegar nefnd- arálit liggja fyrir. Katrín Jakobsdóttir Árni M. Mathiesen ÞRETTÁN svæði á Íslandi verða friðlýst ef þingsályktunartillaga sem Þórunn Sveinbjarnardóttir um- hverfisráðherra lagði fram á Al- þingi í gær verður samþykkt. Mark- miðið er að stuðla að traustri verndun íslenskrar náttúru og koma upp neti friðlýstra svæða sem tryggi verndun lífríkis og jarðminja sem þarfnast verndar. Meðal þeirra svæða sem verða friðlýst eru Egilsstaðaskógur, Hvannstóð undir Reynisfjalli, Orra- vatnsrústir og Gerpissvæðið. Þá er gert ráð fyrir að Vatnajök- ulsþjóðgarður stækki og að til hans teljist skóglendið við Hoffell, Steina- dalur í Suðursveit, Langisjór og ná- grenni og svæði í Skaftártungum og á Síðuafrétti. halla@mbl.is 13 svæði friðlýst og stærri Vatnajökulsþjóðgarður Morgunblaðið/RAX Friðlýst svæði Langisjór verður hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. ÞETTA HELST…

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.