Morgunblaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 39
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands og aðalhljómsveitarstjórinn Rumon Gamba, hafa verið tilnefnd til Grammy-verðlaunanna fyrir fyrstu plötu sína af þrem til fjórum með hljómsveitarverkum eftir franska tónskáldið Vincent D’Indy. Platan er tilnefnd í flokknum „Best Orchestral Performance“ eða Besti hljómsveit- arleikurinn. Árni Heimir Ingólfsson, tónlistar- stjóri hljómsveitarinnar, er himinlif- andi. „Þetta er gríðarlegur heiður. Þarna erum við í hópi með bestu hljómsveitum og besta tónlistarfólki í heiminum. Það er staðfesting á því góða starfi sem hljómsveitin hefur unnið síðustu ár.“ Árni Heimir segir að ekki hafi ver- ið búist við því að D’Indy-platan yrði slíkur smellur sem hún er orðin, en hún hefur fengið framúrskarandi dóma í heimspressunni. „Við erum í skýjunum.“ Eigum flinka hljóðfæraleikara En hver er ástæða þessarar vel- gengni? Hvað gerir hljómsveitina okkar svona góða? „Það er margt. Við erum heppin að eiga framúrskarandi hljóðfæraleik- ara. Við höfum líka oft verið heppin með samstarfsfólk. Þá er ég ekki bara að tala um hljómsveitarstjór- ana, heldur einnig við útgáfufyr- irtækin, sem er mikilvægt í al- þjóðlegu samhengi. Við höfum átt í löngu og farsælu samstarfi við Chan- dos-útgáfuna sem gefur þessa plötu út. Chandos gaf út sinn fyrsta disk með leik Sinfóníunnar árið 1993 með íslenskri tónlist. Síðan hafa þeir tekið hér upp reglulega og eru farnir að læra inn á hljómburðinn hér í Há- skólabíói. Þeir kunna þá kúnst að láta bíóið hljóma eins og fyrsta flokks tónlistarhús. Það skiptir auðvitað líka miklu máli.“ Árni Heimir segir tilnefninguna enn eina vörðuna á leið hljómsveit- arinnar til enn betri árangurs. Búið er að hljóðrita næstu plötu í röðinni með verkum D’Indy. Það var gert í september. Hún kemur út á næsta ári. „Það verður í það minnsta ein plata til viðbótar við hana, kannski tvær. Þær verða gefnar út á næstu árum.“ Þetta er „raritet“ Árni Heimir segir að ekki sé mikið til af upptökum með verkum D’In- dys. „Þetta er raritet og mörg verk- anna hafa ekki verið gefin út. Það er heilmikið rannsóknarverkefni að gera þetta. Við höfum til dæmis verið að fá nótur, sem hafa greinilega ekki verið spilaðar í áratugi. Pappírinn molnar í höndunum á hljóðfæraleik- urunum. Við höfum sérstöðu í þessu – það er enginn annar að sinna þess- ari tónlist og það er greinilega mark- aður fyrir hana.“ En skyldi útgáfa af þessu tagi – með erlendum verkum, ekki setja hljómsveitina í alþjóðlegra sam- hengi? Árni Heimir segir svo vera. „Það að við séum tilnefnd til verð- launa fyrir franska hljómsveita- músík, sem franskar hljómsveitir eiga svolítinn eignarrétt á, sýnir best hvað Sinfóníuhljómsveit Íslands er fjölhæf. Hún getur þetta, kemst ekki bara upp með það, heldur fær líka al- þjóðlega viðurkenningu fyrir.“ Hljómsveitarstjórinn, Rumon Gamba var himinlifandi með tilnefn- inguna að sögn Árna Heimis. „Þetta er líka mikil viðurkenning fyrir hann. Nú stendur hann á tímamótum, því næsta starfsár verður hans síðasta með hljómsveitinni. Tilnefningin á vafalaust eftir að gera nafn hans þekktara.“ Fleiri verðlaun Sinfóníuhljómsveitin fékk verð- laun fyrir plötur sínar með verkum Jóns Leifs, árið 1998 en stjórnandi hljómsveitarinnar þá var Osmo Vänskä og líka fyrir plötur með verk- um Síbelíusar, árið 2000 en þá stjórn- aði Petri Sakari hljómsveitinni. Þar með hafa allir þrír af fjórum að- alstjórnendum hljómsveitarinnar á síðustu árum verið tilnefndir til verð- launa með hljómsveitinni. Pacifica einnig tilnefndur Þá fékk Pacifica kvartettinn bandaríski, sem Sigurbjörn Bern- harðsson fiðluleikari leikur með, til- nefningu í flokknum „Best Chamber Music Performance“ eða Besti kammermúsíkleikurinn. Er kvart- ettinn tilnefndur fyrir hljómplötu þar sem þeir leika verk eftir Elliott Cart- er. Pacifica hefur á þessu ári hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir leik sinn. Gríðarlegur heiður  Sinfóníuhljómsveit Íslands tilnefnd til Grammy-verðlauna  Pacifica kvartettinn tilnefndur fyrir kammermúsíkleik Sinfóníuhljómsveit Íslands Í hópi þeirra bestu í heimi. Morgunblaðið/Golli Menning 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2008 Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is STOÐIR ERU AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS ■ Í kvöld kl. 19:30 Víkingur og Bartók Hljómsveitarstjóri: Michal Dworzynski Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson Béla Bartók: Píanókonsert nr. 3 Ludwig Van Beethoven: Sinfónía nr. 8 Ludwig Van Beethoven: Leonóru-forleikur Einn dáðasti píanóleikari landsins, Víkingur Heiðar Ólafsson, leikur einleik með hljómsveitinni í píanókonsert sem hann lék til sigurs í einleikarakeppni við Julliard- tónlistarháskólann nýverið. ■ Laugardagur 20. desember kl. 14 og 17 Jólatónleikar Jólatónleikar Tónsprotans eru sívinsæl skemmtun og lykilatriði við að komast í jólaskapið hjá þeim fjölmörgu sem láta sig aldrei vanta. Þeir sem eiga frátekna miða á Vínartónleikana í janúar eru beðnir um að ganga frá greiðslu sem fyrst. www.forlagid.is 2008 1 Ég skal vera Grýla/Þórunn Hrefna Sigurjónsd. Mál og menning 2 Fíasól er flottust/Kristín Helga Gunnarsdóttir Mál og menning 3 Steindýrin/Gunnar Theodór Eggertsson Vaka-Helgafell 4 Eragon - Brísingur/Christopher Panolini JPV útgáfa 5 Vetrarsól/Auður Jónsdóttir Mál og menning 6 Auðnin/Yrsa Sigurðardóttir Veröld 7 Af bestu list/Ritstj. Nanna Rögnvaldsdóttir Vaka-Helgafell 8 Ofsi/Einar Kárason Mál og menning 9 Hljómagangur/Jón Hjartarson Bókaútgáfan Æskan 10 Litla Bænabókin Skálholtsútgáfan Metsölulisti 27. nóvember til 3. desember Vincent D’Indy fæddist í París árið 1851 og lést ár- ið 1931. Hann fékk ungur áhuga á píanóinu og fékk að læra á það en lét þó undan kröfu fjölskyldu sinnar og lærði lög. Lög- fræðiprófið var honum ekki til mikils gagns því að því loknu sneri hann sér beint að tónlistinni aftur og gerðist læri- sveinn tónskáldsins Césars Franck í Tónlistarháskólanum í París þar sem hann átti sjálfur eftir að kenna síðar meir. Í því starfi var hann áhrifamikill og kenndi mörgum þekkt- ustu tónskáldum Frakka og annarra þjóða sem blómstruðu um alda- mótin. Þar má nefna Er- ic Satie, Darius Milhaud, Joseph Canteloube, Is- aac Albéniz og Arthur Honegger. D’Indys er vel við- urkennt tónskáld í Frakklandi og verk hans þóttu afbragðsgóð. Í dag hljóma þau hins vegar ekki oft. Lögfræðitónskáldið D’Indy

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.