Morgunblaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 38
38 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2008 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur ákveðið að fella niður tvær gestasýningar sem átti að setja þar á svið í vetur. Í fréttatilkynningu frá leikhúsinu segir: „Í efna- hagsþrengingum undanfarinna vikna er það hrun krónunnar sem hefur haft hvað mest áhrif á starfsemi Þjóð- leikhússins, enn sem komið er. Leikhúsið hefur leit- að leiða til að bregðast við stór- auknum kostnaði við þá þætti starf- seminnar sem krefjast gjaldeyrisviðskipta. […] Þjóðleik- húsið hafði gert ráð fyrir marg- breytilegu samstarfi við erlend leik- hús og listamenn á þessu leikári, en laun til erlendra listamanna og aðr- ar greiðslur í erlendri mynt hafa hækkað mikið, og því verður leik- húsið að skera niður í þeim þætti starfseminnar. Ákveðið hefur verið að fella niður tvær gestasýningar sem til stóð að sýna í vetur. Annars vegar Creature, látbragðssýningu Kristjáns Ingimarssonar. […] Hins vegar Mysteries of Love 2, nýja danssýningu Ernu Ómarsdóttur. […] Báðar hefðu [sýningarnar] orð- ið mikilsverð viðbót við verk- efnaskrána og aukið framboð á sviðsverkum á fjölum Þjóðleikhúss- ins, og er því mikil eftirsjá að þeim.“ Koma til móts við leikhúsið Í fréttatilkynningunni segir einn- ig að um tíma hafi verið útlit fyrir að hætta þyrfti við sýningar á Etern- um og Sædýrasafninu, en að erlend- ir samstarfsaðilar við þær sýningar hafi sýnt Þjóðleikhúsinu mikinn skilning á þessum erfiðu tímum, og komi til móts við leikhúsið með því að taka á sig meiri kostnað. Hætt við sýningar Krónuhrunið veldur Þjóðleikhúsið SIMBABVESKA leikskáldið Cont Mdladla Mhlanga hlaut fyrir helgi sköpunarfrelsisverðlaunin Freedom to Create sem mannúðarsamtökin Art Venture veita árlega. Mhlanga hefur samið 21 leikrit og gefið út þrjár bækur. Hann hefur verið ötull gagnrýnandi Róberts Mugabes forseta sem hefur bannað verk hans. Þá hefur Mugabe marg- sinnis látið handtaka skáldið fyrir að opinbera skoðanir sínar. Verðlaunin hlaut Mhlanga fyrir verk sitt The Good President, en verðlaunin, 50 þúsund pund, voru afhent við athöfn í Lundúnum í vikunni. Í yfirlýsingu Art Venture sagði að með valinu á Mhlanga væri verið að viðurkenna þá listamenn sem daglega berjast fyrir frelsi til að tjá sig og þurfa að fórna miklu í þeirri baráttu. Mhlanga hefur þegar ánafnað kven- réttindasamtökum í heimalandi sínu helming fjárins. Mhlanga verð- launaður Skáldið Cont Mhlanga VESTFIRÐINGAR á Suður- landi boða til bókakynningar í Bókakaffi á Selfossi í dag, föstudag, 20:30. Kynntar verða og lesið úr þremur af þeim bókum sem Vestfirska forlagið gefur út fyrir þessi jól. Guðrún Jónína Magn- úsdóttir kynnir bók sína „Birta – ástarsaga að vestan“. Harpa Jónsdóttir kynnir bók sína „Húsið – Ljósbrot frá Ísafirði“ og þá kynna Bíld- dælingarnir Jón Kr. Ólafsson, söngvari þar og Hafliði Magnússon, rithöfundur sem nú býr á Sel- fossi, bók Hafliða um lífshlaup Jóns Kr. „Melódíur minninganna.“ Jón Kr. Ólafsson er landskunnur söngvari. Allir eru velkomnir. Bækur Vestfirsk bóka- kynning á Selfossi Hafliði Magnússon ALÞJÓÐLEG ráðstefna á sviði þvermenningarlegra fræða, sem haldin er á vegum Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur, var sett í Háskóla Íslands í gær og stendur fram á laugardag. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Málvís- indastofnun HÍ, Mann- fræðistofnun HÍ og Alþjóða- húsið og er hluti af árlegri ráðstefnuröð norrænna samtaka – NIC. Flutt eru yfir 80 erindi, m.a. á sviði málvís- inda, þýðinga, mannfræði, heimspeki og sál- fræði. Vigdís Finnbogadóttir setti ráðstefnuna en meðal fyrirlesara eru Gísli Pálsson og Maria Polinsky. Hugvísindi Fjallað um þver- menningarleg fræði Gísli Pálsson GALLERY Turpentine, sem hefur verið til húsa í Ingólfs- stræti, opnar á nýjum stað í dag. Er það nú til húsa gegnt SPRON á Skólavörðustíg 14, 2. hæð. Samhliða flutningnum opnar galleríiið sína árlegu jólasýningu klukkan 18. Á jólasýningunni verða m.a. verk eftir Sigurð Árna Sig- urðsson, Helga Þorgils, Ey- borgu Guðmundsdóttur, Georg Guðna, Pétur Thomsen, Jón Gunnar Árnason, Helga Má Kristinsson, Sigtrygg Bjarna Baldvins- son, Tinnu Gunnarsdóttur og Einar Fal Ingólfs- son. Ákveðnar breytingar verða á starfsemi Tur- pentine, m.a. með aukinni áherslu á hönnun. Myndlist Fjölbreytileg verk á jólasýningu Sigurður Árni Sigurðsson Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is HVAÐ er það að lesa bók? Renna augum yfir stafi og orð, málsgreinar og síður; meðtaka upplýsingar – fletta? Já, en kannski hefði spurn- ingin átt að snúast um grundvall- aratriðið, sögnina „að lesa“. Læsi er nefnilega margskonar, að sögn Þor- valdar Þorsteinssonar myndlist- armanns og rithöfundar, sem er einn af aðstandendum Bókverkasýn- ingar, sem opnuð verður í Ný- listasafninu á morgun kl. 16.00. „Við erum vel alin upp í einhæfri hugmynd um læsi, en vitum að læsi er margskonar. Myndlistin tók bókformið upp á arma sína fyrir löngu, en það sem að okkur snýr er koma Dieters Roth til landsins fyrir um fimmtíu árum. Sýningin er fjölbreytt – þetta er sýnishorn af öllu því bókverkasafni sem Nýlistasafnið hefur yfir að ráða. Þó sýnum við ekki verk Dieters, sem þó er einn grunaðra guðfeðra þessa forms í heiminum og mikill áhrifa- valdur hér á landi. Hans hlutur er stór, en bókverk hans voru sýnd í safninu fyrr á árinu. Þetta er þver- snið af því sem íslenskir og erlendir myndlistarmenn tengdir Íslandi hafa verið að gera. Þetta er kynning, og verkin kynna sig sjálf.“ Það má og á að ganga á grasinu Þorvaldur segir hróðugur að eng- ar bækur verði í glerbúrum og að gestir megi handfjatla þær og skoða hanskalaust – en af virðingu! Hann segir að bókverkið sé skylt gjörn- ingnum. „Veldur hver á heldur, og það er hugsun sem skýrist óvenju vel í umgengni við bókverkin. Áhorf- andinn verður augljóslega skapand- inn með upprunalega höfundinum, því það stjórnar því enginn hvernig þú upplifir bók. Það er líka mik- ilvægt að við fáum sem oftast tæki- færi til að gangast við sköpunareðli okkar allra, frekar en að vera alltaf að einblína á sköpun annarra. Þess vegna er bókverkið skemmtilegur miðill – þú ert með. Bókstaflega. Það eru heldur engin rétt eða röng svör innifalin. Það verður held- ur enginn staðinn að verki við það að fletta hallærislegu bókinni of oft, og það verður heldur ekki hægt að verða of gáfaður. Ég vil að sýningin verði eins afslöppuð og hægt er, og ég geri það með fullri virðingu fyrir hverju og einu verki með því að segja sem minnst um það.“ Nú ertu að ná mér Þorvaldur er lítið fyrir tölfræðina og segir: „Nú ertu að ná mér. Þetta er spurningin sem ég óttaðist,“ þeg- ar hann er spurður um fjölda þeirra myndlistarmanna sem búa til bók- verk. „Ég hef ekki hugmynd um það. Það eru þó nokkrir sem standa upp úr og hafa verið mjög ötulir í þessu, eins og Helgi Þorgils Friðjónsson, Ingólfur Arnarsson og klassíker eins og Kristján Guðmundsson. Í þeim hópi eru líka menn sem ég sakna úr myndlistinni og gerðu skínandi verk, eins og Magnús V. Guðlaugsson. Ef satt skal segja þá er það partur af prógramminu að hafa þessar tölu- legu upplýsingar ekki tiltækar. Besta ástæðan fyrir því að hafa ekk- ert svar, er sú að við ætlum að freista þess að hvetja fólk til að koma með bækur sem það grunar um að vera bókverk svo við getum skoðað. Kannski enda þær á sýning- unni. Það verður líka hægt að búa til bókverk á staðnum – það hafa allir vald á því. Við tökum því fagnandi og fáum sumt af okkar uppáhalds bók- verkafólki til að vera gestum innan handar á ákveðnum tímum. Vonandi fjölgar listamönnunum eftir því sem á sýninguna liður.“ Bækur með meðvitund  Þorvaldur Þorsteinsson setur upp sýningu á bókverkum X listamanna  Enginn verður staðinn að verki við það að fletta hallærislegu bókinni of oft Morgunblaðið/Árni Sæberg Bókamaðurinn Þorvaldur Þorsteinsson hvetur fólk til að koma í Nýlistasafn- ið og sýna aðstandenum sýningarinnar bækur sem það telur vera bókverk. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞETTA verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, við verðum með léttari lög fyrir hlé og klass- íkina eftir hlé og endum á hátíðlegum nótum,“ segir Guðmundur Óli Gunnarsson, hljómsveit- arstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, en á morgun kl. 18 heldur hljómsveitin árlega aðventu- tónleika sína í íþróttahúsi Glerárskóla. Einsöngv- arar á tónleikunum verða Dísella Lárusdóttir og Jóhann Smári Sævarsson, og Vilhjálmur Ingi Sig- urðarson leikur einleik á trompet. Þá verður Kvennakór Akureyrar einnig gestur hljómsveit- arinnar á tónleikunum. „Við flytjum ómissandi standarda eins og Sleðaferðina og Jólahátíð eftir Leroy Anderson. Þá tvö mjög skemmtileg lög eftir Ingibjörgu Þor- bergs, sem Ríkarður Örn Pálsson útsetti fyrir okkur. Við verðum líka með tvö ný jólalög eftir Ja- an Alavere sem stjórnar Kvennakór Akureyrar og er líka fiðluleikari í hljómsveitinni.“ Klassíkin tekur við eftir hlé með þætti úr Vatnamúsík Händels. „Þá spilar Vilhjálmur Sig- urðarson trompetleikari með okkur tvo þætti úr Trompetkonsert eftir Haydn. Vilhjálmur er ný- kominn heim úr námi í Finnlandi.“ Einsöngvararnir syngja dúett með hljómsveit- inni í Ave María eftir Gunnar Þórðarson, en Guð- mundur Óli segir að það sé í aukinni og end- urbættri útsetningu Gunnars fyrir þessa tónleika. „Jóhann Smári syngur Ó helga nótt, og Sönginn um kvöldstjórnuna úr Tannhäuser eftir Wagner. Það er að vísu ekki Betlehemstjarnan sem þar er sungið um, en við látum það bara ríma, því það á ákaflega vel við andann. Dísella syngur svo bæði Ave Maríu Kaldalóns og Pie Jesu úr Sálumessu Faurés. Kórinn syngur Jól eftir Jórunni Viðar, það undurfagra lag. Við endum svo á því að syngja öll Frá ljósanna hásal.“ Létt en líka hátíðlegt Syngur Dísella Lárusdóttir verður meðal gesta. Aðventutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands Hvar liggja skilin milli bókverks og bókar? „Bókin er í eðli sínu frábær fjölföldunarmiðill á upplýsingum, en það er langt frá því að möguleikar hennar séu fullnýttir. Segja má að á meðan bækur fjalla um hlutina þá er bókverkið að framkvæma þá. Gott dæmi um muninn á aka- demíkerum og listamönnum. Grafík er gerð í takmörkuðu upplagi og er iðu- lega nátengd höndum listamanns. Andstæða þess er offsetfjölrituð blaðsíða. Þegar mikið er lagt í bók og hönnunarþættinum og myndræna þættinum eru gerð góð skil, þá er hún farin að nálgast þá meðvitund sem er í bókverkinu, um upplifunina óháð skilaboðunum. Hver bók ætti í raun að vera sífelld skoð- un og uppgötvun á möguleikum þess að fletta. Bókverkið gerir allt það sem hin hefðbundna bók má ekki gera.“ S&S Núna er plötu- umslagið silfurslegið og það er hægt að spegla sig í því. 40 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.